Byggðaráð

937. fundur 12. mars 2020 kl. 13:00 - 14:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202003011Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123Vakta málsnúmer

Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kom á fundinn kl. 13:06.

Með fundarboði fylgdi tillaga að erindisbréfi fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð. Samkvæmt erindisbréfinu skipar Dalvíkurbyggð fjóra fulltrúa, tvo fulltrúa kjörna af Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, tvo úr röðum fatlaðs fólks og jafn marga til vara.
Auglýst var eftir þátttakendum í notendaráðið án árangurs og er því niðurstaðan að félagsþjónustan tilnefnir eftirtalda einstaklinga úr röðum fatlaðs fólks til þátttöku í notendaráðinu:
Aðalmenn:
Andri Mar Flosason kt. 100696-3209
Sigrún Ósk Árnadóttir kt. 190698-3279

Til vara:
Hallgrímur Sambhu Stefánsson kt. 091296-2849
Jana Sól Ísleifsdóttir kt. 101001-4580

Einnig eru tilnefndir fulltrúar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar í notendaráðið:
Lilja Guðnadóttir kt. 200668-3759
Magni Þór Óskarsson kt. 110687-2739

Eyrún vék af fundi kl. 13:12.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsþjónustunnar að einstaklingum í notendaráð.

Byggðaráð vísar erindisbréfinu til umfjöllunar í félagsmálaráði.

3.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Á 933. fundi byggðaráðs þann 30. janúar 2020 fól byggðaráð sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með fyrir byggðaráð, viðauka vegna áhrifa samnings Dalvíkurbyggðar við Menningarhúsið Berg ses, um framkvæmdastjóra og rekstur,á fjárhagsáætlun 2020.

Með fundarboði fylgdi viðaukabeiðni við laun starfsmanna safna vegna skipulagsbreytinga samkvæmt samkomulagi Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Berg. Til að mæta auknum launakostnaði verði fjármunum skv. 4. lið 3. gr. styrktarsamnings Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Berg ses. ráðstafað í þessa breytingu. Þannig lækkar 05610-9145, rekstrarstyrkir til félagasamtaka, um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deildum 05210 og 05310 um sömu upphæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á deild 05610-9145 um 3.013.470 kr. Á móti hækka launaliðir í deild 05210 um 945.186 krónur og í deild 05310 um 2.068.284 krónur. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Húsnæðisáætlun fyrir Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201901037Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti á fundinn kl. 13:18.

Íris kynnti drög að uppfærðri Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árin 2020-2028.
Farið yfir málefnaflokka áætlunarinnar.

Íris vék af fundi kl. 13:45.
Byggðaráð vísar fullgerðri áætlun til samþykktar í sveitarstjórn.

5.Frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; fjárfestingar 2019

Málsnúmer 201903093Vakta málsnúmer

Á 935. fundi byggðaráðs þann 27. febrúar 2020 fól byggðaráð aðalbókara ásamt sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs og veitu- og hafnasviðs að taka saman yfirlit um fjárfestingar árið 2019, að beiðni Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og leggja fyrir byggðaráð.

Með fundarboði fylgdi samantekt frá aðalbókara á fjárfestingum og framkvæmdum ársins ásamt skýringum. Farið yfir á fundinum.
Byggðaráð vísar samantektinni til umfjöllunar í sveitarstjórn.

6.Fjárhagslegt stöðumat 2020

Málsnúmer 202001043Vakta málsnúmer

Tekið fyrir fjárhagslegt stöðumat m.v. 29.02.2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Ráðstefna um úrgangsmál á norðurlandi.

Málsnúmer 202003039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, kynning á ráðstefnu sem haldin verður 1. apríl 2020 kl 13-16.30 á Hótel KEA á Akureyri.
Ráðstefnan er um úrgangsmál í breiðum skilningi og er lokahnykkurinn á störfum starfshóps Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra sem hafði til skoðunar framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.
Í vinnu hópsins var fjallað um úrgangsmál svæðisins og m.a. greindir úrgangsstraumar og tækifæri til að ná auknum árangri og hagræðingu í þessum viðamikla málaflokki. Á ráðstefnunni verða haldin fjölmörg áhugaverð erindi, m.a. um niðurstöður greiningar á úrgangsmálum á Norðurlandi, útflutning á sorpi, afsetningu lífræns úrgangs, úrgangsstjórnun hjá fyrirtækjum, líforkuver, smartvæðingu sorps, hringrásarhagkerfið, sjónarhorn sveitarfélags og fyrirtækis sem hafa náð árangri í úrgangsmálum o. fl. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun opna ráðstefnuna.

Sveitarstjórnarmenn á starfssvæðum þessara tveggja landshlutasamtaka eru hvattir til að mæta og auka þekkingu sína á þessum mikilvæga og aðkallandi málaflokki.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 879. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:35.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri