Byggðaráð

804. fundur 17. nóvember 2016 kl. 13:00 - 15:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020; á milli umræðna í sveitarstjórn.

Málsnúmer 201605147Vakta málsnúmer

a) Launamál vegna breytinga á störfum íþrótta- og æskulýðsmála.



Undir þessum lið vék Kristján Guðmundsson af fundi kl. 13:00 vegna vanhæfis.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.



Á 800. fundi byggðaráðs þan 19. október s.l. var eftirfarandi bókað:

"Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 15:06 vegna vanhæfis.



Á 797. fundi byggðaráðs þann 13. október 2016 var til umfjöllunar breytingar í starfsmannahaldi vegna niðurlagningar á starfi forstöðumanns Víkurrastar og tillögur að endurskipulagningu á verkefnum. Byggðaráð samþykkti að fela sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með fullmótaða tillögu fyrir byggðaráðs.



Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs fór yfir tillögur og samantekt sína á útreikingum varðandi ofangreindar breytingar.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs til gerðar starfs- og fjárhagsáætlunar 2017-2020."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 15. nóvember 2016, þar sem óskað er eftir hækkun á áætluðum ramma vegna breytinga á starfsemi félagsmiðstöðvarinnar í Víkurröst og Íþróttamiðstöð.



Deild 06310: hækkun var kr. 693.484 þann 19.10.2016 en yrði þá hækkun um kr. 2.000.0000.

Deild 06020: hækkun var kr. 836.118 þann 19.10.2016 en yrði þá hækkun kr. 1.630.000.

Deild 06500: hækkun var kr. 1.371.415 þann 19.01.2016 en yrði þá hækkun um kr. 1.460.000.

Samtals breyting um 2,5 m.kr.



Til umræðu ofangreint.



Gísli vék af fundi kl. 13:16.





b) Fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga.



Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 13:16 undir þessum lið.



Samkvæmt tillögu að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga, deild 04540, þá fór til fyrri umræðu fjárhagsrammi að upphæð kr. 33.800.148 inn í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar. Þann 1. nóvember s.l. barst ný tillaga að fjárhagsramma fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga, sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember 2016. Þar hefur ramminn hækkað upp í kr. 41.963.374 eða um kr. 8.163.226 sem þýðir þá nettó hækkun inn í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar en gerðar voru breytingar á skiptihlutfalli á milli sveitarfélaganna Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar.



Til umræðu ofangreint.



Hlynur vék af fundi kl. 13:44.



c) Verðbólguspá 2017, uppfært.



Í tilögu að fjárhagsáætlun 2017, sem fór til fyrri umræðu 8. nóvember s.l., er gert ráð fyrir verðbólguspá 2017 3,9%. Samkvæmt uppfærðri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 4. nóvember s.l. er gert ráð fyrir að verðbólga ársins 2017 verði 2,4% en ekki 3,9%.





d) Annað er varðar fjárhagáætlun 2017 og þriggja ára áætlun 2018-2020.



Rætt um nokkrar útfærslur.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um hækkun á áætluðum römmum vegna launa fyrir deildir 06310, 06020, 06500. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017 og lagt til að gerð verð breyting á áætlun á milli umræðna í sveitarstjórn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ekki verði gerðar breytingar á fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Tröllaskaga, deild 04540, á milli umræðna þar sem fara þarf yfir þá óvissuþætti sem hafa komið í ljós hvað varðar skiptihlutfall á milli sveitarfélaganna.

c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gerð verði breyting á fjárhagsáætlun í samræmi við nýja verðbólguspá.

d) Lagt fram.

2.Framkvæmdir á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar og í Ráðhúsi Dalvíkur vegna öryggismála; tilboð í verkið.

Málsnúmer 201610067Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00 í forföllum sviðstjóra umvhverfis- og tæknisviðs.



Á 802. fundi byggðaráðs þann 27. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 13:00. Á 801. fundi byggðaráðs þann 20. október s.l. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur að breytingum á húsnæði Skrifstofa Dalvíkurbyggðar ásamt drög að kostnaðaráætlun. Til umræðu ofangreint. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:13. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum ." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga #2 að útfærslu. Til umræðu ofangreint. Ingvar vék af fundi kl. 13:24.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í framkvæmdir skv. tillögu #1 með þeim breytingum sem um hefur verið rætt. Byggðaráð felur sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að skoða hvort og/eða hvaða svigrúm er innan fjárhagsramma Eignasjóðs vegna viðhalds 2016. Byggðaráð leggur áherslur á að farið verði í þessar breytingar sem allra fyrst."



Gerð var verðfyrirspurn og barst eitt tilboð frá Tréverki sem var opnað s.l. þriðjudag kl. 14:00. Kostnaðaráætlun var kr. 4.490.100 og tilboð frá Tréverki hljóðar upp á kr. 4.932.000.



Með fundarboði fylgdu eftirtalin gögn:

Gögn vegna verðkönnunar vegna breytinga á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar.

Tilboð frá Tréverki og samanburður við kostnaðaráætlun.

Tilboð frá Tréverki og samanburður við áætlun um efniskostnað.



Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við breytingar og búnaðarkaup á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar verði um 12,1 m.kr. samkvæmt samantekt sem Þorsteinn kynnti á fundinum.



Þorsteinn vék af fundi kl. 14:36.













a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 31 /2016 við fjárhagáætlun allt að 8,1 m.kr. við málaflokk 31. Samkvæmt upplýsingum frá Eignasjóði er um 4,0 m.kr. svigrúm innan viðhaldsáætlunar Eignasjóðs 2016. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og lækkun á rekstrarafkomu Eignasjóðs.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Tréverk á grundvelli tilboðs.

3.Gjaldskrár Dalvíkurbyggðar; tillögur fyrir árið 2017.

Málsnúmer 201609127Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirtaldar tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2017:



Gjaldskrá sorphirðu

Gjaldskrá Slökkviliðs Dalvíkur - til upplýsingar

Gjaldskrá fyrir markað á Fiskidaginn mikla

Gjaldskrá gatnagerðargjalda

Gjaldskrá fyrir leigu í Böggvisstaðaskála

Gjaldskrá byggingafulltrúa

Gjaldskrá fyrir upprekstur á búfé

Gjaldskrá fyrir leiguland

Gjaldskrá fyrir kattahald

Gjaldskrá fyrir hundahald

Gjaldskrá fyrir fjallskil

Gjalskrá fyrir búfjárleyfi og lausagöngu búfjár

Gjaldskrá Vatnsveitu

Gjaldskrá og reglur um útleigu verbúða

Gjaldskrá Hafnasjóðs

Gjaldskrá Fráveitu

Gjaldskrá fyrir lengda viðveru

Gjaldskrá fyrir heimilsþjónustu

Gjaldskrá fyrir Frístund

Gjaldskrá fyrir Tónlistarskólann á Tröllaskaga

Gjaldskrá Dalvíkurskóla

Gjaldskrá Árskóga

Gjaldskrá leikskóla

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar

Gjaldskrá fyrir Félagsmiðstöðina Týr

Gjaldskrá fyrir Byggðasafnið Hvol.

Gjaldskrá bóka- og héraðsskjalasafns.



Til umræðu ofangreint.









Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur að gjaldskrám eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Ákvörðun um útsvarsprósentu 2017

Málsnúmer 201611062Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi tillaga að álagningu útsvars Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017:





Útsvarsprósenta 2017 14,52%



Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2017 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn ofangreinda tillögu að útsvari Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2017.

5.Fasteignaskattur og fasteignagjöld 2017

Málsnúmer 201611063Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að álagningu fasteignaskatts fyrir árið 2017 og álagningu fasteignagjalda:



Álagning fasteigna- og þjónustugjalda 2017



Álagningin byggir á fasteignamati samkvæmt Landsskrá fasteigna frá 1. febrúar 2016.



a) Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur

Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.

Fasteignaskattur A 0,50% af fasteignamati húss og lóðar (var 0,49% árið 2016).

Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá.)

Sorphirðugjald kr. 40.192 ,- á íbúð (var kr. 34.638 á íbúð).





b) Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur

Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005

Fasteignaskattur B 1,32% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).



c) Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur

Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum.

Fasteignaskattur C 1,65% af fasteignamati húss og lóðar (óbreytt á milli ára).

Vatnsgjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).

Fráveitugjald Samkvæmt sérstakri gjaldskrá (var skv. sérstakri gjaldskrá).



d) Lóðarleiga

Lóðarleiga íbúðahúsalóða 1,28% af fasteignamati lóðar (óbreytt á mill ára).

Lóðarleiga atvinnulóða 2,90 % af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).

Lóðarleiga ræktarlands 3,00% af fasteignamati lóðar (óbreytt á milli ára).





e) Gjalddagar og greiðsla fasteignagjalda

Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu talsins og eru gjöldin innheimt frá 5. febrúar til 5. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga.











Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til ofangreinda tillögu við sveitarstjórn.

6.Reglur um styrkt til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Málsnúmer 201611064Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og skv. 7 gr. reglugerðar um fasteignaskatts nr. 1160/2005. Um er að ræða óbreytta tillögu á milli ára. Um er að ræða heimildarákvæði í lögum en ekki skyldu sveitarfélaga að veita umrædda styrki.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir.

7.Afsláttur fasteignaskatts 2017 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 201611065Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi gildandi reglur sveitarfélagsins um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Ekki eru tillögur um efnislega breytingar en byggðaráð þarf að taka afstöðu til fjárhæðar afsláttar af fasteignaskatti sem og fjárhæð tekjutengingar, annars vegar vegna einstaklinga og hins vegar vegna hjóna og sambýlisfólks. Sveitarstjórn er heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða en skylt er að setja þar sérstakar reglur um.



Heildarfjárhæð afsláttar árið 2016 var kr. 2.227.132, áætlað kr. 2.121.000.



Til umræðu ofangreint.



Frestað.

8.Frá Félagi eldri borgara; Umsókn um styrk á móti fasteignaskatti

Málsnúmer 201611095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara, dagsett þann 10. nóvember 2016, þar sem sótt er um styrk á móti fasteignagjöldum.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum umsóknina og felur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afgreiða ofangreint erindi samkvæmt umræðum á fundinum og samkvæmt reglum um styrk á móti greiðslu fasteignaskatts til félaga- og félagasamtaka.

9.Frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns; Breyting í bókhaldi

Málsnúmer 201605140Vakta málsnúmer

Á 779. fundi byggðaráðs þann 7. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

2"01605140 - Breyting í bókhaldi



Tekið fyrir erindi frá forstöðumanni bóka- og héraðsskjalasafns, bréf dagsett þann 27. maí 2016, þar sem óskað er eftir heimild til að flytja af liðum í fjárhagsáætlun 2016; af 05310-4390 kr. 200.000 og 05310-4685 kr. 200.000 og yfir á launalið 05310-1010.



Um er að ræða vinnu vegna skráningar á gömlum ljósmyndum í Fotostation.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu til umsagnar sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs sem og að fá samantekt á því hver staða skráninga á ljósmyndum í Héraðsskjalasafni Svarfdæla er og hvernig framhaldið er áætlað."





Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð um stöðu skráningar á ljósmyndum á Héraðsskjalasafni Svarfdæla,dagsett þann 13. júní 2016, og umsögn sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 7. nóvember 2016, þar sem fram kemur að lagt er til að færa kr. 400.000 af liðum 05310-4390 og 053104-4685 og flytja á launalið 05310-1010. Fram kemur einnig að það liggur fyrir að þegar er búið að framkvæma stærstan hluta þeirrar vinnu sem þessi tilfærsla á að dekka.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ekki er hægt að verða við beiðni um tilfærslu á milli liða í fjárhagsáætlun 2016 samkvæmt ofangreindu erindi þar sem fyrir liggur að þegar er búið að framkvæma stærstan hluta þeirrar vinnu sem þessi tilfærsla á að dekka.

10.Ritun fundargerða

Málsnúmer 201611053Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs frá 7. nóvember 2016, þar sem fylgir með til upprifjunar leiðbeiningar um ritun fundargerða. Fram kemur að í 15. gr. Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar er að finna kafla I um "Fundarsköp" og kafla II um "Ritun fundargerða", sjá á heimasíðu Dalvíkurbyggðar:http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=95297b19-c4b8-43c2-beba-96e807ff5f4f.





Samkvæmt 13. gr. um Verkefni byggðaráðs í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar þá er meðal annars verkefni byggðaráðs að hafa eftirlit með stjórnsýslu sveitarfélagsins.







Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umsögn sambandsins um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks.

Málsnúmer 201611001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 31. október 2016, þar sem kynnt er umsögn Sambandsins til velferðarráðuneytis um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks. Fram kemur m.a. í umsögninni að starfshópur hefur skilað tillögu til ráðherra þann 14. október s.l. sem felur í sér að fallið verði frá því fyrirkomulagi að þjónustusvæði fyrir fatlað fólk innihaldi að lágmarki 8.000 íbúa, með tiltölulega þröngum undanþáguheimildum. Lagt er til að tekið verði upp sama fyrirkomulag og gilt hefur skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, þar sem sveitarfélögum er í raun frjálst að mynda með sér þjónustusvæði eftir því sem best hentar.



Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar þessari breyttu afstöðu sem fram kemur í ofangreindri umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er í takt við samstarf Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra.

12.Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu; Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2016/2017

Málsnúmer 201609055Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið undir umræðu.



Tekið fyrir svarbréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dagsett þann 31. október 2016, þar sem fram kemur að ráðuneytið hefur fjallað um umsókn Dalvíkurbyggðar og er niðurstaðan að úthluta byggðakvóta til sveitarfélagsins sem skiptist á byggðarlög sem hér segir:



Dalvík, 70 þorskígildistonn.

Hauganes, 15 þorskígildistonn.

Árskógssandur, 270 þorskígildistonn.





Fram kemur einnig að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 30. nóvember n.k.



Upplýst var á fundinum að atvinnumála- og kynningaráð mun fjalla um reglur Dalvíkurbyggðar hvað varðar úthlutun á byggðakvóta á fundi sínum þann 23. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Greiðslustofu húsnæðisbóta; Húsnæðisbætur - Heimasíða - Reiknivél - Ný þjónustuskrifstofa

Málsnúmer 201611089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Greiðslustofu Húsnæðisbóta, rafbréf dagsett þann 11. nóvember 2016, þar sem fram kemur að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Þjónustuskrifstofan á Sauðárkróki hóf formlega starfsemi sína 16. nóvember s.l. og áætlað er að opna fyrir umsóknir þann 21. nóvember n.k.



Fram kemur að það sé talið mikilvægt að eiga beint samtal við starfsfólk sveitarfélaga sem hefur dýrmæta þekkingu og reynslu í framkvæmd húsaleigubóta. Óskar er því eftir með formlegum hætti að hefja þessar samræður.



Vísað til félagsmálasviðs.

14.Frá Sjúkrahúsinu á Akureyri; Stefnumótun SAk

Málsnúmer 201611090Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri, dagsettur þann 11. nóvember 2016 þar sem fram kemur að í gangi er vinna við stefnumótun Sjúkrahússins á Akureyri frá 2017-2021. Fram kemur að allt innlegg í stefnumótun er vel þegið og verður skoðað. Meðfylgjandi eru einnig nokkrar spurningar sem hægt er að svara einni eða öllum. Óskað er svara fyrir 21. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs