Gangbrautir og gönguleiðir að hafnarsvæði

Málsnúmer 202006112

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 339. fundur - 03.07.2020

Til umræðu fyrirhugaðar gangbrautir á þjóðveginum gegnum Dalvík og gönguleiðir að hafnarsvæði.
Umhverfisráð leggur til að upplýstar gangbrautir verði settar sunnan við gatnamót Karlsrauðatorgs og Hafnarbrautar og norðan við gatnamót Hafnarbrautar og Hafnartorgs.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.