Frá Eyþingi, beiðni um aukið framlag.

Málsnúmer 202002030

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 934. fundur - 13.02.2020

Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett 7. febrúar 2020, beiðni um viðbótarframlag til reksturs á árinu 2020 vegna sérstakra aðstæðna og er hlutur Dalvíkurbyggðar 926.063 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 926.063, viðauki nr. 6/2020. Viðaukinn kemur til hækkunar á framlögum til landshlutasamtaka, deild 21800-9145 og til lækkunar á handbæru fé þar sem ekki er svigrúm innan málaflokksins.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 321. fundur - 18.02.2020

Á 934. fundi Byggðaráðs þann 13. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett 7. febrúar 2020, beiðni um viðbótarframlag til reksturs á árinu 2020 vegna sérstakra aðstæðna og er hlutur Dalvíkurbyggðar 926.063 kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2020 að fjárhæð kr. 926.063, viðauki nr. 6/2020. Viðaukinn kemur til hækkunar á framlögum til landshlutasamtaka, deild 21800-9145 og til lækkunar á handbæru fé þar sem ekki er svigrúm innan málaflokksins.
Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.