Byggðaráð

783. fundur 15. júlí 2016 kl. 13:00 - 14:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson boðar foröll og varamaður hans, Valdemar Þór Viðarsson, mætir í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson boðar foröll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, boðar einnig forföll.

1.Eimskip Ísland ehf, viðræður um lóðamál 2016.

Málsnúmer 201605061Vakta málsnúmer

Á 782. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að vinna áfram að samkomulagi við Eimskip Ísland ehf.

Undirritað samkomulag við ofangreint félag lagt fram til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag með tveimur atkvæðum.

2.Frá velferðarráðuneytinu; Skýrsla um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201607014Vakta málsnúmer

Skýrsla um könnun á leiguíbúðum sveitarfélaga 2015 frá Velferðarráðuneytinu lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna - viðmiðunartafla

Málsnúmer 201606046Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar könnun á kjörum sveitarstjórnarfulltrúa frá sambandi Íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun 2016; viðauki vegna launahækkana skv. nýjum kjarasamningum.

Málsnúmer 201607018Vakta málsnúmer

Viðauki vegna launahækkana skv. nýjum kjarasamningum lagður fram til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017-2020; auglýsing

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

Lögð fram til staðfestingar auglýsing vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020.
Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, 841. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201603022Vakta málsnúmer

Fundagerð 841. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

7.Fræðsluráð - 207, frá 29.06.2016.

Málsnúmer 1606011Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu: Ekkert.
Fundargerð lögð fram.
  • 7.1 201606030 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 207
  • 7.2 201606111 Ytra mat skóla 2016
    Skýrsla um ytra mat Dalvíkurskóla, Árskógarskóla, Kátakots/Krílakots og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar fylgdi með fundarboði og var lögð fyrir fundinn. Skýrslan er liður í að uppfylla eftirlitsskyldu fræðsluráðs með skólastarfi í Dalvíkurbyggð. Hún er unnin á fræðsluskrifstofu Dalvíkurbyggðar. Fræðsluráð - 207 Umræður fóru fram um skýrsluna og fræðsluráð þakkar fyrir þær upplýsingar sem skýrslan veitir. Drífa upplýsti að Krílakot fer í ytra mat hjá Menntamálastofnun í haust.
  • Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hlynur Sigursveinsson, ræddi gerð starfs- og fjárhagsáætlunar sviðsins fyrir árið 2017. Fræðsluráð - 207 Sviðsstjóri óskar eftir því við stjórnendur að þeir skili starfs- og fjárhagsáætlunum fyrir árið 2017 til hans fyrir lok ágústmánaðar n.k. Hann mun senda stjórnendum nauðsynleg gögn fyrir þá vinnu.
  • Með fundarboði fylgdu tillögur að dagskrá fyrir endurmenntun starfsfólks grunnskóla og leikskóla Dalvíkurbyggðar nú á þessu hausti. Læsisráðgjafar Menntamálastofnunar hafa sett skipulagið upp í samstarfi við fræðslusvið Dalvíkurbyggðar og skólayfirvöld í Fjallabyggð. Fræðsluráð - 207 Lagt fram til kynningar og umræðna. Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar og fagnar því að skólar sveitarfélagsins nýti sér þá þjónustu sem er í boði í tengslum við Þjóðarsáttmála um læsi. Einnig lýsir fræðsluráð yfir ánægju sinni með samstarf það sem Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð tóku upp um ofangreint mál.
  • Með fundarboði fylgdu skýrslur um innra mat í Dalvíkurskóla og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar.

    Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2015-2016.

    Magnús G. Ólafsson, skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kynnti sjálfsmatsskýrslu skólans fyrir skólaárið 2015-2016.
    Fræðsluráð - 207 Umræður fóru fram um efni skýrslnanna. Fræðsluráð þakkar skólastjórunum fyrir greinargóðar skýrslur og hvetur stjórnendur til að halda áfram góðu starfi skólanna.
  • Fundarboði fylgdi greinargerð Gísla Bjarnasonar, skólastjóra Dalvíkurskóla, um reynsluna af tveggja mánaða tilraun þar sem nemendum bauðst hafragrautur á morgnana og ávextir í áskrift. Fræðsluráð - 207 Mikil ánægja ríkir meðal nemenda og foreldra með að boðið sé upp á hafragraut á morgnana og meiri hluti nemenda skólans nýtti sér tilboðið. Fræðsluráð felur skólastjóra og sviðsstjóra að leita leiða í samræmi við umræður á fundinum til að hægt verði að halda þessu áfram.
  • 7.7 201304091 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Fræðsluráð - 207

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50, frá 29.06.2016.

Málsnúmer 1606012Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

Ekkert en 2. liður verður tekinn fyrir sem sérstakur liður á fundi byggðaráðs þegar formaður og varaformaður veitu- og hafnaráðs hafa tök á að mæta á fund byggðaráðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
  • Á 278. fundi umhverfisráðs var umsókn um byggingarleyfi vegna aðstöðuhýsis við ferjubryggjuna á Árskógssandi frestað þar sem fram koma í fundargerð hverfisráðs Hríseyjar óskir um meira samráð.
    Umhverfisráð óskar eftir að veitu- og hafnarráð kanni frekar í samráði við Vegagerðina aðra staðsettningu á umræddu aðstöðuhýsi.

    Í byrjun september 2015 komu fulltrúar frá Vegagerðinni til að skoða aðstæður fyrir aðstöðuhús við höfnina á Ársskógssandi. Þrír valkostir voru skoðaðir, sjá kosti á minnisblaði frá Akureyrarbæ, en tveir að tillögu frá Dalvíkurbyggð og ein tillaga frá Hríseyingum. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fór með áðurnefndum fulltrúunum á vettvang þar sem þeir kynntu sér aðstæður. Í framhaldi þá kom það minnisblað frá Vegagerð ríkisins, þar sem tillögurnar eru sendar út til aðila til umfjöllunar, þ.e. Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar. Hér á eftir er ferill málsins rakin í gegnum fundarkerfi Dalvíkurbyggðar. Í framhaldi var gert lóðarblað og lóðarleigusamningur sem Vegagerðin hefur undirritar og er þar með lóðarhafi en umræddur lóðarleigusamningur var þinglýstur í lok janúar 2016.

    Þetta mál var til umfjöllunar á 40. fundi veitu- og hafnaráðs,þar var eftirfarandi fært til bókar í inngangi:
    "Með rafpósti, sem dagsettur er 9. október 2015, fylgdi minnisblað þar sem farið er yfir þá kosti sem til greina koma í allítarlegu máli."

    Niðurstaða ofangreinds fundar var eftirfarandi:
    "Veitu- og hafnaráð mælir með því að leið b verði farin, en hún er tilgreind á framlögðu minnisblaði frá Vegagerð ríkisins sem dagsett er 7. október 2015."

    Á 273. fundi sveitarstjórnar Dalvíkubyggðar var afgreiðsla veitu- og hafnaráðs á erindinu staðfest með eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs".

    Umrætt minnisblað var einnig kynnt fyrir bæjaryfirvöldum á Akureyri, sem ekki gerðu athugasemdir við tillögur Vegagerðar ríkisins, eða afgreiðslu veitu- og hafnaráðs á erindinu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50 Þegar veitu- og hafnaráð fékk tillögu Vegagerðar ríkisins til skoðunar þá var valin sú staðsetning sem gæti þjónað farþegum ferjunnar sem best, og gerlegt væri að tengja hýsið við þjónustuveitur Dalvíkurbyggðar og síðast en ekki síst myndi ekki skerða þróunarmöguleika hafnarinnar á Ársskógsandi til framtíðar litið. Að þessu sögðu þá mælir veitu- og hafnaráð með óbreyttri staðsetningu á hýsinu.
  • Með bréfi frá 2. júní 2016 sem ber innganginn "Starfsemi og rekstur Dalvíkurbyggðar leiðir til að hagræða, auka skilvirkni og minnka útgjöld" Þar eru tilgreind markmið í nokkrum liðum, síðan er óskað eftir því að eða eins og fram kemur að í umræddu bréfi:
    "Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð fari yfir í hverjum málaflokki og deild eftir því sem við á hvað í þjónustu sveitarfélagsins fellur undir lögbundna þjónustu, grunnþjónustu og valkvæða þjónustu og taki saman yfirlit hvaða verkefni sveitarfélagið mætti leggja af.
    Að fundnar verði leiðir til að hagræða í rekstri án þess að skerða þjónustu.
    Ef ekki er hægt að auka hagræði í rekstri án þess að minnka þjónustustigið þá þurfa að koma raunhæfar tillögur.
    Sviðsstjórar, stjórnendur og fagráð skuli gera tillögur um niðurskurð í rekstri málaflokka og deilda um 6,5% miðað við reglulega starfsemi, þ.e.“ einskiptisverkefni“ eru ekki hluti af reglulegri starfsemi og þarf því að taka út fyrir sviga. Leiga til Eignasjóðs er ekki liður sem hægt er að horfa til.
    Miðað skal við rekstrarniðurstöður ársins 2015, sjá nánar Fylgisjal I."
    Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var formanni og sviðstjóra falið að koma með tillögur svo hægt væri að mæta þeim markmiðum sem fram koma hér að framan.
    Á fundinum var farið yfir ýmsar hugmyndir og tillögur.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50 Veitu- og hafnaráð leggur til við byggðarráð að í stað þess að setja niðurskurðarkröfu á B hluta fyrirtæki sveitarsjóðs verði sett á þau ákeðin framlegðarkrafa. Rekstur þessara fyrirtækja og þá sérstaklega Hafnasjóðs hefur verið með ágætum.
    Bundnar eru miklar væntingar til Hafnasjóðs, á næstu árum er búist við mikilli aukningu á umsvifum vegna byggingar á nýju frystihúsi og bættri viðlegu í Dalvíkurhöfn.
    Niðurskurður í rekstri B hluta fyrirtækja þar sem eingöngu er horft til gjalda á því ekki við að mati ráðsins.
  • Við langningu á heitu vatni um Svarfaðardal á árinu 2007 kom upp umræða hjá sumarbústaðaeigendum í Ytra- og Syðra-Hvarfslandi um að kalt neysluvatn yrði einnig tryggt. Eftirfarandi samskipti áttu sér stað við Pálma Stefánsson á haustdögum 2007. Hér er vitnað beint í bréf sem hann fékk sent 30. október 2007.

    "Þegar ákveðið var að leggja hitaveitu um Svarfaðardal varð niðurstaðan sú að leggja einnig kalt vatn með þar sem skurðurinn yrði grafinn og reyndar alveg að vatnstökustað á Bakkaeyrum, til þess að tryggja nægjanlegt eldvarnarvatn. Þessi áform voru kynnt á fundinum að Rimum sl. vor, þeim áformum hefur ekki verið breytt. Sú samþykkt sem þú vísar til í fyrirspurn þinni tekur til þess að samþykkt var að leggja einnig lögn fyrir kalt vatn í skurðinn í Hvarfinu, ef til þess kæmi að það þyrfti að grafa fyrir heitavatnslögninni í stað þess að plægja hana niður, eins og reiknað var með í kostnaðaráætlun. Það gekk ágætlega að plægja hana niður og því ekki farið í að grafa niður lögn fyrir kalt vatn enda stóð áður nefnd samþykkt einungis til þess ef ekki reyndist unnt að plægja lögnina niður eins og áður segir. Ég vísa þér á fundargerð umhverfisráðs frá 8. ágúst 2007. 9. líður Önnur mál, og fylgir hún hér með."
    Hér er einnig umrædd bókun frá 8. ágúst 2007:

    "Vatnsveita í Hvarfið Svarfaðardal.
    Þar sem ekki er hægt að plæja hitaveitulögnina í Hvarfinu niður þarf að grafa fyrir henni, því er möguleiki á að leggja vatnsrör samhliða hitaveitulögn, umframkostnaður er áætlaður um 2 milljónir.
    Umhverfisráð mælir með því við bæjarstjórn að með lagningu hitaveitulagnar í Hvarfið í Svarfaðardal verði jafnframt lögð vatnsrör til síðara nota.
    Í upphafi þá stóð ekki til að leggja dreifikerfi hitaveitu svo langt frameftir eins raunin er í dag, það sem breyttist er sá fjöldi sumarhúsa sem ætlar að tengjast hitaveitunni og með því verður hitafall minna og þess vegna hægt að halda lengra."

    Nú hefur Birgir Össurarson tekið þetta mál til umræðu með rafpósti frá 1. júní 2016, en þar segir:

    "Ég hef mikinn hug á að græja kalda vatnið hjá mér í svetinni, er með sumarbústað í landi Ytra Hvarfs.
    Það hafa verið alls konar pælingar hjá okkur húseigendum þarna síðustu misseri.
    Ég veit að Símon hitti ykkur félaga um daginn.
    Málið er að eftir að hitaveitan kom, þá er ég þarna mjög mikið allt árið um kring.
    Ég veit ekki alveg hver staða mín er v/tryggingar ef eitthvað kemur upp á, þar sem ekkert kalt vatn er að sækja í nágrenni.
    Hvað heldur þú alveg raunsætt, eru einhverjar líkur á að sveitarfélagið fari í þetta verk ?
    Ég hef rætt þetta við Börk. Við Þorstein hér áður fyrr.
    Við bústaðaeigendur erum að velta þessu mikið fyrir okkur, sem og Árni á Hofi. Og allir sammála um nauðsyn þess að fá vatnið."
    Sviðsstjór lagði fram frumdrög að kostnaði við lagningu vatnsveitu fram Svarfaðardal að austanverðu fram í Hvarfið.
    Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun á verkefninu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50 Sviðsstjóra falið að koma upplýsingum til lóðarhafa og eiganda lóðanna um hver kostnaðurinn gæti orðið við verkefnið.
  • Á 771. fundi byggðaráðs þann 17. mars 2016 var eftirfarandi bókað:
    'Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 688. fundi byggðaráðs þann 16. janúar 2014 var eftirfarandi bókað: '4. 201310135 - Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru. Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:14. Tekið fyrir erindi frá Þresti Karlssyni, dagsett þann 6. janúar 2014, er varðar athugasemdir við reikning vegna heimaæðagjalda og samskipti bréfritara við stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir að byggðaráð svari skriflega f.h. stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar atriðum sem tiltekin eru í erindinu. Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu máli. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi.' Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Þresti Karlssyni, bréf dagsett þann 5. mars 2016, og varðar ítrekaða ósk til sveitarfélagsins um nánari skýringar á heimaæðareikningi vegna Snerru Svarfaðardal, fastanúmar 209-852. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. '

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 13. júní 2016, þar sem fram kemur að ráðuneytinu hefur borist meðfylgjandi erindi frá Þresti Karlssyni, vegna ágreinings hans við Hitaveitu Dalvíkur/Dalvíkurbyggð, varðandi heimæðarreikning. Ráðuneytið óskar hér með eftir umsögn Hitaveitu Dalvíkur um framangreint erindi, eigi síðar en 15. júlí n.k.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs til umsagnar, með fyrirvara að ráðið fundi fyrir 15. júlí n.k.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að umsögn verði gerð í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
    Sviðsstjóri kynnti málsatvik fyrir ráðsmönnum og sýndi afstöðu sumarhússins til dreifikerfis hita- og vatnsveitu.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 50 Veitu- og hafnaráð felur sviðsstjóra að koma öllum þeim gögnum sem málið snertir til lögfræðings Dalvíkurbyggðar.

9.Umhverfisráð - 279

Málsnúmer 1607002Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu liðir nr: 9.1, 9.2, 9.3, 9.4, 9.5, 9.7, 9.10, 9.11, 9.12, 9.13, 9.14 og 9.15.
Til staðfestingar 279 fundargerð umhverfisráðs frá 15. júní 2016
  • Til umræðu tillögur sem bárust vegna opna svæðisins milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð þakkar innsendar hugmyndir og leggur til að umhverfisstjóra verði falið að vinna frekar úr þeim.
    Ráðið leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar 2017 sé gert ráð fyrir fjármunum í þetta verkefni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.
  • Með innsendu erindi dag. 3. júní 2016 óska íbúar að Böggvisstöðum og íbúar við Böggvisbraut og Skógarhóla eftir því að vegtenging að Böggvisstöðum verði lokað samkvæmt meðfylgjandi erindi. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð þakkar innsent erindi og leggur til að veginum verði lokað til reynslu í eitt ár, en þó með möguleika að hægt sé að opna veginn við sérstök tilefni.
    Umhverfisstjóra falið að útfæra lokunina, en ráðið leggur áherslu á hugað sé öryggi vegfarenda.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum
    Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Fyrir hönd eiganda að Grundargötu 7 óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi með innsendu erindi dags. 11. júlí 2016 fyrir viðbyggingu og breytingar samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsent erindi og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn að undangenginni grendarkynningu.
    Samþykkt með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Fyrir hönd eigenda Ytri-Haga óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi með innsendu erindi dags. 11. júlí 2016 fyrir smáhýsi samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við innsent erindi og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Fyrir hönd Vegagerðarinnar óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi með innsendu erindi dags. 6. júní 2016 fyrir þjónustuhús við ferjubryggjuna á Árskógssandi. Umhverfisráð - 279 Umhverfiráð samþykkir innsent erindi og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 18. júní 2016 vill Guðrún Pálína Jóhannsdóttir koma á framfæri athugasemdum til sveitarfélagsins að ekki sé nóg unnið í því að hirða um opin svæði hjá sveitarfélaginu þegar kemur að vexti illgresis, biðukollum og túnfíflum. Umhverfisráð - 279 Ráðið þakkar Guðrúnu Pálínu innsent erindi og felur umhverfisstjóra að fara yfir umhirðu á umræddum svæðum.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með rafpósti dagsettum 15. júní 2016 óskar Bjarni Jóhann Valdimarsson eftir stöðuleyfi fyrir hönd Valdimars Kjartanssonar. Um er að ræða stöðuleyfi fyrir tvo gáma við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að veita stöðuleyfi til eins árs.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna sérstakrar úthlutunar úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð, sjá meðf. augl. Umhverfisráð - 279 Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar rapóstur dags. 29. júní 2016 þar sem Orkusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð fagna framtakinu og felur sviðsstjóra að undirbúa umsókn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 7. júlí 2016 óskar Arngrímur Ævar Ármannsson ( Verkís) fyrir hönd eiganda að verlsunarhúsi við Hafnartorg eftir leyfi til að skipta um utanhúsklæðingu á Svarfdælabúð smakvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð gerir ekki athugasemd við innsenda umsókn og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020,framlenging Böggvisbrautar til norðurs þar sem gert ráð fyrir vegtengingu á milli Böggvisbrautar og Upsa yfir Brimnesá var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, hafnarsvæðis á Dalvík ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Tillaga að deiliskipulagi Dalvíkurhafnar og aðliggjandi svæða var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 2. júní 2016 með athugasemdafresti til 14. júlí 2016.
    Ein athugasemd barst á auglýsingatíma.
    1)
    Skipulagsstofnun dags. 20. júní 2016.
    a)
    Óskað er eftir tímasetningu á byggingu á hreinsivirkis.
    b)
    Óskað er eftir að tilgreindir séu þeir aðilar sem vakta áhrif áætlunarinnar.
    c)
    Óskað er eftir að gerð sé grein fyrir áherslum í gæðamarkmiðum vegna neikvæðra áhrifa stórra bygginga.
    d)
    Óskað er eftir nýrri umsögn Minjastofnunar Íslands og að gerð verði grein fyrir hverfisvernd eða sérstakri varðveislu húsa.
    e)
    Mælt er með að skipulagssvæðið nái út fyrir höfnina.
    f)
    Bent er á að á skipulagsuppdrætti hafi skástrikun í landfyllingum fallið út.
    Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þegar breyting á aðalskipulagi vegna Dalvíkurhafnar hefur verið staðfest.
    Svör við athugasemdum:
    a)
    Til stendur að árið 2017 verði hreinsibúnaði komið fyrir í núverandi mannvirki og mun fráveita Dalvíkur þá uppfylla 1. stigs hreinsun. Fært inn í umhverfisskýrslu.
    b)
    Lögbundnir aðilar s.s. Heilbrigðiseftirlit, Umhverfisstofnun og byggingaryfirvöld viðkomandi sveitarfélags munu vakta áhrif áætlunarinnar.
    c)
    Ítarlega er gerð grein fyrir gæðamarkmiðum í kafla 3.15 Almennar gæðakröfur í greinargerð með tillögunni.
    d)
    Umsögn Minjastofnunar Íslands barst Dalvíkurbyggð dags. 23. júní 2016. Húsakönnun hefur verið í vinnslu og er henni ekki lokið. Í deiliskipulagstillögunni er ekki hreyft við þeim húsum sem eru viðfangsefni húsakönnunar.
    e)
    Ekki er talin ástæða til þess að stækka deiliskipulagssvæðið þó svo að aðalskipulagsbreytingin nái út yfir stærra svæði.
    f)
    Skástrikun landfyllinga á uppdrætti hefur verið leiðrétt.

    Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum
    Helga Íris Ingólfsdóttir situr hjá.
    Bókun fundar Byggðarráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til staðfestingar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þegar breyting á aðalskipulagi vegna Dalvíkurhafnar hefur verið staðfest.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.
  • Lögð fram tillaga að breytingum á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020, Atvinnu- og íbúasvæði Árskógssandi, Dalvíkurbyggð. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skal auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar skal auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum
  • Lögð fram tillaga að deiliskipulagi atvinnu- og íbúðasvæðis á Árskógssandi. Umhverfisráð - 279 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samtímis auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
    Bókun fundar Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samtímis auglýsingu aðalskipulagsbreytingar.
    Samþykkt samhljóða með tveimur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdemar Þór Viðarsson varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs