Umhverfisráð

336. fundur 24. apríl 2020 kl. 08:15 - 11:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Götulýsing í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202002075Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrirhugaðar framkvæmdir við endurnýjun á götulýsingu í Dalvíkurbyggð. Undir þessum lið komu inn á fundinn kl. 08:16 Elmar Arnarsson frá Raftákn og Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar, til að kynna stöðu verkefnisins.
Elmar vék af fundi kl. 09:20
Umhverfisráð þakkar Elmari fyrir greinargóða yfirferð á framlögðum gögnum og óskar eftir fullmótuðum gögnum fyrir næsta fund ráðsins.

2.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Til umræðu framkvæmdir sumarsins.
Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar vék af fundi kl. 09:42.
Umhverfisráð felur deildarstjóra eigna-og framkvæmdadeildar að útbúa forgangsröðun og kostnaðaráætlun fyrir göngustíga og gangstéttir til að leggja fyrir ráðið á næsta fundi.

3.Sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2019-2023

Málsnúmer 201811045Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirhugaðar sjóvarnir í Dalvíkurbyggð 2020
Umhverfisráð leggur til að frágangur á sjóvörn við Sandskeið verði breytt og gerð samkvæmt samþykktu aðalskipulagi sveitarfélagsins. Ráðið leggur áherslu á að tryggt verði aðgengi almennings með göngustíg meðfram sjóvarnargarðinum og eins meðfram strandlengjunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kalla eftir uppfærðum gögnum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Svæðisskipulagsnefnd 2020

Málsnúmer 202004004Vakta málsnúmer

Til kynningar 5. fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar ásamt fylgigögnum sem tekið var fyrir á 324. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 21. apríl 2020.
Lagt fram til kynningar

5.Umsókn um byggingarleyfi vegna niðrrifs á útisundlaug

Málsnúmer 202001020Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn eignasjóðs um byggingarleyfi vegna niðurrifs á sundlaug við félagsheimilið í Árskógi
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi, en samkvæmt fundargerð skólaráðs frá 02. janúar 2020 var ákvörðun tekin um niðurrif á sundlauginni.
Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum.

6.Erindi vegna skólagarða

Málsnúmer 202004099Vakta málsnúmer

Til umræðu erindi frá foreldarfélagi Dalvíkurskóla dags. 17. apríl 2020 þar sem óskað er eftir samstarfi um skólagarða.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu og óskar eftir að fá forsvarsmann foreldrafélagsins á næsta fund ráðsins.
Ráðið felur sviðsstjóra að afla nánari upplýsinga á útfærslu verkefnisins.

7.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Göngustaða og Göngustaðakots 2020

Málsnúmer 202004108Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn dags. 21. apríl 2020 frá Gunnari Kristni Guðmundssyni um framkvæmdarleyfi vegna 3.500 m3 malartöku í landi Gönugustaða og Göngustaðakots samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Ráðið vill þó ítreka að farið verði eftir tilmælum Fiskistofu um framkvæmd efnistökunnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs