Fræðsluráð

287. fundur 08. nóvember 2023 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldra á Krílakoti, Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti og Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla.

1.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fer yfir stöðu mála á verkefninu.
Fræðsluráð, leggur til að stjórnendur á Krílakoti haldi áfram að vinna að girðingarmálum á skólalóð og sviðsstjóra falið að hefja vinnu við gerð útboðsgagna með tilliti til fjárhagsáætlunar 2024.
Grunnskólafólk kom inn á fund kl. 08:35

2.Gjaldfrjáls leikskóli

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Umræður um gjaldfrjálsan leikskóla
Lagt fram til kynningar, Fræðsluráð tekur málið fyrir á næsta fundi.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Díana Björk Friðriksdóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti og Dominique gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldar fóru af fundi kl. 09:15

3.Úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202310023Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir tilboð sem komu frá KPMG,RSH og Ásgarði, varðandi úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð, leggur til að gengið verði til samninga við Ásgarð að vinna úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð kostnaður bókist á lykil um sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

4.Kristnifræði kennsla í grunnskólum

Málsnúmer 202310120Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 26.10.2023.
Lagt fram til kynningar

5.Úthlutun úr Námsgagnasjóði

Málsnúmer 202311001Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fór yfir úthlutun úr Námsgagnasjóði fyrir grunnskóla.
Lagt fram til kynningar

6.Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á málinu.
Sviðsstjóra og skólastjóra Dalvíkurskóla, er falið að koma með tillögu að skipulagi, drög að samningi við pólska sendiráðið og hver kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins yrði fyrir næsta fund ráðsins.
Snæþór fór af fundi kl.10:20, vegna vanhæfis.

7.Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á málinu.
Fræðsluráð ákveður að boðið verði upp á morgunmat í Dalvíkurskóla gegn gjaldi í apríl og maí 2024 til prufu. Fræðsluráð vísar gjaldþátttöku sveitarfélagsins til umfjöllunar í Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum
Snæþór kom inn á fund kl. 10:32

8.Tímasetning á byrjun á skóladegi í grunnskóla

Málsnúmer 202311010Vakta málsnúmer

Tekin umræða um hvort möguleiki væri á að byrja skóladaginn seinna á morgnanna í grunnskólum Dalvíkurbyggðar ?
Fræðsluráð, leggur til að það verði gerð könnun hjá foreldrum og starfsfólki varðandi skólabyrjun í grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

9.Frístund

Málsnúmer 202211126Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla og Jolanta Krystyna Brandt, fara yfir niðurstöður úr vinnuhópi varðandi Frístund á Dalvík.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs