Byggðaráð

817. fundur 06. apríl 2017 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Málefni Skíðafélags Dalvíkur

Málsnúmer 201601049Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fundinn stjórn Skíðafélags Dalvíkur; Snæþór Arnþórsson, formaður, Elísa Rán Ingvarsdóttir, gjaldkeri, Óskar Óskarsson, ritari, og Gerður Ólafsson, varamaður. Einnig komu á fundinn Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 13:00.



Til umræðu málefni Skíðafélags Dalvíkur.





Snæþór, Elísa Rán, Óskar, Gerður, Hlynur og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 14:21.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá veitu- og hafnaráði; Vatnsveita í Krossafjalli

Málsnúmer 201703101Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs á fundinn kl. 14:22.



Á 60. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 816. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 30. mars 2017, var til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd. Niðurstaða þess fundar að „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.“ Fyrir fundi veitu- og hafnaráðs liggur fyrir tillaga frá sviðsstjóra að koma fyrir tækjabúnaði sem á að tryggja gæði neysluvatns sem aflað er á vatnstökusvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Krossafjalli. Þær tillögur sem fram eru lagðar hafa verið kynntar heilbrigðiseftirliti. Áætlaður kostnaður er um kr. 6.500.000,-.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu veitu- og hafnaráðs og breytingar á framkvæmdaáætlun málaflokks 42 í fjárhagsáætlun 2017, viðauki 4/2017. Um er að ræða innbyrðis tilfærslur á verkefnum og því ekki þörf á ráðstöfun á móti.

3.Frá veitu- og hafnaráði; Flotbryggjur í Dalvíkurhöfn.

Málsnúmer 201702116Vakta málsnúmer

Á 60. fundi veitu- og hafnaráðs þann 5. apríl 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með rafpósti sem barst 6. nóvember 2016 óskaði Arctic Sea Tours eftir aðstöðu við flotbryggju fyrir 13 metra langan og 3,2 m breiðan rib bát sem mun koma til Dalvíkur í apríl 2017. Einnig hefur komið fram í viðtölum við Frey Antonsson að til stendur að kaupa þriðja bátinn sem gerður verður út til hvalaskoðunar með vorinu. Fyrir þessum fundi liggur tilboð frá KrÓla ehf um 20m flotbryggju til afhendingar í maí 2017. Heildarverð verður um kr. 10.000.000,- tilbúin til notkunar.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað er eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-. "



Til umræðu ofangreint.



Þorsteinn vék af fundi kl. 14:52.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögur veitu- og hafnaráðs um breytingar á fjárfestingaráætlun 2017 hvað varðar málaflokk 42, viðauki 5/2017, alls kr. 4.800.000. Um innbyrðis tilfærslur er um að ræða og því ekki þörf á ráðstöfun á móti.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2017, kr. 5.200.000 vegna fjárfestinga í málaflokki 42.

Hækkuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé. Viðauki 5/2017.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu veitu- og hafnaráðs um að gengið verði til samninga við KrÓla ehf á grundvelli tilboðs.



4.Frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs; ósk um tilflutning fjármagns á fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201704008Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 3. apríl 2017, þar sem fram kemur ósk um tilflutning á fjármunum á milli málaflokka. Óskað er eftir að kr. 450.000 verði fluttar af snjómokstri og hálkueyðingu, deild 10600, og yfir á gatna- og lóðarhreinsun, liður 08240-4947, þar sem götur sveitarfélagsins eru meira og minna þaktar hálkuvarnarefni eftir veturinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um breytingu á fjárhagsáætlun, kr. 450.000 tilfærslu af málaflokki 10 og yfir á málaflokk 08. Ekki er þörf á ráðstöfun á móti. Viðauki 6/2017.

5.Frá Karlakór Dalvíkur; Beiðni um móttöku gesta vegna kóramóts

Málsnúmer 201703105Vakta málsnúmer

Á 816. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Friðriki Friðrikssyni fyrir hönd Karlakórs Dalvíkur, rafpóstur dagsettur þann 17. mars 2017, þar sem óskað er eftir að Dalvíkurbyggð taki á móti gestum kórsins í Bergi í tengslum við Heklumót 2017 sem verður haldið á Dalvík 22. apríl n.k. Einnig er óskað eftir að fulltrúi sveitarfélagsins haldi ræðu með kynningu á sveitarfélaginu. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við erindinu og felur upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðaráð í næstu viku tillögu að útfærslu. "



Með fundarboði fylgdi tillaga frá upplýsingafulltrúa að útfærslu.



Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu upplýsingafulltrúa að útfærslu og að tekið verði tilboði 2 frá Basalt. Kostnaði allt að kr. 447.000 vísað á lið 21500.

6.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2017 - tillaga að umsókn.

Málsnúmer 201702110Vakta málsnúmer

Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagi Íslands, dagsett þann 23. febrúar 2017, þar sem Dalvíkurbyggð er boðið að senda inn umsókn um stuðning við verkefni sem fellur undir reglur sjóðsins. Umsóknarfrestur er til aprílloka.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu um verkefni sem á að sækja um styrk fyrir. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga um að sótt verði um styrk vegna verkefnisins "Gönguleiðir í Dalvíkurbyggð". Verkefnið felst í að klára uppsetningu á skiltum á merktum gönguleiðum.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

7.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Beiðni um áframhaldandi þátttöku í flugklasanum Air 66N árin 2018-2019.

Málsnúmer 201703134Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, bréf dagsett þann 29. mars 2017, þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins með þátttöku í flugklasanum Air 66N til að fjármagna starf verkefnastjóra með framlagi sem nemur kr. 300 á hvern íbúa í árí í 2 ár, árin 2018-2019.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.

8.Frá Markaðsstofu Norðurlands; Skýrsla flugklasans Air 66N

Málsnúmer 201703135Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands, rafpóstur dagsettur þann 29. mars 2017, þar sem meðfylgjandi eru skýrslur um starf flugklasans Air 66N frá því í september 2016.
Lagt fram til kynningar.

9.Frá Brú lífeyrissjóði; Breyting á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum

Málsnúmer 201703138Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Brú lífeyrissjóði, dagsett þann 31. mars 2017, þar sem gerð er grein fyrir breytingum á A-deild Brúar lífeyrissjóðs vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, nr. 1/1997 með setningu laga nr. 127/2016. Breytingarnar taka gildi 1. júní n.k. Við vinnslu laganna var áætlað að heildarframlag launagreiðenda vegna A- deildar Brúar næmi um 36,5 ma.kr. og varúðarsjóðurinn 2,6 ma.kr. Hjá Brú lífeyrissjóði er unnið að undirbúningi á uppgjörum launagreiðanda á lífeyrisaukasjóði og varúðarsjóði. Til að vinna uppgjörið hefur sjóðurinn tekið saman gögn úr iðgjaldabókhaldi sjóðsins en auk sveitarfélagsins hafa fyrirtæki / stofnanir sem fram koma í meðfylgjandi skjali greitt í A-deild sjóðsins á árabilinu 1998-2016 og eru á ábyrgð sveitarfélagsins. Óskað er eftir svari eigi síðar en 30. apríl 2017.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari skýringum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á ofangreindum breytingum.

10.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsókn um rekstrarleyfi - Hríshöfði

Málsnúmer 201703086Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 17. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar vegna Hrísarhöfða, flokkur II. Umsækjandi er L&J ehf., kt. 660117-1990.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu umsagnir frá byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn.

11.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál

Málsnúmer 201703129Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 28. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði), 306. mál, eigi síðar en 18. apríl n.k.
Lagt fram til kynningar.

12.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál.

Málsnúmer 201703082Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 15. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál, eigi síðar en 29. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 176. mál.

Málsnúmer 201703139Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 30. mars 2017, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 176. mál, eigi síðar en 19. apríl n.k.
Lagt fram til kynningaar.

14.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; fundargerðir stjórnar nr. 847 og nr. 848

Málsnúmer 201702014Vakta málsnúmer

Teknar fyrir fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 847 og 848.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs