Fræðsluráð

286. fundur 11. október 2023 kl. 08:15 - 11:11 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fæðslu - og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sátu fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla. Dominique Gyða Sigrúnardóttir, fulltrúi foreldra á Krílakoti, Arna Arngrímsdóttir, fulltrúi starfsfólks á Krílakoti og Jóhanna Sólveig Hallgrímsdóttir, fulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla.

1.Leikskólalóð á Krílakoti

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir nýjustu upplýsingar varðandi vinnu við uppbyggingu á leikskólalóð á Krílakoti.
Fræðsluráð leggur til að hönnun á lóð verði samþykkt. Samráð var haft við starfsfólk,foreldra og íbúa, engar athugasemdir hafa borist.
Fræðsluráð leggur til við Byggðaráð Dalvíkurbyggðar, að tryggt verði fjármagn að upphæð 70.000.000 kr. á fjárhagsárinu 2024 til þess að fara í alla 5 áfangana á næsta ári.

2.Fjárhagslegt stöðumat 2023 (Málaflokkur 04)

Málsnúmer 202308010Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir fjárhagslegt stöðumat á málaflokki 04.
Máli frestað til næsta fundar.

3.Kynning á starfsemi Símeyjar

Málsnúmer 202310022Vakta málsnúmer

Sif j. Ástudóttir, Verkefnastjóri hjá Símey, kynnir starfssemi Símey í Dalvíkurbyggð.
Fræðsluráð þakkar Sif J. Ástudóttur, fyrir góða kynningu á starfsemi Símey á Dalvík.

4.Úttekt á stöðugildum í leik - og grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202310023Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - menningarsviðs, upplýsti um stöðu á málinu.
Máli frestað til næsta fundar.

5.Íslenska æskulýðsrannsóknin. Niðurstöður grunnskólakönnunar.

Málsnúmer 202309109Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir helstu niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsóknini, sem tekin var í febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.
Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Ágústa Kristín Bjarnadóttir og Arna Arngrímsdóttir fóru af fundi kl. 09:35

6.Grunur um slæm loftgæði í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202309081Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Davíð Þór Friðjónssyni dags. 18.09. 2023
Málið var strax sett í vinnuferli hjá Eflu, þar sem að loftgæði verða skoðuð í tilgreindri kennslustofu og jafnframt verða önnur kennslurými skoðuð.
Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Helga Lind Sigmundsdóttir fóru af fundi kl. 10:00

7.Heimsóknir fræðsluráðs í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201810023Vakta málsnúmer

Fræðsluráð fer í heimsókn í Árskógarskóla.
Fræðsluráð, þakkar Helgu Lind, deildarstjóra í Árskógarskóla, fyrir móttökuna.

Fundi slitið - kl. 11:11.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Már Kristinsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fæðslu - og menningarsviðs