Veitu- og hafnaráð

44. fundur 17. febrúar 2016 kl. 07:30 - 09:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Pétur Sigurðsson, formaður, boðaði forföll vegna veikinda.
Óskar Óskarsson boðaði forföll og einnig hans varamaður Silja Pálsdóttir. Reynt að boða Hörð Másson en hann er fjarverandi.

1.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 380. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 14. desember sl.
Lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201601130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 381. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 18. janúar sl.
Lögð fam til kynningar.

3.Gjaldtaka í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum.

Málsnúmer 201512101Vakta málsnúmer

Með bréfi frá 22. desember 2015 er vakin athygli á reglugerð nr. 1201/2014 um Gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum. Fram kemur að gjaldið skuli standa straum af kostnaði við móttöku,meðhöndlun og förgun úrgangs og farmleifa frá skipum og að aðstaðan skal miðast við þarfir skipa er jafnan koma í höfn og hafnarstjórn er heimilt að fela þjónustuaðila með samningi umsjón og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum.

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með reglugerðinni um móttöku úrgangs og farmleifa og hefur stofnunin þegar hafið eftirlit með heimsóknum í hafnir landsins. Áætlað er að allar hafnir verði heimsóttar á næstu fimm árum.

Því er beint til Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar að sett verði ákvæði um gjaldtökuna í gjaldskrá Hafnasjóðs hafi það ekki þegar verið gert.
Ákvæði um gjaldtöku í höfnum vegna losunar, móttöku, meðhöndlunar og förgunar úrgangs og farmleifa frá skipum er til staða í gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hefur verið nú um nokkurra ára skeið.

4.Yfirferð og endurskoðun á erindisbréfum fagráða

Málsnúmer 201511132Vakta málsnúmer

Farið yfir erindisbréf veitu- og hafnaráðs. Meðal annars rætt um hlutverk ráðsins og ábyrgð kjörinna fulltrúa.
Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við erindisbréf ráðsins.

5.Vegna fjárhagsáætlunargerðar 2016 - fasteignagjöld

Málsnúmer 201507003Vakta málsnúmer

Á 39. fundi veitu- og hafnaráðs var umrætt mál tekið fyrir og var eftirfarandi fært til bókar:

"Á 37. fundi veitu- og hafnaráðs var tekið fyrir erindi sem vísað var til ráðsins frá 744. fundi byggðarráðs. Á fundinum kynntu ráðsmenn sér erindið og var formlegri afgreiðslu erindisins frestað.

Byggðarráð hefur ákveðið að fá KPMG til að framkvæma úttekt á tekjum Dalvíkurbyggðar og þeirri þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu í samanburði við önnur sveitafélög. Að framansögðu þá frestar veitu- og hafnaráð afgreiðslu erindisins þangað til ráðið hefur kynnt sér þann samanburð."



Nú liggur fyrir sá samanburður á milli sveitafélaga sem um er rætt hér að ofan og er hann opinn öllum til skoðunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Auk þess var haldinn íbúafundur þar sem skýrsla KPMG var kynnt.

Veitu- og hafnaráð hvetur málsaðila til þess að kynna sér umrædda skýrslu KPMG og er það trú ráðsins að hún svari ýmsum þeim spurningum sem fram hafa komið frá málsaðila varðandi þetta mál.

6.Til umsagnar frumvarp til laga um um uppbyggingu og rekstur fráveitna (gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna), 404. mál.

Málsnúmer 201601151Vakta málsnúmer

Á 24. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. febrúar 2015 var eftirfarandi fært til bókar.

"Samband íslenskra sveitarfélags sendi tilkynningu um að til stæði að breyta lögum um fráveitur. Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar fráveitugjalds sem fráveitur sveitarfélaga innheimta fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita. Frumvarpinu er enn fremur ætlað að skýra og styrkja gjaldtökuheimildir, réttindi og skyldur fráveitna gagnvart viðskiptavinum þeirra."



Nú er Alþingi að óska eftir umsögn um frumvarpið. Samorka hefur sent inn umsögn um frumvarpið og er inngangur umsagnarinnar hér að neðan. Til áréttingar þá er einnig fjallað um breytingar á lögum um vatnsveitur.



"Samorka er fylgjandi því að ofangreind frumvörp verði bæði samþykkt og leggur mikla áherslu á að það gerist sem fyrst, í þeim tilgangi að vatns- og fráveitur fái vissu um framtíðarstarfsumhverfi sitt, til hagsbóta fyrir veiturnar, umbjóðendur þeirra og umhverfi. Samtökin leggja auk þess til eina breytingartillögu við hvort frumvarp. Frumvörpin eru flutt samhliða, hafa verið unnin í sameininginlegum starfshópi innanríkis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytanna og eru í eðli sínu svipaðs eðlis. Því sendir Samorka inn sameiginlega umsögn um málin."
Veitu- og hafnaráð gerir umsögn Samorku að sinni og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti það með samþykkt sinni.

7.Til umsagnar frumvarp til laga um um vatnsveitur sveitarfélaga (skilgreining og álagning vatnsgjalds), 400. mál.

Málsnúmer 201601150Vakta málsnúmer

Með vísan til 6. dagskrárlið hér að framan þá kynnti sviðstjóri einnig sambærilegar breytingar sem eru fyrirhugaðar á lögum um Vatnsveitur.



Nú er Alþingi að óska eftir umsögn um frumvarpið. Samorka hefur sent inn umsögn um frumvarpið og er inngangur umsagnarinnar hér að neðan.Til áréttingar þá er einnig fjallað um breytingar á lögum um fráveitur.



"Samorka er fylgjandi því að ofangreind frumvörp verði bæði samþykkt og leggur mikla áherslu á að það gerist sem fyrst, í þeim tilgangi að vatns- og fráveitur fái vissu um framtíðarstarfsumhverfi sitt, til hagsbóta fyrir veiturnar, umbjóðendur þeirra og umhverfi. Samtökin leggja auk þess til eina breytingartillögu við hvort frumvarp. Frumvörpin eru flutt samhliða, hafa verið unnin í sameininginlegum starfshópi innanríkis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytanna og eru í eðli sínu svipaðs eðlis. Því sendir Samorka inn sameiginlega umsögn um málin."
Veitu- og hafnaráð gerir umsögn Samorku að sinni og leggur til við sveitarstjórn að hún staðfesti það með samþykkt sinni.

8.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Tengir hf. hefur hug á að ljósleiðaravæða þéttbýlið á Dalvík með samningi þar um. Í fyrstu grein samningsins segir:

"Dalvíkurbyggð og Tengir hf. gera með sér samning um að Tengir hf. taki að sér þær verklegar framkvæmir á næstu mánuðum og árum sem hafa það að leiðarljósi að heimilum og fyrirtækjum á Dalvík verði gefinn kostur á aðgengi að ljósleiðaraneti Tengis hf. Þessi framkvæmd verður gerð út frá fjárhagslegum forsendum Tengis hf.."

Farið er fram á að aðkoma Dalvíkurbyggðar verði með þeim hætti að kynna verkefnið fyrir íbúum en í 6. gr. samningins segir:

"Dalvíkurbyggð tekur að sér að kynna verkefnið í samstarfi við Tengir hf. fyrir íbúum Dalvíkur. T.d. með upplýsingarfundum í hverfum bæjarins eða íbúafundi þar sem framkvæmdir koma til með að fara fyrst í gang."
Veitu- og hafnaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðan samstarfssamning og beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta samþykkt ráðsins.
Gunnþór yfirgaf fund kl. 8:00.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs