Íþrótta- og æskulýðsráð

132. fundur 28. september 2021 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll með stuttum fyrirvara og mætti enginn í hennar stað. Jóhann Már sá um fundarstjórn á fundinum.

1.Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsráðs 2022

Málsnúmer 202109026Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 lögð fram til kynningar. Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugasemdir við áætlunina og staðfestir með 4 atkvæðum.
Starfsáætlun fyrir málaflokk 06 lögð fram. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir starfsáætlun fyrir fjárhagsárið 2022 með 4 atkvæðum.

2.Fjárhagsáætlun 2022; beiðni um fjárfestingastyrki

Málsnúmer 202106117Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni Golfklúbbsins Hamars vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025.

3.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 202106114Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni frá Hestamannafélaginu Hring vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025.

4.Fjárhagsáætlun 2022; beiðni um fjárfestingarstyrk

Málsnúmer 202109122Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni Skíðafélags Dalvíkur vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025.

5.Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Byggðaráð vísaði minnisblaði íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði og að íþrótta- og æskulýðsráð komi með tillögu til byggðaráðs hvernig á að bregðast við fyrirliggjandi óskum og hugmyndum íþróttafélaganna.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að félögin verði styrkt um eftirfarandi upphæð vegna stöðu þeirra vegna fjárhagstaps í ljósi takmarkana sóttvarnaryfirvalda.

- Skíðafélag Dalvíkur fái þær 5.000.000 sem félagið fékk fyrirfram á síðasta ári til að brúa bil. Ljóst er að bilið hvorki minnkaði né stækkaði sl. ár og því stendur þessi upphæð eftir.

- Sundfélagið Rán fái styrk á móti leigu að upphæð 391.400.- þar sem sundlaugin var lokuð að hluta vegna sóttvarnartakmarkana sem og vegna framvæmda árið 2021. Einnig náði félagið ekki að halda árlegar fjáraflanir.

- Barna- og unglingaráð UMFS: 600.000. Félagið hefur sýnt ráðdeild og passað upp á fjármagn, en fjáröflun verið erfið undanfarið ár.

6.Gjaldskrár íþrótta- og æskulýðsmál 2022

Málsnúmer 202109111Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að gjaldskrá fyrir málaflokk 06. Gert er ráð fyrir 2,4% hækkun í grunninn. Gjaldskráin sammþykkt með 4 greiddum atkvæðum, með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum.

7.Hvatagreiðslur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202109109Vakta málsnúmer

Ákveðið var eftir vorfund íþrótta- og æskulýðsráðs að taka til umræðu hvort gera á breytingar á fyrirkomulagi hvatagreiðslna Dalvíkurbyggðar.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að styrkhæfur aldur lækki úr 6 árum í 4 ár. Búið er að gera ráð fyrir því í tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi