Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816, frá 03.03.2017

Málsnúmer 1703009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 291. fundur - 12.04.2017

Þeir liðir fundargerðinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.Til afgreiðslu:6. liður.
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

    Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var samþykkt samhljóða samkomulag um stofnun samráðsvettvangs á milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa eldri borgara. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara. Jafnframt var óskað eftir að fulltrúar Félags eldri borgara kæmu á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.


    Kolbrún, Þorgerður og Eyrún viku af fundi kl. 13:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 voru til umfjöllunar og afgreiðslu samningsdrög vegna beitilands í tengslum við kauptilboð í Árskóg lóð 1. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi leigusamninga með þeirri breytingu að sett verði í samningana ákvæði um að ef sveitarfélagið þurfi á þessu landi að halda til mannvirkjagerðar eða af annarri ástæðu er varðar almannahag þá sé hægt að segja þessum samningum upp með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarfélagið muni leitast við að finna sambærilegt land í staðinn í næstu grend að höfðu samráði við leigutaka.


    Upplýst var á fundinum um stöðu mála.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri og sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýstu um fyrirliggjandi kauptilboð í íbúðina við Lokastíg 1, 0102. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 14:00.

    Á 23. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 4. janúar 2017 samþykkti ráðið að fela upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 20. -31. janúar 2017. Könnuninni var dreift á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og facebook og var öllum frjálst að taka þátt. Alls bárust 211 svör af öllu landinu.

    Upplýsingafulltrúi kynnti helstu niðurstöður úr ofangreindri könnun sem endurspegla að ímynd Dalvíkurbyggðar er almennt mjög jákvæð og einkennist helst af fjölskylduvænu, friðsælu og öruggu umhverfi þar sem kraftur og náttúrufegurð umvefur samfélagið.

    Margrét vék af fundi kl. 14:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 14:40.

    Til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd.

    Á fundinum var lagt fram erindi frá Sigfríð Valdimarsdóttur, móttekið þann 29. mars 2017, er varðar ofangreint.

    Bjarni Th.Bjarnason vék af fundi kl. 15:06 til annarra starfa.

    Þorsteinn vék af fundi kl. 15:13.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi dagsett þann 28. mars 2017, frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir hönd UT-teymis sveitarfélagsins þar sem lagt er til að samið verði við Advania um nýtt tíma- og viðveruskráningarkerfi, Vinnustund, á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir.

    Gert er ráð fyrir í starfs- og fjárhagsáætlun 2017 endurnýjun á tíma- og viðveruskráningarkerfi.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Advania um innleiðingu á Vinnustund. Niðurstaða þessa fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðarráðs
  • Tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni fyrir hönd Karlakórs Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 17. mars 2017, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki á móti gestum kórsins í Bergi í tengslum við Heklumót 2017 sem verður haldið á Dalvík 22. apríl n.k. Einnig er óskað eftir að fulltrúi sveitarfélagsins haldi ræðu með kynningu á sveitarfélaginu.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við erindinu og felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð í næstu viku tillögu að útfærslu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bjarni Th. Bjarnason kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:35.

    Tekið fyrir svarbréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 13. mars 2017, þar sem fram kemur að umsóknum Dalvíkurbyggðar um framlag vegna sölu á félagslegu leiguíbúðarhúsnæði vegna 9 eigna er hafnað með vísun í skilyrði samkvæmt reglum nefndarinnar um að félagslegt húsnæði þurfi að hafa staðið autt og að lítil eftirspurn sé eftir því til leigu í sveitarfélaginu.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .9 201703092 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816
  • Tekið fyrir erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, ódagsett en móttekið þann 27. mars 2017, þar sem fram kemur að eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Norðurlands eystra er að skoða möguleika á sjálfbærni í raforkunotkun með smávirkjunum. Þar kemur fram að ef greina eigi möguleika smávirkjana í landshlutanum þá skuli það verkefni vera í höndum AFE í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð. AFE óskar hér því eftir heimild sveitarfélaganna í Eyjafirði til að hafa milligöngu um að leita tilboða í verkið. Fram kemur einnig að Dalvíkurbyggð lét gera úttekt árið 2015 á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram tiil kynningar
  • Til kynningar 293. fundargerð stjórnar Eyþings frá 15. mars s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 816 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir lagðir fram til kynningr.