Veitu- og hafnaráð

11. fundur 25. mars 2014 kl. 16:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Á fund ráðsins var mættur Gunnar Björn Þórhallsson, framkvæmdastjóri og Bjarni Valdimarsson, tölvuumsjónarmaður.
Gunnar Björn kynnti Tengir hf. en það fyrirtæki hefur lagt dreifikerfi um Eyjafjörð og víðar. Í máli hans kom fram upplýsingar um kostnað við tengingu við ljósleiðara og flutningsgetu hans. Ráðsmenn báru fram fyrirspurnir um ýmsa þætti við lagningu og rekstur svona kerfis.
Björgvin Hjörleifsson, Gunnar Björn Þórhallsson og Bjarni Valdimarsson véku af fundi kl 17:10
Sviðsstjóra er falið að ræða við Tengi hf um að fara í frekari kostnaðargreiningu á að tryggja þéttbýliskjörnum á Ströndinni og í Svarfaðardal og Skíðadal.

2.Bætt aðstaða við flotbryggju.

Málsnúmer 201403194Vakta málsnúmer

Til umræðu hefur verið hvernig hægt sé að fjölga flotbryggjum í Dalvíkurhöfn.
Á fundinn var mættur Gunnþór Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður.
Gunnþór lagði fram tilboð frá Króla ehf, sem dagsett er 25. mars 2014, þar er bæði boðið 15m flotbryggja og 20m.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að taka tilboðinu og vísar ákvörðuninni til verðandi endurskoðunar á framkvæmdaáætlun 2014.

3.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Farið var yfir þær athugasemdir og ábendingar sem fram hafa komuð vegna undirbúningsfunda vegna endurskoðunar á deiliskipulagi hafnarsvæðisins.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela arkitekt að vinna tillögur og hugmyndir að:

* Hvernig best verði fyrirkomið eftirfarandi þáttum í rekstri hafnarinnar þó þannig að skörun á umfangi þessarar þátta verði í lámarki.
1.
Löndum stærri skipa
2.
Útgerð og löndun smábáta
3.
Útgerð ferðaþjónustubáta
4.
Ferjusiglingar og þjónusta við ferðamenn

* Stækkun á athafnasvæði hafnarinnar norður fyrir núverandi ytri mannvirki hafnarinnar.

* Fella út gatnatenginu Naustabrautar við Ránarbraut.

* Yfirfara lóðastærðir og lóðamörk á skipulagssvæðinu.

* Yfirfara bílastæðisþörf að teknu tilliti til breytinga á þeirri starfssemi sem nú fram fer innan hafnarinnar og fyrirséða aukningu á henni. Ráð bendir á landrými sem er austur með Sandskeið.

* Yfirfara hvernig bæta má öryggi á horni Martraðar og Karlsrauðatorgs. Þar skarast löndun og akstur lyftara með fisk til fyrirtækja við umferð almennings, akandi og gangandi, ásamt aðgengi að aflgreiðslu Landflutninga.

4.Icelandic Fisheries Exhibition

Málsnúmer 201403182Vakta málsnúmer

Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar verður þátttakandi í sýningunni á hausti komandi. Kynntur var samningur þess efnis og uppdráttur sem sýnir staðsetningu á hvar aðstaða verður.
Lagt fram til kynningar.

5.Hafnasamlag Norðurlands, samráðsfundur á Akureyri

Málsnúmer 201403115Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð fundaði á Akureyri með stjórn Hafnasamlags Norðurlands þann 13. mars sl.
Eins og að framan greinir var fundur með HN og HD í framhaldi af þeim fundi leggur HD fram eftirfarandi bókun.
Veitu- og hafnaráð hefur átt upplýsingafund með fulltrúum Hafnasamlags Norðurlands um framtíðarsýn og mögulega samstarfsfleti í starfi þessara hafnasjóða.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að skoðaður verði möguleiki á ávinningi frekara samstarfs hafnanna.

6.Bifreiðakaup í mars 2014

Málsnúmer 201403109Vakta málsnúmer

Í starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir kaupum á viðgerðarbíl. Þarfagreining var gerð vegna bifreiðamála hjá Dalvíkurbyggð.Í framhaldi var farið í ákveðnar breytingar þar sem ein bifreið Hitaveitu verður seld og önnur keypt í staðinn. Við þessar breytingar verða tvær af bifreiðum veitunnar á rauðum númerum og ein á venjulegum.
Lagt fram til kynningar.

7.Losun á snjó í höfnina af Norðurgarði

Málsnúmer 201403204Vakta málsnúmer

Dalvíkurhöfn hefur verið notuð sem losunarstaður fyrir snjó. Þetta hefur skapað hættu og hefur verið truflandi fyrir starfssemi hafnarinnar auk þess að valda mengun.
Gunnþór vék af fundi kl. 18:20
Veitu- og hafnaráð samþykkir að banna losun á snjó af bílum af Norðurgarði en heimilar losun sem nyrst af Suðurgarði, þar til önnur úrræði finnast.

8.Starfsmannamál 2014

Málsnúmer 201403189Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti stöðu starfsmannamála hjá veitu- og hafnasviði.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Þorsteinn Már Aðalsteinsson Formaður
  • Björgvin Hjörleifsson Varaformaður
  • Kolbrún Reynisdóttir Aðalmaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Pétur Sigurðsson Aðalmaður
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs