Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Göngustaða og Göngustaðakots 2020

Málsnúmer 202004108

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 336. fundur - 24.04.2020

Til afgreiðslu umsókn dags. 21. apríl 2020 frá Gunnari Kristni Guðmundssyni um framkvæmdarleyfi vegna 3.500 m3 malartöku í landi Gönugustaða og Göngustaðakots samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Ráðið vill þó ítreka að farið verði eftir tilmælum Fiskistofu um framkvæmd efnistökunnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 336. fundi umhverfisráðs þann 24. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til afgreiðslu umsókn dags. 21. apríl 2020 frá Gunnari Kristni Guðmundssyni um framkvæmdarleyfi vegna 3.500 m3 malartöku í landi Gönugustaða og Göngustaðakots samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Ráðið vill þó ítreka að farið verði eftir tilmælum Fiskistofu um framkvæmd efnistökunnar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.