Landbúnaðarráð

141. fundur 23. september 2021 kl. 09:00 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá
Hildur Birna Jónsdóttir og Freyr Antonsson sáu sér ekki fært að mæta á fundinn og varamenn þeirra ekki heldur.

1.Fjárhagsáætlun 2022; Girðing Hrafnsstaðakot Ytra-Holt. endurnýjun

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Björk Stefánsdóttur, dagsett 21. júní 2021, þar sem hún óskar eftir að endurnýjun á landamerkjagirðingu Ytra-Holts og Hrafnsstaðakots verði sett á fjárhagsáætlun ársins 2022.
Forgangsröðun á viðhaldi girðinga verður ekki ljós fyrr en á næsta ári og því getur ráðið ekki tekið afstöðu til erindisins að þessu sinni.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

2.Fjallgirðingarmál 2021

Málsnúmer 202102062Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á fjallgirðingum í sveitarfélaginu.

3.Endurskoðun á samþykktum og gjaldskrám landbúnaðarráðs

Málsnúmer 202106080Vakta málsnúmer

Farið yfir tillögur að endurskoðuðum gjaldskrám og samþykktum á sviði landbúnaðarráðs.
Landbúnaðarráð leggur til að gjaldskrá og reglur fyrir refa- og minkaveiði verði uppfærð samkvæmt umræðum á fundinum en samþykkir framlögð gögn að öðru leiti.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202108009Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2022.
Landbúnaðarráð leggur til að haldið verði áfram við endurnýjun girðinga í landi sveitarfélagsins og líka að auknum fjármunum verði veitt til refa- og minkaeyðingar á næsta ári.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Ingunn Magnúsdóttir varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir skipulags- og tæknifulltrúi