Tónlistarhátíðin Bergmál

Málsnúmer 201509075

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 54. fundur - 28.10.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Hafdísi Vigfúsdóttur og Kristjáni Karli Bragasyni fyrir hönd tónlistarhátíðarinnar Bergmál. Þar kom fram að hátíðin verði ekki haldin í ár og óskað eftir því að fá að halda tveggja ára samning, en bíða í ár með að samningurinn taki gildi og styrki þannig fyrst Bergmál 2016 sem haldið verður dagana 1.-4. ágúst 2016 og að óbreyttu á sama tíma árið eftir eða dagana 7.-10. ágúst 2017.

Menningaráð samþykkir að Bergmál fái umsaminn styrk árið 2016, verði hátíði haldin en vísar að öðru leyti til umsóknar í styrktarsjóð Menningarráðs fyrir árið 2017 vegna hátíðarinnar það ár.