Atvinnumála- og kynningarráð

54. fundur 05. júní 2020 kl. 08:15 - 10:25 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Á 945. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:

"Í janúar samþykkti sveitarstjórn sérreglur Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020.

Þann 20. maí auglýsti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfestingu reglna sveitarfélagsins eingöngu að hluta.

Dalvíkurbyggð hefur gert athugasemdir við að skipti í gegnum fiskmarkað skulu ekki leyfð í sérreglum Dalvíkurbyggðar, þar sem að í öðrum reglum í sömu auglýsingu IV eru landanir á fiskmarkað viðurkenndar sem löndun til vinnslu. Einnig gerir sveitarfélagið athugasemdir við að sérreglurnar séu auglýstar breyttar 4 mánuðum eftir að þær hljóta samþykki í sveitarstjórn og einungis 3 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu.

Farið yfir málin og stöðu sveitarfélagsins hvað varðar sérreglur um byggðakvóta.

Byggðaráð vísar áframhaldandi umræðu til atvinnumála- og kynningarráðs."

Farið yfir stöðu mála en þjónustu- og upplýsingafulltrúi sendi inn erindi til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis vegna úrvinnslu ráðuneytisins á sérreglum Dalvíkurbyggðar. Verið er að vinna í erindinu en ljóst var að ekki næðist að klára það áður en umsóknarfrestur rann út þann 4. júní.

Undir þessum lið kom á fundinn kl. 08:30, Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri.
Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum eftirfarandi viðauka við áður sendar tillögur að úthlutunarreglum:

Í ljósi þess að aðeins helmingur þeirra sérreglna sem Dalvíkurbyggð sendi frá sér í janúar voru samþykktar óskar sveitarfélagið eftir því að fá að falla frá löndunar- og vinnsluskyldu vegna byggðakvóta 2019/2020.

Til vara vísar sveitarfélagið í nýgerða breytingu á reglugerð nr. 676/2019, vegna breytinga/stöðvunar á vinnslu vegna Covid-19. Í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar Covid með lokun leiða og sölu, er fallið frá löndunar-/vinnsluskyldu í Dalvíkurbyggð vegna byggðakvóta 2019/2020.

Atvinnumála- og kynningaráð boðar til fundar, föstudaginn 19. júní kl. 9.00, með hagsmunaaðilum í sveitarfélaginu vegna sérreglna byggðakvóta næsta fiskveiðiárs.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, vék af fundi kl. 08:50.

2.Átak í merkingu gönguleiða

Málsnúmer 202004070Vakta málsnúmer

Á 942. fundi byggðaráðs þann 30. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kom inn á fundinn kl. 14:10.

Tekið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 15. apríl 2020 þar sem Markaðsstofan vill koma á framfæri hugmynd um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.
Átakið hefur tvíþættan tilgang. Annars vegar að styrkja innviði ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og hins vegar til að vekja athygli á þeim fjölda gönguleiða sem eru í boði á Norðurlandi.

Óskað er eftir því að sveitarfélög staðfesti þátttöku í verkefninu fyrir 30. apríl næstkomandi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða þátttöku í verkefni Markaðsstofunnar um átak í merkingu gönguleiða á Norðurlandi.

Byggðaráð felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að fylgja málinu eftir í samráði atvinnumála- og kynningarráðs og við Ferðafélag Svarfdæla."

Félagar úr ferðafélagi Svarfdæla voru boðaðir á fund ráðsins. Mætt frá félaginu, Dóróþea Reimarsdóttir og Kristján Hjartarson sem komu inn á fundinn kl. 09:00.
Málin varðandi merkingar þeirra leiða sem til eru nú þegar og möguleikar á nýrri gönguleið ræddir.
Atvinnumála- og kynningaráð þakkar fulltrúum ferðafélagsins fyrir góðan og upplýsandi fund og leggur til að Ferðafélag Svarfdæla komi árlega inn á fund ráðsins í apríl.

3.Frávikagreining jan-mars 2020

Málsnúmer 202005137Vakta málsnúmer

Fulltrúar frá Ferðafélagi Svarfdæla véku af fundi kl. 10.00.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir frávikagreiningu á auglýsinga- og kynningamálalykli 21500
Lagt fram til kynningar

4.Áfangastaðaáætlanir

Málsnúmer 201901086Vakta málsnúmer

Árið 2018 var gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, þar sem gert var stöðumat á ferðaþjónustu á Norðurlandi og forgangsröðun verkefna til næstu þriggja ára.

Nú er hinsvegar kominn tími á að uppfæra viðkomandi lista.

Farið yfir tölvupóst frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem leitað er eftir að fá nýjan lista frá Dalvíkurbyggð sem er topp fimm listi yfir mikilvægustu uppbyggingarverkefni á svæðinu til næstu 2 ára.

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kynnti minnisblað með lista yfir hugmyndir að Topp 5 lista frá Dalvíkurbyggð.
Á honum eru:

Bílastæði/Áningarstaður við upphaf gönguleiðar upp að Skeiðsvatni
Göngubrú í Friðlandi Svarfdæla
Útsýnispallur fyrir Miðnætursól og Norðurljós í Múla
Þórslundur, skógrækt til heiðurs Varðskipinu Þór til að kolefnisjafna veru þess í Dalvíkurbyggð í desember.
Upplýsingaskilti/Áningastaður við veg um minnisvarða um Látra-Björgu í Stærri-Árskógi.
Farið yfir tímaáætlanir og kostnaðarliði en um forgangsröðun mögulegra verkefna til næstu þriggja ára er að ræða.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að vinna verkefnið áfram og senda listann frá Dalvíkurbyggð til Markaðsstofu Norðurlands.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa einnig falið að vinna áfram hugmyndir þessu tengdu frá Ferðafélagi Svarfdæla.

5.Fundargerðir SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra lagðar fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 2019-2020

Málsnúmer 201912025Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá maí mánuði lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

7.Aðalfundarboð AFE 2020

Málsnúmer 202004091Vakta málsnúmer

Aðalfundur AFE var haldinn þann 20. maí sl.
Fundargerð og skýrsla stjórnar lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:25.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi