Umhverfisráð

362. fundur 17. september 2021 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Öryggismál við Sjávargötu og Norðurgarð

Málsnúmer 202010016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jóhanni Sævarssyni, öryggisstjóra Samherja, þar sem óskað er eftir úrbótum á öryggi á göngu- og hjólaleið fyrir starfsfólk fyrirtækisins við Sjávargötu.
Umhverfisráð hefur áður tekið erindið fyrir og mat það þá í samvinnu við veitu- og hafnaráð að ekki þyrfti að aðhafast að sinni vegna breytinga á tilhögun löndunar.
Í ljósi ábendinga frá öryggisstjóra Samherja felur umhverfisráð skipulags- og tæknifulltrúa að leggja könnun fyrir starfsfólk fyrirtækja við Sjávarbraut og Ránarbraut um ferðavenjur til og frá vinnu. Í kjölfarið verður unnið úr þeim gögnum og lagðar fram tillögur að úrbótum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Farið yfir nýjustu drög að deiliskipulagi Þjóðvegarins sem unnið er af Eflu í samvinnu við Vegagerðina.
Umhverfisráð fór yfir framlögð drög að deiliskipulagi og tók saman sínar athugasemdir og tillögur að breytingum. Skipulags- og tæknifulltrúa er falið að koma athugasemdunum á framfæri við skipulagsráðgjafa.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Endurskoðun á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020

Málsnúmer 201806118Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar en stefnt er að því að ljúka þeirri vinnu á vordögum.
Umhverfisráð fór yfir valkostagreiningu fyrir iðnaðar- og athafnasvæði í sveitarfélaginu. Skipulags- og tæknifulltrúa falið að klára þá vinnu fyrir næsta skipulagsfund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Farið yfir drög að helstu framkvæmdum 2022-2024.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi