Íþrótta- og æskulýðsráð

121. fundur 09. júní 2020 kl. 08:15 - 09:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðsóknartölur íþróttamiðstöð 2019

Málsnúmer 202005022Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar aðsóknartölur íþróttamiðstöðvar fyrir árið 2019 og 2018 til samanburðar. Gestir íþróttamiðstöðvar voru um 18.000 árið 2019 en um 19.000 árið 2018. Helsta breyting á milli ára er stakt gjald í sund, en þar munar um fjölda gesta á fiskdiaginn mikla á milli ára.

2.Reglur á sparkvelli við Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202004139Vakta málsnúmer

Endurnýja þarf skilti með reglum á sparkvelli þar sem skiltin eru illa farin. Mikilvægt er að yfirfara reglurnar áður en prentun fer fram.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir drögin með smávægilegum breytingum.

3.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2020

Málsnúmer 202001116Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að halda fund með öllum íþróttafélögunum í Dalvíkurbyggð þriðjudaginn 1. september kl. 16:30.

4.Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu íþróttafélaga í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að óska eftir upplýsingum frá félögum um stöðuna fyrir sameiginlegan fund 1. september 2020.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi