Sveitarstjórn

291. fundur 12. apríl 2017 kl. 14:00 - 14:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Heiða Hilmarsdóttir boðaði forföll og varamaður hennar, Íris Hauksdóttir, mætti í hennar stað.
Varaforseti, Valdamer Þór Viðarsson, stýrði fundi.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816, frá 03.03.2017

1703009F

Þeir liðir fundargerðinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.Til afgreiðslu:6. liður.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 817, frá 06.04.2017.

1704002F

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.Til afgreiðslu:2.liður.3. liður.4. liður.5. liður.6. liður.10. liður.

3.Íþrótta- og æskulýðsráð - 88, frá 04.04.2017.

1703011F

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti stöðuna á framkvæmdum við sundlaugina á Dalvík. Áætluð verklok eru 19. júlí 2017. Framkvæmdir ganga vel og enn hefur ekkert óvænt komið í ljós. Bókun fundar Lgt fram til kynningar.
 • 3.2 201610012 Golfvöllur
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Íþrótta- og æskulýðsráð telur að með þessari könnun hefði verið hægt að kanna áhugann á öðrum valkostum og auðvelda þar með framtíðaskipulagsvinnu við fólkvanginn. Íþrótta og æskulýðsráð lagði til á 83. fundi ráðsins þann 1. nóvember 2016 að kannaður yrði hugur íbúa varðandi alla þá valmöguleika sem gætu komið til greina innan fólkvangsins og telur ráðið að þeim spurningum sé enn ósvarað. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 3.3 201703111 Viðhald sparkvallar
  Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 88 Farið var yfir stöðu mála er varðar sameiginlegan starfsmann skíðasvæðis og golfvallar. Einnig rætt um framtíðarstöðu skíðasvæðisins í ljósi dóms Héraðsdóms Noðurlands eystra frá 3. apríl 2017. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu. Eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

4.Umhverfisráð - 289, frá 05.04.2017

1703010F

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.Til afgreiðslu:1. liður.2. liður.3. liður.5. liður.6. liður.7. liður.8. liður.10. liður.11. liður.12. liður.13. liður.
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytinguna en vill þó koma á framfæri áhyggjum sínum af fyrirhuguðum þrengingum á þjóðvegi 1 milli Strandgötu og Kaupvangsstrætis.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða verk- og matslýsingu.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • 4.4 201703070 Fundargerðir 2017
  Umhverfisráð - 289 Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • 4.7 201610012 Golfvöllur
  Umhverfisráð - 289 Með tilliti til afgerandi niðurstöðu íbúakönnunar vegna deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli leggur umhverfisráð Dalvíkurbyggðar til að ekki verði gert ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli og leggur áherslu á að fólkvangurinn verði deiliskipulagður eins og gert er ráð fyrir í starfsáætlun 2017.
  Samþykkt með fimm atkvæðum
  Bókun fundar Til máls tók:
  Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan varðar lið og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 14:11.

  Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Valdís Guðbrandsdóttir situr hjá og Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar sem fram komu eftir grenndarkynningu á verkefninu. Ráðið leggur til að svæðið fyrir húsabíla að norðan verði minnkað eins og fram kemur í tillögu ráðsins og einnig svæðið vestan við Aðalgötu 3.
  Umhverfisráð samþykkir að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt breyttri afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Umsækjanda er bent á að ef deiliskipuleggja þurfi svæðið vegna starfseminnar beri hann allan kostnað af því.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn að nýju kl. 14:12.
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í fyrirhugaðar breytingartillögur á staðsetningu og gerir ekki athugasemd við að veita heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins. Líkt og við gerð fyrri tillagna ber umsækjandi allan deiliskipulagskostnað.
  Ráðið leggur áherslu á að íbúar svæðisins verði hafðir með í ráðum frá upphafi málsmeðferðar.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.  Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs
 • Umhverfisráð - 289 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.
  Samþykkt með fimm atkvæðum.
  Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar,eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60, frá 05.04.2017

1704001F

Þeir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Þegar tilboðin hafa verið opnuð verður nauðsynlegt að fara yfir fjárþörf verkefnisins og óska eftir viðauka í tíma svo hægt verði að ljúka þeim verkþáttum sem ljúka á á þessu ári. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð samþykkir að undirbúa þátttöku í verkefninu og felur sviðsstjóra að hafa samband við hagsmunaaðila og bjóða þeim að vera aðilar í því. Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Bjarni Th. Bjarnason.

  Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóstur, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.

  Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegafjölda.
  Bókun fundar Til máls tóku:
  Guðmundur St. Jónsson.
  Bjarni Th. Bjarnason.

  Lagt fram til kynningar.
 • 5.5 201703101 Vatnssýni 2017
  Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 60 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða deiliskipulagstillögu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2016. Fyrri umræða.

201611121

Á 818. fundi byggðaráðs þann 12. apríl 2017 var ársreikningur Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016 lagður fram og honum vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Til máls tók:Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum úr ársreikningi 2016.Helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar 2016 eru:Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samstæða er jákvæð um kr. 249.298.000.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um kr. 139.616.000.

Breyting á lífeyrisskuldbindingu A- og B- hluta var kr. 44.538.000 en gert var ráð fyrir kr. 55.688.000.

Launakostnaður alls án lífeyrisskuldbindinga var kr. 1.033.604.000 fyrir A- og B- hluta.

Handbært fé frá rekstri A- og B- hluta samstæða kr. 327.966.000.

Fjárfestingarhreyfingar A- og B- hluta samstæða kr. 272.881.000.

Söluverð rekstrarfjármuna A- og b-Hluta samstæða kr. 112.187.000.

Lántaka A- og B- hluta samstæða kr. 100.000.000.

Afborganir langtímalána A- og B- hluta samstæða kr. 171.030.000.

Skuldaviðmið er 53,7% fyrir A- og B- hluta.

Langtímaskuldir A- og B- hluta alls kr. 566.936.000, þar af kr. 248.444.909 vegna félagslegra íbúða eða 32,13%.Fleiri tóku ekki til máls.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar 2016 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

7.Sveitarstjórn - 290, frá 21.03.2017.

1703008F

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Nefndarmenn
 • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
 • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
 • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
 • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Íris Hauksdóttir Varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs