Atvinnumála- og kynningarráð

50. fundur 15. janúar 2020 kl. 08:15 - 10:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri sat fundinn

1.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dagsett 30. desember 2019, úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019 til 2020.
Í hlut Dalvíkurbyggðar falla alls 310 þorskígildislestir og skiptast sem hér segir:
Árskógssandur 225 þorskígildislestir
Dalvík 70 þorskígildislestir
Hauganes 15 þorskígildislestir.

Tillögur um sérstök skilyrði sveitarstjórnar varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal skila til ráðuneytisins eigi síðar en 27. janúar 2020.

Til umræðu tillaga að sérreglum Dalvíkurbyggðar varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020.
Unnið með drög að sérreglum Dalvíkurbyggðar varðandi úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2019/2020. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir sérreglurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til byggðaráðs til yfirferðar.

2.Áhersluverkefni Eyþings 2020

Málsnúmer 202001004Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi dagsettur 20. desember 2019, þar sem auglýst er eftir hugmyndum að áhersluverkefnum 2020.

Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála.
Áhersluverkefnin skulu samþykkt af stjórn Eyþings og þurfa að hljóta staðfestingu stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.

Hægt er að skila inn hugmyndum til Eyþings til 31. janúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að skoða hugmyndir fundarins að umsókn í samráði við sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs.

3.Fundargerðir AFE 2019

Málsnúmer 201904003Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 241. fundargerð stjórnar AFE frá 13. desember 2019.

Umræður sköpuðust um 1. lið fundargerðar um raforkuflutninga og óveðrið vegna áhrifa langvarandi raforkuleysis á atvinnulífið. Ljóst er að tjón sumra fyrirtækja í Dalvíkurbyggð er mikið.

Á fundinum var einnig kynnt bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps eftir óveðrið í desember. Málin rædd.



Lagt fram til kynningar.

Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun stjórnar AFE í fyrsta lið fundargerðarinnar vegna óveðursins sem gekk yfir í desember:

Stjórn AFE lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum og harmar að opinberir innviðir samfélagsins hafi brugðist í því veðuráhlaupi
sem nú gekk yfir. Þessi staða ætti ekki að koma á óvart, í yfir áratug hefur verið bent á nauðsyn þess að styrkja flutningskerfi raforku. Öryggi íbúa, hvar svo
sem þeir búa, þarf að vera forgangsmál þjóðarinnar. Ótryggt raforkukerfi og innviðir skapa aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar í nútíma samfélagi.

Einnig tekur atvinnumála- og kynningarráð undir bókun sveitarstjórnar Grýtubakkahrepps frá 6. janúar sl.:

Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að flytja höfuðstöðvar Rarik inn á starfssvæði Rarik, t.d. á Norðurland, enda er það í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda að flytja opinber störf út á land.

4.Kortlagning og gagnasöfnun v-iðnaðarlóða

Málsnúmer 201905088Vakta málsnúmer

Á árinu 2019 vann Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar að samantekt á iðnaðarlóðum á starfssvæði Eyþings m.a. vegna fyrirspurna um lóðir fyrir gagnaver.

Nú liggur fyrir lokaskýrsla AFE um gagnaver á starfssvæði AFE og í henni samantekt á iðnaðarlóðum á svæðinu. Skýrslan fylgdi með fundarboði til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagslegt stöðumat 2020

Málsnúmer 202001043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fjárhagslegt stöðumat síðasta árs fyrir deild 21500, Risna, móttökur og kynningarmál.
Einnig kynnt fyrir ráðinu lokaskjal fjárhagsáætlunar á deild 21500 fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Atvinnulífskönnun 2019

Málsnúmer 201909136Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu á vinnu við skýrslu upp úr niðurstöðum úr könnuninni.

Reiknað er með að lokaskýrsla verði klár um mánaðarmótin febrúar/mars.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir Þjónustu- og upplýsingafulltrúi