Byggðaráð

788. fundur 25. ágúst 2016 kl. 13:00 - 15:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðar forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætir í hans stað.

1.Menningarfélagið Berg ses. - breytingar framundan; framkvæmdastjóri og veitingarekstur, sbr. auglýsing þar um.

Málsnúmer 201604128Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:00



Til umræðu breytingar framundan í starfsemi Bergs þar sem framkvæmdastjóri hefur sagt upp störfum sem og Þula hefur sagt upp aðstöðu í húsinu hvað varðar veitingarekstur, sbr. auglýsing er birtist m.a. á vef menningarhússins Bergs ses. 18. ágúst 2016, þar sem auglýst er eftir nýjum framkvæmdastjóra sem og rekstraraðila fyrir veitingarekstur í Menningarhúsinu Bergi Dalvík frá 1. nóvember 2016.



http://www.dalvikurbyggd.is/menningarhus/9478/Framkvaemdastjori-veitingarekstur-i-menningarhusinu-Bergi/default.aspx



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 13:29.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með stjórn Menningarfélagsins Berg ses.

2.Kauptilboð í Öldugötu 4a - 4d.

Málsnúmer 201608057Vakta málsnúmer

Frestað.

3.Frá Gunnari Má Leifssyni; Færanlegt hús. Mál nr. 201504045 Vegna tilboða og afgreiðslu málsins.

Málsnúmer 201608054Vakta málsnúmer

Á 784. fundi byggðaráðs þann 4. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað



"4. 201504045 - Málefni er varðar sölu og leigu á Félagslegum íbúðum: vinnuhópur

Dalvíkurbyggð óskaði eftir tilboði í hús til flutnings en húsið er staðsett að Hólavegi 1 á Dalvík. Eignin er 66fm að stærð og er laust til afhendingar eftir 1. september. Húsið er í dag sambyggt öðru húsi en seljandi mun sjá um að aðskilja þau áður en til afhendingar kemur.

Óskað var eftir tilboðum í eignina og var tilboðsfrestur til kl. 16:00 miðvikudaginn 20. júlí 2016.

Dalvíkurbyggð áskildi sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum



Þrjú tilboð bárust í færanlega húsið að Hólavegi 1. Fasteignasalan Hvammur hafði umsjón með sölunni. Ákveðið var að taka tilboði Álfurinn Bæ ehf., kt.:500797-3049 að upphæð 4.810.000,- með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði að tilboði frá Álfurinn Bæ ehf að upphæð kr. 4.810.000, sbr. ofangreint."



Eins og fram kemur hér að ofan þá bárust 3 kauptilboð, Dalvíkurbyggð áskildi sér þann rétt að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum:

Stefán Gunnar Þengilsson, kr. 5.000.0000, með fyrirvara um að aðilar nái saman með vinnuskipti sem hluta af greiðslu.

Álfurinn Bæ ehf., kr. 4.810.000.

Gunnar Már Leifsson, kr. 4.700.000, með fyrirvara um að leyfi fáist til að setja húsið niður í Syðra-Haga á Árskógsströnd.



Tekið fyrir erindi frá Gunnari Má Leifssyni, Birgittu Ósk Tómasdóttur og Gittu Unn Ármannsdóttur, bréf dagsett þann 17.08.2016, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn endurskoði afgreiðslu byggðaráðs hvað varðar að taka hæsta tilboði í færanlegt hús sem auglýst var eftir tilboðum í. Með afgreiðslu byggðaráðs telja undirrituð að ekki hafi verið tekið mið af málefnasamningum frá 18. júní 2014 þar sem segi:

*Sveitarfélagið beiti sér fyrir því að lausar eignir verði nýttar til að anna eftirspurn eftir húsnæði. Afar mikilvægt er að húsnæði sé í boði sem ætti að hvetja fólk til að setjast að í Dalvíkurbyggð.

* Möguleika ungs fólks til þess að fá þak yfir höfuðið verður að auka.



