Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020. Síðari umræða.

Málsnúmer 201605147

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 783. fundur - 15.07.2016

Lögð fram til staðfestingar auglýsing vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.

Byggðaráð - 786. fundur - 18.08.2016

a) Tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins.



Á fundinum var byrjað að fara yfir tillögu sviða að leiðum til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020.



b) Gjaldskrármál.



c) Forsendur.



d) Tímarammi.



Rætt um tímaramma vegna vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020 að teknu tilliti til a - c liða hér að ofan.



e) Annað er varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.



a) Frekari yfirferð frestað til næsta fundar.

b) Frestað til næsta fundar.

c) Frestað til næsta fundar.

d) Frestað til næsta fundar.

e) Frestað til næsta fundar.

Byggðaráð - 787. fundur - 22.08.2016

a) Tillögur sviða að leiðum til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020.



Farið yfir tillögur frá sviðum.



b) Gjaldskrármál.

c) Forsendur.

d) Tímarammi.

e) Annað er varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.
a) Lagt fram.

b) - e) frestað.

Byggðaráð - 788. fundur - 25.08.2016

a) Tillögur sviða að leiðum til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020; framhald á yfirferð frá fundum 18. ágúst og 22. ágúst.



Á fundum byggðráðs þann 18. ágúst og 22. ágúst s.l. var hafin yfirferð á tillögum sviðsstjóra vegna óska um að finna leiðir til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins. Á fundinum var haldið áfram að fara yfir tillögurnar.



b) Gjaldskrármál.



Rætt.



c) Forsendur.



Rætt.



d) Tímarammi.



Rætt.



e) Annað er varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.



Rætt.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 789. fundur - 01.09.2016

a) Tillögur sviða að leiðum til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020, framhald á yfirferð.



Á fundinum var haldið áfram að fara yfir tillögur frá fagsviðum sem er liður í því að undirbúa ákvörðun á fjárhagsramma 2017.



b) Gjaldskrármál.



Farið yfir samantekt á öllum gjaldskrám hjá sveitarfélaginu í tengslum við þau áform um að samræma gjaldskrár hvað varðar gildistíma og hvað varðar viðmið á vísitölum.



c) Forsendur.



Tekið fyrir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga rafpóstur dagsettur þann 30. ágúst 2016 er forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda fyrir árið 2017 og fjárhagsáætlun til þriggja ára.



d) Tímarammi



Á fundinum kynnti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs nýja tillögu að tímaramma fjárhagsáætlunar 2017.



e) Annað er varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar viðhaldsáætlun Eignasjóðs eins og hún liggur nú fyrir.
a) Lagt fram.

b) Lagt fram.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að forsendur Dalvíkurbyggðar með starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020 verði unnið á sambærilegan hátt og undanfarin ár, að teknu tilliti til þeirra leiðbeininga sem fram koma í forsenduskjali Sambandsins.

d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum uppfærðan tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

e) Lagt fram.

Byggðaráð - 790. fundur - 05.09.2016

Á fundinum var áframhaldandi yfirferð yfir tillögur frá sviðum og unnið að fjárhagsramma.
Lagt fram.

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

a) Haldið áfram yfirferð yfir tillögur og unnið að gerð fjárhagsramma; tillaga að fjárhagsramma 2017.



Á fundinum var haldið áfram yfirferð yfir tillögur frá fagsviðum og unnið að fjárhagsramma 2017. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti 1. drög að fjárhagsramma þar sem m.a. er búið að gera ráð fyrir breytingum vegna launaáætlunar 2017.



b) Gjaldskrármál.



Til umræðu við hvaða vísitölu á að miða við í gjaldskrármálum og við hvaða tímabil á að miða.



c) Forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2017-2020.



Til umræðu forsendur fjárhagsáætlunar 2017-2020 og þær sér ákvarðanir sem byggðaráð þarf að taka.



d) Annað er varðar fjárhagsáætlun 2017-2020.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að fjárhagsramma 2017 eins og þau liggja fyrir með áorðnum breytingum sem unnið var að á fundinum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra fjárhagsramma 2017 í samræmi við ofangreint.

b) Lagt fram.

c) Lagt fram.

d) Lagt fram.

Byggðaráð - 792. fundur - 15.09.2016

Heiða Hilmarsdóttir sat fundinn undir þessum lið sem varamaður Kristjáns Guðmundssonar frá kl. 13:00 til kl. 13:04,en þá kom Kristján inn á fundinn.



a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.



Á 791. fundi byggaðráðs þann 8. september 2016 var eftirfarandi bókað:



"a) Haldið áfram yfirferð yfir tillögur og unnið að gerð fjárhagsramma; tillaga að fjárhagsramma 2017. Á fundinum var haldið áfram yfirferð yfir tillögur frá fagsviðum og unnið að fjárhagsramma 2017. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti 1. drög að fjárhagsramma þar sem m.a. er búið að gera ráð fyrir breytingum vegna launaáætlunar 2017. b) Gjaldskrármál. Til umræðu við hvaða vísitölu á að miða við í gjaldskrármálum og við hvaða tímabil á að miða. c) Forsendur vegna fjárhagsáætlunar 2017-2020. Til umræðu forsendur fjárhagsáætlunar 2017-2020 og þær sér ákvarðanir sem byggðaráð þarf að taka. d) Annað er varðar fjárhagsáætlun 2017-2020.

Niðurstaða
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum drög að fjárhagsramma 2017 eins og þau liggja fyrir með áorðnum breytingum sem unnið var að á fundinum og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útfæra fjárhagsramma 2017 í samræmi við ofangreint. b) Lagt fram. c) Lagt fram. d) Lagt fram."



Eyrún vék af fundi kl. 13:17.



b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti fjárhagsramma fyrir árið 2017 eftir þá úrvinnslu sem unnin hefur verið frá síðasta fundi.

a) Lagt fram.

b) Lagt fram.

Byggðaráð - 794. fundur - 06.10.2016

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir stöðu mála hvað varðar skil á tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020 og rætt var verkferlið næstu 2 vikurnar og aukafundir byggðaráðs vegna vinnu við fjárhagsáætlun.



Ákveðið var að hafa aukafundi þriðjudaginn 11. október n.k. frá kl. 14 - 16 og fjalla þá um umhverfis- og tæknisviðs og aukafund miðvikudaginn 12. október n.k. frá kl. 14 - 16.
Lagt fram.

Byggðaráð - 795. fundur - 11.10.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 14:00.



Börkur Þór fór yfir og kynnti tillögur að starfsáætlun, viðhaldsáætlun og framkvæmdaáætlun fyrir umhverfis- og tæknisvið, sem umhverfisráð hefur afgreitt frá sér.



Til umræðu ofangreint.





Börkur Þór vék af fundi kl. 15:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að taka upp umræður á næsta fundi umhverfisráðs,n.k. föstudag, um þær ábendingar sem komu frá byggðaráði.

Byggðaráð - 796. fundur - 12.10.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:00.



Þorsteinn kynnti tilögur að starfsáætlun, framkvæmdaáætlun og beiðni um viðauka við fjárhagsramma, en veitu- og hafnaráð hefur afgreitt ofangreindar tillögur frá sér.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að yfirfara tillögur að starfsáætlun, framkvæmdaáætlun og vinnubækur í samræmi við þær ábendingar sem komu fram á fundinum.

Byggðaráð - 797. fundur - 13.10.2016

Til umræðu staða mála hvað varðar yfirferð yfir tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020.



a) Veikindapottur.



b) Fasteignir undir málaflokki 06 sem eru ekki notaðar undir íþrótta- og æskulýðsstarfsemi af sveitarfélaginu, sbr. bókun íþrótta- og æskulýðsráðs.



Þær húseignir sem um ræðir eru Rimar, Sundskáli Svarfdæla, Árskógur, Hreiður og gamla íþróttahúsið í Víkurröst.



c) Skiltamál - tillögur vinnuhóps.



d) Annað er varðar fjárhagsáætlun 2017-2020.



e) Næstu fundir.



a) Veikindapottur



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ekki verði áætlað fyrir ófyrirséðum veikindum til lengri og/eða skemmri tíma, sbr. eins og verið hefur vinnuregla.



b) Fasteignir undir málaflokki 06 sem eru ekki notaðar undir íþrótta- og æskulýðsstarfi.



Til umræðu og afgreiðslu frestað. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa um Árskóg hver skiptingin er út frá notkun, þ.e. hlutfall skólahúsnæðis, íþróttahúss og félagsheimilis, þannig að hægt sá að ákvarða undir hvaða málaflokk fasteignir eiga heima og þá leiga Eignasjóðs.



c) Skiltamál - tillögur vinnuhóps.



Afgreiðslu frestað.



d) Annað er varðar fjárhagsáætlun 2017-2020.



Lagt fram.



e) Næstu fundir.



Næstu aukafundir ákveðnir á fundinum.



Byggðaráð - 798. fundur - 17.10.2016

a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslur- og menningarsviðs, kl. 12:00. Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, formaður byggðaráðs, kom inn á fundinn kl. 13:48, undir þessum lið.



Hlynur fór yfir og kynnti tillögu að starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.



Á fundinum voru gerðar nokkrar tillögur að breytingum á starfsáætluninni.



Einnig var farið yfir vinnubækur þeirra deilda þar sem óskað er eftir viðauka við úthlutaðan fjárhagsramma og/eða breytingum á fjárhagsrömmum.



Hlynur vék af fundi kl. 15:24.



b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun fyrir fjármála- og stjórnsýslusviðs og tillögu að starfsáætlun upplýsingafulltrúa, sem er hluti af starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs.



Á fundinum var lögð til ein breyting á starfsáætlun upplýsingafulltrúa er varðar ljósmyndir.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 799. fundur - 18.10.2016

a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 12:15.



Eyrún fór yfir og kynnti tillögu að starfsáætlun félagsmálasviðs.



Til umræðu ofangreint.



Eyrún vék af fundi kl. 13:22.



b) Atriði sem standa út af í fjárhagsáætlunarvinnunni.



Á fundinum kynnti sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs drög að lista yfir þau atriði sem standa út af í fjárhagsáætlunarvinnunni og þær ákvarðanir sem byggðaráð á eftir að taka. Næsti fundur, sem er miðvikudaginn 19. október n.k., undirbúinn.



a) Lagt fram.

b) Lagt fram.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

a) Viðhald Eignasjóðs.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 12:00.



Á fundinum var farið yfir tillögu að viðhaldsáætlun Eignasjóðs 2017 og gerðar nokkrar breytingar.



Ingvar vék af fundi kl. 13:30.





b) Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs.



Á fundinum var farið yfir nýja tillögu að framkvæmdaáætlun umhverfisráðs, sbr. fundur umhverfisráðs þann 14.10.2016.



Ræddar voru hugmyndir að breytingum.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umsjónarmanni fasteigna og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með uppfærða tillögu að viðhaldi Eignasjóðs í samræmi við vinnuskjal sem unnið var með á fundinum og í samræmi við umræður á fundinum, fyrir næsta fund sem er fimmtudaginn 20. október n.k.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með uppfærða tillögu að framkvæmdum umhverfis- og tæknisviðs í samræmi við umræður á fundinum og í samræmi við þær ábendingar sem fram komu, fyrir næsta fund sem er fimmtudaginn 20. október n.k.

Byggðaráð - 800. fundur - 19.10.2016

a) Beiðni frá leikskólastjóra vegna sérkennslu.



Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra Krílakots, bréf dagsett þann 5. október 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að auka stöðuhlutfall í sérkennslu um 15%. Um er að ræða kr. 906.850 með launatengdum gjöldum á ársgrundvelli og rúmast innan fjárhagsramma 2017.



b) Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.



