Atvinnumála- og kynningarráð

52. fundur 07. apríl 2020 kl. 08:15 - 09:23 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.
Dagskrá
Snæþór Arnþórsson, aðalmaður, boðaði forföll og Katrín Sif Ingvarsdóttir, varamaður, sat fundinn í hans stað.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn.

1.Sóknaráætlun Norðurlands Eystra 2020-2024

Málsnúmer 201911112Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi sendi inn umsókn frá Dalvíkurbyggð um styrk í tengslum við hugmyndir um samstarfsverkefni atvinnumála- og kynningaráðs og umhverfisráðs á sviði umhverfismála. Engin úthlutun fékkst í það verkefni úr sóknaráætlun að þessu sinni.

Einnig til kynningar fundargerð 6. fundar stjórnar SSNE frá 21. febrúar 2020 en á þeim fundi var úthlutað 42,3 miljónum króna í áhersluverkefni á Norðurlandi eystra 2020.
Lagt fram til kynningar.

2.Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003001Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála í tengslum við verkefnið "Draumabláir páskar í Dalvíkurbyggð" en eins og gefur að skilja verður ekkert af því verkefni í ár. Ljóst er að Covid 19 hefur mikil áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki í Dalvíkurbyggð eins og annars staðar og skapar erfiðleika í rekstri.

Nú er í gangi hugmyndavinna um hvernig hægt er að nýta hugmyndina áfram. Unnið er að því að yfirfæra hugmyndina yfir í "Draumabláir dagar í Dalvíkurbyggð", herferð sem hægt er að nýta allan ársins hring.
Lagt fram til kynningar.

3.Nýsköpunar- og þróunarsjóður

Málsnúmer 202003002Vakta málsnúmer

Opnað var fyrir umsóknir í Nýsköpunar- og þróunarsjóð Dalvíkurbyggðar þann 16. mars sl. Umsóknarfrestur er til 16. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

Næsti fundur ráðsins er fyrirhugaður miðvikudaginn 6. maí og þá verður farið yfir þær umsóknir sem borist hafa.

4.Upplýsingar vegna kórónuveirufaraldurs.

Málsnúmer 202003086Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um verkefni sem sett hefur verið af stað til að huga að atvinnulífinu í Dalvíkurbyggð á tímum kórónuveirufaraldursins en á 323. fundi sveitarstjórnar þann 31. mars 2020 var eftirfarandi samþykkt:
"Starf þjónustu- og upplýsingafulltrúa verði tímabundið skilgreint með aukna áherslu á stuðning við atvinnulíf sem og markaðssetningu á sveitarfélaginu upp úr öldudalnum."

Farið yfir stöðu mála. Mikil umræða um möguleika á sameiginlegri markaðssetningu fyrirtækja í ferðaþjónustu og annarri þjónustu í sveitarfélaginu. Einnig um möguleikana á að nýta verkefnið "Draumabláir dagar í Dalvíkurbyggð" til sameiginlegrar viðspyrnu í sveitarfélaginu eftir Covid-19.
Atvinnumála- og kynningarráð fagnar því að starf þjónustu- og upplýsingafulltrúa verði tímabundið skilgreint með aukna áherslu á stuðning við atvinnulíf og markaðssetningu á sveitarfélaginu.

5.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála í tengslum við umsókn Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta.

Enn hefur ekki verið tekin afstaða í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu til sérreglna Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202003174Vakta málsnúmer

Með fundarboðinu fylgdi skýrsla Flugklasans Air 66N frá 12. október 2019 - 31. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð fagnar því að stjórnvöld hafa ákveðið að fjármagna uppbyggingu flugstöðvar og flughlaðs á Akureyri. Þetta mun hafa mjög mikil og góð áhrif á atvinnulíf og ferðaþjónustu á svæðinu.

7.Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 2019-2020

Málsnúmer 201912025Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá Markaðsstofu Norðurlands frá 5. febrúar, 16. og 18. mars.
Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð stefnir á að fá fulltrúa Markaðsstofunnar og Flugklasans Air 66N á fund ráðsins í vor.

Fundi slitið - kl. 09:23.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri.