Skipulag stjórnunar í Árskógarskóla

Málsnúmer 202002021

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 246. fundur - 12.02.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti tillögu á skipulagi stjórnunar í Árskógarskóla í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skólanna í Dalvíkurbyggð.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði til í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skóla að Friðrik Arnarson verði ráðinn ótímabundið sem skólastjóri Árskógarskóla auk skólastjórnunar Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð er sammála þeirri tillögu og telur að með því að hafa einn stjórnanda yfir báðum skólunum séu miklir möguleikar til samstarfs sem nýtist bæði nemendum og starfsfólki. Með þessu fyrirkomulagi fæst stöðugleiki í skólastarfið til framtíðar.
Þessu fyrirkomulagi er vísað til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 321. fundur - 18.02.2020

Á 246. fundi Fræðsluráðs þann 12. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti tillögu á skipulagi stjórnunar í Árskógarskóla í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skólanna í Dalvíkurbyggð.

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs lagði til í samráði við vinnuhóp um sérfræðiþjónustu skóla að Friðrik Arnarson verði ráðinn ótímabundið sem skólastjóri Árskógarskóla auk skólastjórnunar Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð er sammála þeirri tillögu og telur að með því að hafa einn stjórnanda yfir báðum skólunum séu miklir möguleikar til samstarfs sem nýtist bæði nemendum og starfsfólki. Með þessu fyrirkomulagi fæst stöðugleiki í skólastarfið til framtíðar.
Þessu fyrirkomulagi er vísað til staðfestingar í sveitastjórn Dalvíkurbyggðar."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu fræðsluráðs að ótímabundið verði einn skólastjóri yfir Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, eins og verið hefur í vetur.