Veitu- og hafnaráð

60. fundur 05. apríl 2017 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson vék af fundi kl. 9:25

1.Austurgarður, nýbygging og tilheyrandi

Málsnúmer 201611047Vakta málsnúmer

Siglingasvið Vegagerðar ríkisins hefur boðið út tvo verkþætti við gerð Austurgarðs, annars vegar innkaup á stálþili til niðurrekstrar og hins vegar verkþátt sem nefndur er Dalvík grjót og fyrirstöðugarður. Reiknað er með að síðara útboðið verði opnað miðvikudaginn 19. apríl með verklok 31. júlí en hið fyrra í maí með afhendingu efnis fyrir lok júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Siglingasviðinu hafa verktakar sýnt síðari verkþættinum töluverðan áhuga.

Einnig hefur verið sent til Umhverfisstofnunar erindi um leyfi til losunar á úrgangsefni í sjó.
Þegar tilboðin hafa verið opnuð verður nauðsynlegt að fara yfir fjárþörf verkefnisins og óska eftir viðauka í tíma svo hægt verði að ljúka þeim verkþáttum sem ljúka á á þessu ári.

2.Flotbryggjur í Dalvíkurhöfn.

Málsnúmer 201702116Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem barst 6. nóvember 2016 óskaði Arctic Sea Tours eftir aðstöðu við flotbryggju fyrir 13 metra langan og 3,2 m breiðan rib bát sem mun koma til Dalvíkur í apríl 2017. Einnig hefur komið fram í viðtölum við Frey Antonsson að til stendur að kaupa þriðja bátinn sem gerður verður út til hvalaskoðunar með vorinu.

Fyrir þessum fundi liggur tilboð frá KrÓla ehf um 20m flotbryggju til afhendingar í maí 2017. Heildarverð verður um kr. 10.000.000,- tilbúin til notkunar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagt tilboð frá KrÓla ehf og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum: Gerð göngustígs við Dalvíkurhöfn, lagfæringu á steyptum kanti, skvettmúr og uppsetningu á myndavélakerfi á Árskógssandi og einnig uppsetningu á myndavélakerfi á Hauganesi þessir verkþættir eru samtals að fjárhæð kr. 4.800.000,-. Einnig er óskað eftir fjárveitingu til sama verkefnis að fjárhæð kr. 5.200.000,-. Eins og að framangreinir er fjárþörf vegna flotbryggju kr. 10.000.000,-.

3.Sjónvarpsþættir um hafnir

Málsnúmer 201703030Vakta málsnúmer

Á Hafnasambandsþingi sem haldið var á Ísafirði 13.-14. október 2016 voru kynntar hugmyndir um hvernig megi kynna starfsemi hafna. Ein af þeim hugmyndum var að láta útbúa stutta sjónvarpsþætti um hafnir í samvinnu við Hringbraut og Athygli.

Ákveðið hefur verið að athuga hvort áhugi sé hjá aðildarhöfnum að taka þátt í slíku verkefni. Hafnasambandið mun þá láta útbúa einn yfirlitsþátt þar sem fjallað er almennt um starfsemi og umfang hafna. Síðan gætu aðildarhafnir verið með einn þátt fyrir sig eða nokkrar hafnir tekið sig saman um einn þátt.

Framleiðslukostnaður Hringbrautar er 400.000 kr.án vsk og svo er vinna Athygli við dagskrárgerð 120-140.000 kr. án vsk. Við þetta gæti bæst ferðakostnaður. Hver þáttur er um 26 mínútur og stefnt er að því að þættirnir verði teknir upp í sumar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að undirbúa þátttöku í verkefninu og felur sviðsstjóra að hafa samband við hagsmunaaðila og bjóða þeim að vera aðilar í því.

4.Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201611067Vakta málsnúmer

Á 55. fundi ráðsins var fjallað um „Farþegagjald, upplýsingaskylda aðila í ferðaþjónustu.“ Þar kom eftirfarandi fram:

„Umræður hafa verið innan veitu- og hafnaráðs hvernig upplýsingaskyldu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem nýta sér aðstöðu hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar er háttað.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að frá og með áramótum skal ferðaþjónustuaðilum sem greiða farþegagjald til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar gert skylt að senda rafpóst við brottför skips þar sem fram kemur skipsnúmer ásamt fjölda farþega um borð.“

Á 286. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 22.11.2016 var eftirfarandi fært til bókar: "Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

„Forsvarsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja í Dalvíkurbyggð hefur mótmælt samþykkt veitu- og hafnaráðs frá 9. nóvember sl. og telur að það fyrirkomulag sem lagt er til um upplýsingaskyldu sé illframkvæmanlegt þ.e. að senda inn tölur um farþegafjölda fyrir hverja ferð. Sveitarstjórn leggur til að veitu- og hafnaráð taki málið upp að nýju og leiti leiða til að koma á fyrirkomulagi sem jafnt hafnasjóður og ferðaþjónustuaðilar geta sætt sig við.“

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu sveitarstjóra."56. fundi veitu- og hafnaráðs sem haldinn var 7. desember 2016 undir 3. tl. var farþegagjaldið einnig til umræðu.

Á framangreindum fundi var eftirfarandi samþykkt. „Veitu- og hafnaráð samþykkir að formaður og sviðsstjóri boði hagsmunaaðila til fundar um ofangreint málefni og leggi fram tillögu að lausn málsins á næsta fund ráðsins.“

Sveitarstjóri og sviðsstjóri áttu fund með hagsmunaaðilum 27. mars. Á þeim fundi var til umræðu hvernig best væri staðið að málum með tilkynningu á farþegafjölda hvalaskoðunarfyrirtækja. Fundarmenn urðu ásáttir um að leggja það til við veitu- og hafnaráð að sendur verði rafpóstur, í síðasta lagi 5. dag hvers mánaðar, með farþegafjölda nýliðins mánaðar til yfirhafnavarðar.Veitu- og hafnaráð getur ekki samþykkt tillögu að fyrirkomulagi sem sett er fram eftir fund með hagsmunaaðilum þann 27. mars og samþykkir að óska eftir að þeir hagsmunaaðilar, sem um ræðir, mæti á næsta fund veitu- og hafnaráðs til umræðu um skráningu farþegafjölda.

5.Vatnssýni 2017

Málsnúmer 201703101Vakta málsnúmer

Á 816. fundi byggðarráðs, sem haldinn var 30. mars 2017, var til umræðu málefni vatnsveitu í Krossafjalli á Árskógsströnd. Niðurstaða þess fundar var að „Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum. Vísað til umfjöllunar í veitu- og hafnaráði í næstu viku. Áformað er að taka málið aftur fyrir í byggðaráði í næstu viku.“

Fyrir fundi veitu- og hafnaráðs liggur fyrir tillaga frá sviðsstjóra að koma fyrir tækjabúnaði sem á að tryggja gæði neysluvatns sem aflað er á vatnstökusvæði Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar í Krossafjalli. Þær tillögur sem fram eru lagðar hafa verið kynntar heilbrigðiseftirliti. Áætlaður kostnaður er um kr. 6.500.000,-.

Veitu- og hafnaráð samþykkir að farið verði að tillögu sviðsstjóra og leggur til við sveitarstjórn að frestað verði eftirfarandi framkvæmdum Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar sem voru á áætlun ársins: Bakkavarnir í Svarfaðardal, grjótvörn og breytingar á lagnakerfi v/Austurgarðs samtals að fjárhæð kr. 6.000.000,-, til að fjármagna verkefnið.

6.Skipulag í landi Snerru, Svarfaðardal

Málsnúmer 201701034Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 23. mars 2017 óskar sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs eftir umsögn veitustofnana Dalvíkurbyggðar fyrir 26. apríl 2016.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða deiliskipulagstillögu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Óskar Óskarsson Varaformaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs