Málsnúmer 202107075Vakta málsnúmer
Með tölvupósti dagsettum 20. júlí 2021 óskar Ragnheiður Lára Weisshappel eftir því að fá tún umhverfis hús sitt í Árgerði til umráða á móti því að hugsa um svæðið, slá og halda snyrtilegu. Meðfylgjandi er uppdráttur af umræddu túni.
Umhverfisráð tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 13. ágúst sl. og fól skipulags- og tæknifulltrúa að ganga frá samningi við eigendur Árgerðis um leigu á landi sveitarfélagsins í kring um Árgerði og koma með fyrir næsta fund ráðsins.