Frá framkvæmdastjóra og stjórn Fiskidagsins mikla; Uppfylling á lóð Samherja fyrir neðan kaupfélagsbakkann

Málsnúmer 201704091

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 820. fundur - 04.05.2017

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 12:25Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði.

Byggðaráð - 833. fundur - 07.09.2017

Á 820. fundi byggðaráðs þann 4. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
"Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 12:25

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu.

Umhverfisráð - 295. fundur - 15.09.2017

Haukur A Gunnarsson koma aftur inn á fundinn kl. 15:13
Á 820. fundi byggðarráðs þann 4. maí var eftirfarandi bókað:
" Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíusarsyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
Umhverfiráð getur ekki orðið við umbeðinni framkvæmd, en leggur til að fiskidagsnefnd ásamt fulltrúum frá Samherja verði kallaðir til fundar þar sem tillagan verður rædd frekar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 322. fundur - 31.05.2019

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla Júlíusi Júlíussyni dags. 15.12.2016 þar sem óskað er eftir aðkomu Dalvíkurbyggðar við að búa til stalla eða sæti í brekkuna neðan við kaupfélagið. Einnig var tekið fyrir erindi frá stjórn Fiskidagsins mikla dags. 13.04.2017 sem fjallar um sama erindi. Einnig var lagt fram bréf frá Gesti Geirssyni fyrir hönd Samherja sem gefur leyfi fyrir þessari framkvæmd en samþykkið felur ekki í sér neinar fjárhagsskuldbindingar af hálfu Samherja.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umræðu og frekari útfærslu hjá umhverfissráði."
Júlíus og Tryggvi viku af fundi kl. 09:10
Farið yfir erindið frá Júlíusi frá 2016 og ákveðið að ekki verði hægt að verða við þessari beiðni þar sem ekki er gert ráð fyrir fjármagni í þetta verkefni.