Vinnubók vegna fjárhagsáætlunar Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir árið 2017 liggur fyrir.





c) Húsnæðismál fasteigna í málaflokki 06 og innri leiga.



Á 80. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að óska eftir því við Byggðaráð að húseignir sem skráðar eru undir íþrótta- og æskuýðsmál verði teknar til skoðunar með það í huga að kostnaður við rekstur mannvirkja verði færðir á þá málaflokka sem nýtingin fer fram. "



Þær fasteignir sem um ræðir eru:

Árskógur

Hreiður

Íþróttahúsið gamla á Dalvík.

Rimar

Sundskáli Svarfdæla.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samntekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa vegna notkunar á Árskógi, dagsett þann 19. október 2016. Niðurstaðan er að um 80% nýting á Árskógi er tengt Árskógarskóla og 20% eru vegna útleigu félagsheimilis.







a) Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

b) Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að skoða verði hvort hægt sé að skipta upp innri leigu á Árskógi í samræmi við samantekt frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Varðandi innri leigu hvað aðrar fasteignir þá verður ákvörðun tekin síðar um þær.

Byggðaráð - 801. fundur - 20.10.2016

a) Veitu- og hafnasvið- breytingar eftir fund.



Farið var yfir starfsáætlun veitu- og hafnasviðs ásamt framkvæmdaáætlun eftir breytingar og leiðréttingar frá fundi veitu- og hafnaráðs þann 20.10.2016.



b) Listi yfir nýkaup.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir beiðnir frá stjórnendum um nýkaup vegna fjárhagsáætlunar 2017.



c) Beiðni um breytingar á römmum.



Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir beiðnir um breytingar á fjárhagsrömmum skv. vinnubókun fyrir áætlun 2017.



d) Húsnæðismál málaflokks 06, flutningar á leigu Eignasjóðs.



Vísað er í fund byggðaráðs frá 19.10.2016.





e) Annað sem út af stendur.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka út kr. 500.000 út af framkvæmdum vatnsveitu og hitaveitu vegna frístundasvæðis, alls kr. 1.000.000, vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017.



b) Listi yfir nýkaup.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum lista vegna nýkaupa til fjárhagsáætlunar 2017 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.





c) Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við framlagða ramma.



d) Frestað.



e)

Framkvæmdir frá umhverfis- og tæknisviði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við veginn að Framnesi sem og framkvæmdum á frístundasvæðinu á Hamri. Vísað til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2018-2021.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að sækja um sjóvörn til ríkisins vegna vegar að Framnesi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kr. 4.209.000 sem eftir standa fari þá í gatnakerfi og/eða gangstéttar þar sem brýnast er talin þörf á.



Viðhald Eignasjóðs.

Lögð fram uppfærð viðhaldsáætlun frá fundi byggðaráðs þann 19.10.2016. Áætlað viðhald 43,0 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri viðhaldsáætlun til gerðar starfs- og fjárhagsáætlun 2017.

Byggðaráð - 803. fundur - 03.11.2016

Á fundinum var lögð fram tillaga að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu, eins og hún liggur fyrir, að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.



Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þá á byggðaráð eða framkvæmdastjóri að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar í síðasta lagi 1. nóvember ár hvert. Vegna tæknilegra vandkvæða í áætlunarkerfum þá reyndist það ekki unnt að þessu sinni og hefur sveitarstjóri sent innanríkisráðuneytinu tilkynningu um það. Fyrri umræða í sveitarstjórn fer fram þriðjudaginn 8. nóvember n.k.

Sveitarstjórn - 285. fundur - 08.11.2016

Á 803. fundi byggðaráðs þann 3. nóvember 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á fundinum var lögð fram tillaga að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu, eins og hún liggur fyrir, að fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þá á byggðaráð eða framkvæmdastjóri að leggja fram tillögu að fjárhagsáætlun til sveitarstjórnar í síðasta lagi 1. nóvember ár hvert. Vegna tæknilegra vandkvæða í áætlunarkerfum þá reyndist það ekki unnt að þessu sinni og hefur sveitarstjóri sent innanríkisráðuneytinu tilkynningu um það. Fyrri umræða í sveitarstjórn fer fram þriðjudaginn 8. nóvember n.k. "



Til máls tók:

Bjarni Th. Bjarnason, sem gerði grein fyrir forsendum og helstu niðurstöðum úr fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020.



Rekstrarniðurstaða 2017 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 58.054.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða 2018 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 54.593.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða 2019 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 57.894.000 jákvæð.

Rekstrarniðurstaða 2020 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 58.737.000 jákvæð.





Handbært fé frá rekstri 2017 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 287.082.000.

Handbært fé frá rekstri 2018 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 298.045.000.

Handbært fé frá rekstri 2019 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 301.839.000.

Handbært fé frá rekstri 2020 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 304.903.000.



Fjárfestingar 2017 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 383.267.000.

Fjárfestingar 2018 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 205.350.000

Fjárfestingar 2019 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 124.650.000

Fjárfestingar 2020 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 109.880.000



Lántaka 2017 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 237.000.000

Lántaka 2018 Samstæða A-og B-hluti:

kr. 0

Lántaka 2019 Samstæða A-og B- hluti:

kr. 0

Lántaka 2020 Samstæða A- og B- hluti:

kr. 0



Fleiri tóku ekki til máls.



Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020 til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn.

Byggðaráð - 804. fundur - 17.11.2016

a) Launamál vegna breytinga á störfum íþrótta- og æskulýðsmála.



Undir þessum lið vék Kristján Guðmundsson af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.



Á 800. fundi byggðaráðs þan 19. október s.l. var eftirfarandi bókað:

"Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:06 vegna vanhæfis.



Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var til umfjöllunar breytingar í starfsmannahaldi vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Byggðaráð samþykkti að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með fullmótaða tillögu fyrir byggðaráðs.



Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir tillögur og samantekt sína á útreikingum varðandi ofangreindar breytingar.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir hækkun á áætluðum ramma vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í Víkurröst og Íþróttamiðstöð.



Deild 06310: hækkun var kr. 693.484 þann 19.10.2016 en yrði þá hækkun um kr. 2.000.0000.

Deild 06020: hækkun var kr. 836.118 þann 19.10.2016 en yrði þá hækkun kr. 1.630.000.

Deild 06500: hækkun var kr. 1.371.415 þann 19.01.2016 en yrði þá hækkun um kr. 1.460.000.

Samtals breyting um 2,5 m.kr.



Til umræðu ofangreint.



Gísli vék af fundi kl. 13:16.





b) Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.



Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:16 undir þessum lið.



Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga, deild 04540, þá fór til fyrri umræðu fjárhagsrammi að upphæð kr. 33.800.148 inn í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar. Þann 1. nóvember s.l. barst ný tillaga að fjárhagsramma fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga, sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2016. Þar hefur ramminn hækkað upp í kr. 41.963.374 eða um kr. 8.163.226 sem þýðir þá nettó hækkun inn í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar en gerðar voru breytingar á skiptihlutfalli á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 13:44.



c) Verðbólguspá 2017, uppfært.



Í tilögu að fjárhagsáætlun 2017, sem fór til fyrri umræðu 8. nóvember s.l., er gert ráð fyrir verðbólguspá 2017 3,9%. Samkvæmt uppfærðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember s.l. er gert ráð fyrir að verðbólga ársins 2017 verði 2,4% en ekki 3,9%.





d) Annað er varðar fjárhagáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020.



Rætt um nokkrar útfærslur.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um hækkun á áætluðum römmum vegna launa fyrir deildir 06310, 06020, 06500. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017 og lagt til að gerð verð breyting á áætlun á milli umræðna í sveitarstjórn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ekki verði gerðar breytingar á fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga, deild 04540, á milli umræðna þar sem fara þarf yfir þá óvissuþætti sem hafa komið í ljós hvað varðar skiptihlutfall á milli sveitarfélaganna.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun í samræmi við nýja verðbólguspá.

d) Lagt fram.