Fram kemur m.a. tilboðsgjafinn Gunnar Már Leifsson hafi ætlað sér að gera húsið að íbúðarhúsi og undirrituð vona innilega að sveitarstjórn endurskoði afgreiðslu byggðaráðs og stuðli með því að búsetu ungs fólks hvar sem er í sveitarfélaginu.



Til umræðu ofangreint.









Byggðaráð þakkar fyrir ofangreint erindi og þær ábendingar sem þar koma fram en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa í fyrri afgreiðslu hvað varðar sölu á færanlegri kennslustofu.

4.Lántaka 2016, taka #2

Málsnúmer 201608031Vakta málsnúmer

Á 786. fundi byggðaráðs þann 18. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:



"Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016 er gert ráð fyrir lántöku að upphæð kr. 150.000.000 vegna framkvæmda Eignasjóðs. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti á fundinum hvaða leiðir og lánakjör standa sveitarfélaginu til boða.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að sækja um lánveitingu til Lánasjóðs sveitarfélaga að upphæð kr. 150.000.000; jafngreiðslulán til 18 ára með föstum vöxtum 3,4% án uppgreiðsluákvæðis."



Málið er tekið upp aftur þar sem viðbótar upplýsingar hafa komið fram um ofangreind lánakjör Lánasjóðs sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sækja um til Lánasjóðs sveitarfélaga lánsvilyrði að upphæð kr. 50.000.000 á 3,4% föstum vöxtum til 18 ára og sækja um lánsvilyrði fyrir kr. 100.000.000 til 8 ára með þeim formerkjum að sveitarfélagið hafi heimild til að taka lánið í hlutum innan ársins, þannig að ef þannig árar í rekstri sveitarfélagsins að það þurfi ekki að taka allt það lán sem áætlað er að taka skv. gildandi fjárhagsáætlun 2016.

5.Fjárhagsáætlun 2016; viðauki vegna breytinga á tekjufærslu í málaflokki 02; málefni fatlaðra.

Málsnúmer 201608061Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að gera þarf viðauka vegna vegna málaflokks 02 er varðar málefni fatlaðra og breytt fyrirkomulag er varðar samstarf sveitarfélaga. Flytja þarf í áætlun tekjur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga af málaflokki 02 og yfir á málaflokk 00, alls kr. -46.407.000. Einnig þarf að taka út á málaflokki 02 áætluð útgjöld vegna greiðslu á 0,25% útsvars vegna málefna fatlaðra.



Breyting á fjárhagsáætlun 2016 vegna málefna fatlaðra.






Tekjur:
Gjöld:



02500-0790
-7.936.000




02510-0790
-4.764.000




02530-0790
-2.010.000




02560-0790
-29.941.000




02570-0790
-1.756.000




02590-9145

15.196.000




-46.407.000
15.196.000









Ofangreindar tekjur fara út af málaflokki 02 en í staðinn verður gert ráð fyrir þeim á málaflokki 00 í einni tölu.





Liðurinn 02590-9145 dettur út þar sem 0,25% hluti útsvars vegna málefna fatlaðra fer inn á málaflokk 00 en það er ekki greitt til Fjallabyggðar og þeir greiða til baka í gegnum tekjur eins og var fyrirkomulagið hjá Rótum bs.



Nettó áhrifin af ofangreindum breytingum er gjaldalækkun að upphæð kr. 15.196.000 í fjárhagsáætlun 2016.





Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan viðauka. Áhrif breytinga á rekstur og efnahag kemur hér fram í máli 201608060; heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2016.

6.Fjárhagsáætlun 2016; Heildarviðauki II

Málsnúmer 201608060Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2016 í fjárhagsáætlunarlíkani sem inniheldur eftirfarandi breytingar frá heildarviðauka I:



Viðauki vegna launa, sbr. fundur byggðaráðs þann 4. ágúst s.l., alls kr. 36.405.985 hækkun útgjalda.

Viðauki vegna málefna fatlaðra, sbr. mál 201608061 hér að ofan, alls kr. 15.196.000 lækkun útgjalda.

Viðauki vegna starfsmats á starfi og afturvirkar launaleiðréttingar, kr. 934.625 hækkun útgjalda.



Samkvæmt heildarviðauka II eru helstu niðurstöður eftirfarandi:

Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta, kr. 72.881.000.

Rekstrarniðurstaða Aðalsjóðs, neikvæð um kr. - 72.578.000.

Rekstrarniðurstaða A-hluta, neikvæð um kr. - 6.864.000.



Fjárfestingar kr. - 305.592.000.

Söluverð eigna kr. 31.200.000.

Lántaka samstæðu /Eignasjóðs kr. 150.000.000.

Handbært fé frá rekstri kr. 254.039.000.









Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2016 eins og hann liggur fyrir.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Tillögur sviða að leiðum til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2017-2020; framhald á yfirferð frá fundum 18. ágúst og 22. ágúst.



Á fundum byggðráðs þann 18. ágúst og 22. ágúst s.l. var hafin yfirferð á tillögum sviðsstjóra vegna óska um að finna leiðir til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld í rekstri sveitarfélagsins. Á fundinum var haldið áfram að fara yfir tillögurnar.



b) Gjaldskrármál.



Rætt.



c) Forsendur.



Rætt.



d) Tímarammi.



Rætt.



e) Annað er varðar fjárhagsáætlunarvinnuna.



Rætt.
Lagt fram til kynningar.

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51, frá 17.08.2016.

Málsnúmer 1608001Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

5. liður.

6. liður.

7. liður.
  • Með bréfi sem dagsett er 23. júní 2016, er vakin athygli á 6. gr. reglugerðar nr. 1200/2014 um móttöku á úrgangi og farmleifum frá skipum en þar kemur fram að hafnaryfirvöld skulu gera áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Í reglugerðinni kemur fram að endurskoða skal áætlunina á þriggja ára fresti sem og eftir meiriháttar breytingar á rekstri hafnarinnar. Vakin er athygli á því að Umhverfisstofnun staðfestir áætlun um meðhöndlun og móttöku úrgangs og farmleifa. Í bréfinu kemur fram að komið er að því að endurskoða áætlun hafna Dalvíkurbyggðar, um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum sem staðfest var af Umhverfisstofnun 14. janúar 2014. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51 Veitu- og hafnaráð felur sviðstjóra og yfirhafnaverði að skila inn tillögu að endurskoðaðri áætlun til ráðsins fyrir nóvember nk..
  • Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar sem taka mun gildi 1. janúar 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum, eftir því sem við á, samkvæmt:
    1. byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%
    2. launabreytingum samkvæmt kjarsamningi um 15%.
    3. breytingu á gjaldskrálið raforkusölu 0,8%.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51 Veitu- og hafnaráð frestar afgreiðslu framlagðrar gjaldskrár og felur sviðsstjóra að afla frekari gagna.
  • Á 12. fundi Stjórnsýslunefndar var lagður fram tímarammi við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2017. Auk þess voru kynntar tillögur að niðurskurði í rekstri hjá öllum málaflokkum og B - hluta fyrirtækjum sveitarfélagsins.
    Á 49. fundi veitu- og hafnaráðs fól ráðið sviðsstjóra og formanni að vinna að tillögum sem verða lagðar fyrir ráðið.
    Nú liggja þær fyrir ráðinu til umfjöllunar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagðar tillögur og felur sviðsstjóra að koma þeim til byggðarráðs.
  • Til kynningar skipulagslýsing móttekin dags. 9. júní 2016 vegna deiliskipulags fyrir jörðina Skáldalæk ytri, en eftir landskipti eru áform um að vinna deiliskipulag fyrir fjögur frístundahús á þessum reit.
    Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um skipulagslýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51 Veitu- og hafnaráð gerir engar athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2016. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. Bókun fundar Afgreiðslu frestað.
  • Kynntar voru breytingar á gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017. Gjaldskráin hefur tekið breytingum byggingarvísitölu frá september 2015 til ágúst 2016, eða um 2,812%. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 51 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. Bókun fundar Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs