Byggðaráð

1055. fundur 19. janúar 2023 kl. 13:15 - 16:49 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Vinnuhópur um brunamál; Slökkvistöð

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs,og Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri, kl. 13:20.

Á 1034. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst 2022 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dagsett þann 6. júlí 2022, þar sem óskað er eftir fyrir hönd vinnuhópsins um brunamál að byggðaráð taki til umræðu erindisbréf vinnuhópsins og skipan í hann sem og tillögu vinnuhópsins um að sama fjárhæð og var áætluð í slökkviliðsbíl, að upphæð 80 m.kr., yrði sett í fjárfestingaáætlun 2022 vegna uppbyggingar á húsnæði slökkviliðsins. Meðfylgjandi eru drög að uppfærðu erindisbréfi og bréf frá Vinnueftirlitinu, dagsett þann 8. nóvember 2021, þar sem fram kemur að tímafrestur til að senda inn tilkynningu um úrbætur er framlengdur til 2.11.2022. Vilhelm Anton vék af fundi kl.14:25.Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sveitartjóri taki sæti í vinnuhópnum í stað fyrrverandi sveitarstjóra. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela vinnuhópnum að koma með tillögu er varðar húsnæðismál Slökkviliðs Dalvíkur til fjárhagsáætlunargerðar."

Í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023-2026 er gert ráð fyrir fjárheimildum vegna húsnæðismála Slökkviliðs Dalvíkur.
Vinnuhópurinn kom saman í morgun og gerðu sviðsstjóri, slökkviliðsstjóri og sveitarstjóri grein fyrir fundinum.

Einnig fylgir fundarboði byggðaráðs:
a)Minnisblað dagsett þann 20. september sl. þar sem sveitarstjóri gerir grein fyrir fundi sínum með forstjóra HSN varðandi hugmyndir um að Slökkviliðið myndi hafa makaskipti við Fasteignir ríkisins og þar með vera í sama húsnæði og sjúkrabílar HSN. Byggt yrði við húsið og öll aðstaða tekin í gegn.
b)Minnisblað dagsett þann 14. desember sl., um fund vinnuhópsins.
c)Rafpóstur sveitarstjóra til forstjóra HSN, dagsettur þann 10. janúar 2023.


Vilhelm Anton vék af fundi kl. 13:41
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulags- og byggingafulltrúamál Sviðsmyndir 2022

Málsnúmer 202210045Vakta málsnúmer

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var áfram til umfjöllunar starfsmannamál á Framkvæmdasviði; starf skipulagsfulltrúa/verkefnistjóri

Á fundinum kynnti sviðsstjóri framkvæmdasviðs eftirfarandi gögn:
Minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs móttekið 19.01.2023
Starfslýsing deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar.
Starfslýsing verkefnastjóra / tæknifulltrúa



Bjarni Daníel vék af fundi kl. 14:06.
Byggðaráð vísar ofangreindu til umfjöllunar í starfs- og kjaranefnd.

3.Frá Samorku; Stefnumótunardagur

Málsnúmer 202301068Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samorku, dagsettur þann 09. janúar 2023, þar sem fram kemur að stefnumótunardagur Samorku verður haldinn 17. febrúar nk. á Fosshóteli í Reykjavík. Aðildarfélögum er boðið að taka þátt í stefnumótuninni og móta þannig starf samtakanna næstu misserin. Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverju aðildarfyrirtæki.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Frey Antonssyni og Felix Rafni Felixsyni að sækja stefnumótunardag Samorku.

4.Frá Innviðaráðuneytinu; Þjónustustefna

Málsnúmer 202203020Vakta málsnúmer

Tekinn er fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 13. janúar sl., þar sem vakin er athygli á og vísað í meðfylgjandi tölvupóst til allra sveitarfélaga, dags. 15. nóvember sl., en að beiðni innviðaráðuneytisins vinnur Byggðastofnun að gerð leiðbeininga og fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að sveitarstjórn skuli móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum.

Af óviðráðanlegum orsökum hefur orðið töf á verkefninu en nú er ljóst að leiðbeiningar og fyrirmynd muni liggja fyrir í vor sem sveitarfélög geta nýtt sér til að móta stefnu fyrir næsta ár.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra;Uumsagnarbeiðni þorrablót Árskógar

Málsnúmer 202301063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 11. janúar 2023, þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi fyrir þorrablót haldið í félagsheimilinu Árskógi 4. febrúar nk.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir um að umbeðið leyfi verði veitt með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra.

6.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Geymsluhúsnæðið Hreiður og nýr samningur.

Málsnúmer 202301041Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Óskar Óskarson formaður Skíðafélags Dalvíkur, Björk Hólm Þorsteinsdóttir og Hanna Kristín Gunnarsdóttir, kl. 15:00.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komu á fundinn kl. 15:25.

a)Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 9. janúar sl., þar sem fram kemur að fyrir liggur hvernig sem allt fer varðandi nýtt aðstöðuhús á skíðasvæðinu þá mun Hreiður að öllum líkindum sinna sínu hlutverki fyrir Skíðafélag Dalvíkur einhver ár í viðbót. Fram kemur að þörf er að fara í kostnaðarsamar lagfæringar á húsinu til að það uppfylli kröfur um hollustuhætti og jafnvel aðlaga húsið að stærð á nýjum troðara ef hann kæmi á undan nýju húsi. Stjórn félagsins óskar eftir að Dalvíkurbyggð setji fjármagn í lagfæringar, sem gert er grein fyrir í erindnu, sem fyrst til að uppfylla kröfur um mengunarvarnir og hollustuhætti á vinnustað. Ásamt breytingum á húsnæðinu fyrir nýjan troðara, þá er gróflegar áætlaður kostnaður vegna ofangreinds a.m.k. 20 m.kr.

b) Í ofangreindu erindi kemur einnig fram að stjórn félagsins óskar eftir viðræðum um nýjan samning sem fyrst. Samningurinn rennur út um næstu áramót.

Formaður Skíðafélagsins fór yfir teikningar af nýju troðarahúsi.
Upplýst var á fundinum að í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2023 eru kr. 600.000 vegna viðhalds á Hreiðri.

Björk Hólm vék af fundi kl. 15:53.

Óskar og Hanna Kristín viku af fundi kl. 16:16.

Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 16:25.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til umfjöllunar. Byggðaráð óskar eftir að íþrótta- og æskulýðsráð taki til skoðunar lágmarksviðhald á Hreiðrið árið 2023 á grundvelli erindis Skíðafélagsins og leggi fram tillögu til byggðaráðs.

Fundi slitið - kl. 16:49.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs