Umhverfisráð

289. fundur 05. apríl 2017 kl. 08:15 - 10:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 til kynningar og umsagnar

Málsnúmer 201703047Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 9. mars 2017 óskar Bjarki Jóhannesson fyrir hönd Akureyrarbæjar eftir umsögn um tillögu að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 ásamt fylgiskjölum.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við breytinguna en vill þó koma á framfæri áhyggjum sínum af fyrirhuguðum þrengingum á þjóðvegi 1 milli Strandgötu og Kaupvangsstrætis.

Samþykkt með fimm atkvæðum

2.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009- 2021 ? tillaga að breytingum

Málsnúmer 201703144Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 30.mars 2017 óskar Jón Ö Bendsen fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar eftir umsögn um verk- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlagða verk- og matslýsingu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

3.Fundur um þjóðlendur á Akureyri

Málsnúmer 201703021Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 3. mars 2017, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 1. júní n.k. kl.14:00 á Akureyri um málefni þjóðlendna.

Á 814. fundi byggðarráðs var erindinu vísað til umhverfisráðs.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Fundargerðir 2017

Málsnúmer 201703070Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 189. fundi HNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartöku í landi Ytra-Hvarfs.

Málsnúmer 201703142Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 30. mars 2017 óska eigendur að Ytra-Hvarfi eftir leyfi til malartöku samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna malartekju í landi Grundar, Svarfaðardal.

Málsnúmer 201703110Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 22. mars 2017 óskar Friðrik Þórarinsson bóndi á Grund eftir framkvæmdarleyfi til malartöku samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

7.Golfvöllur

Málsnúmer 201610012Vakta málsnúmer

Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

'Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 16:02. Á 289. fundi sveitarstjórnar þann 21. febrúar s.l. var samþykkt með 5 atkvæðum tillögu byggðaráðs um rafæna könnun. 'Að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í mars 2017 eftir annan fund sveitarstjórnar 2017, frá og með 1. mars til og með 15. mars 2017 og leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig: 'Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?' Svarmöguleikanir verði 'Já' eða 'Nei'. Um er að ræða rafræna könnun en ekki formlega kosningu skv. sveitarstjórnarlögum. Niðurstöður könnunarinnar eru því ekki bindandi fyrir deiliskipulagsvinnuna en höfð til hliðsjónar við deiliskipulagsvinnuna.' Niðurstaða úr ofangreindri könnun liggur fyrir og er eftirfarandi: 386 manns tóku þátt. 'Já' sögðu 99 eða 25,65%. 'Nei' sögðu 287 eða 74,35%

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til íþrótta- og æskulýðsráðs og umhverfisráðs til umfjöllunar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að beina því til umhverfisráðs að hlustað verði á raddir fólksins við vinnu við deiliskipulagið við fólkvanginn, þegar að því kemur, þar sem að vilji fólksins er skýr úr ofangreindri könnun. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum niðurstaðan verði kynnt á vefmiðlum sveitarfélagsins.'

Með tilliti til afgerandi niðurstöðu íbúakönnunar vegna deiliskipulags fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli leggur umhverfisráð Dalvíkurbyggðar til að ekki verði gert ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi fólkvangsins í Böggvisstaðarfjalli og leggur áherslu á að fólkvangurinn verði deiliskipulagður eins og gert er ráð fyrir í starfsáætlun 2017.

Samþykkt með fimm atkvæðum

8.Umsókn um lóð fyrir tjaldstæði á Hauganesi

Málsnúmer 201702103Vakta málsnúmer

Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

,,Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins.''



Með innsendur erindi dags. 22. febrúar 2017 óskar Elvar Reykjalín fyrir hönd Ektafisks ehf eftir lóð fyrir tjaldsvæði á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Gögn málsins voru send í grendarkynningu 22. febrúar og bárust þrjár ábendingar.

Umhverfisráð þakkar innsendar ábendingar sem fram komu eftir grenndarkynningu á verkefninu. Ráðið leggur til að svæðið fyrir húsabíla að norðan verði minnkað eins og fram kemur í tillögu ráðsins og einnig svæðið vestan við Aðalgötu 3.

Umhverfisráð samþykkir að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt breyttri afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Umsækjanda er bent á að ef deiliskipuleggja þurfi svæðið vegna starfseminnar beri hann allan kostnað af því.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

9.Umsókn um lóð fyrir seiðaeldi við Árskógssand

Málsnúmer 201611075Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 3. apríl 2017 óskar Guðmundur Valur Stefánsson fyrir hönd Laxós ehf eftir breyttri staðsetningu fyrir seiðaeldisstöð.



Tillaga 1. 17.830 m2 landfylling sunnan ferjubryggju. Tillaga 2. 6.750 m2 landfylling og lóð á skipulögðu iðnaðarsvæði við Öldugötu samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Einnig óskar Guðmundur Valur eftir heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar tekur jákvætt í fyrirhugaðar breytingartillögur á staðsetningu og gerir ekki athugasemd við að veita heimild til að leggja fram tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi svæðisins. Líkt og við gerð fyrri tillagna ber umsækjandi allan deiliskipulagskostnað.

Ráðið leggur áherslu á að íbúar svæðisins verði hafðir með í ráðum frá upphafi málsmeðferðar.

Samþykkt með fimm atkvæðum.







10.Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjósbyggingu

Málsnúmer 201703062Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 27. mars 2017 óskar Gunnar Guðmundsson fyrir hönd Göngustaða ehf eftir byggingarleyfi fyrir nýtt fjós að Göngustöðum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

11.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201703131Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 29.mars 2017 óskar Fanney Hauksdóttir eftir byggingarleyfi við Kirkjuveg 1-2 fyrir hönd Tréverk ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

12.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201703132Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 29.mars 2017 óskar Fanney Hauksdóttir eftir byggingarleyfi við Kirkjuveg 3-5 fyrir hönd Tréverk ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201703133Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 29.mars 2017 óskar Fanney Hauksdóttir eftir byggingarleyfi við Kirkjuveg 7-8 fyrir hönd Tréverk ehf.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi þegar skipulagið hefur fengið lögformlegt gildi.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson varaformaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs