Veitu- og hafnaráð

26. fundur 10. mars 2015 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Erindi barst frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar um að koma inn á fund veitu- og hafnaráðs og kynna starfsemi sína. Tilgangur ungmennaráðs er að þjálfa ungmenni í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa þeim vettvang til að koma á framfæri hagsmunamálum, skoðunum og áherslum ungs fólks á aldrinum 14-20 ára í Dalvíkurbyggð.
Enginn mætti frá ungmennaráði Dalvíkurbyggðar en þau höfðu bókað sig á fund ráðsins kl. 7:30.

2.Beiðni um riftun samnings vegna um jarðhitaréttindi.

Málsnúmer 201409067Vakta málsnúmer

Til kynningar er samkomulag á milli Dalvíkurbyggðar og Norðurorku hf um ýmsa þætti er varða jarðhita í sunnanverðri Dalvíkurbyggð, um samstarf

og gagnkvæma hagsmuni vegna reksturs hitaveitna á Eyjafjarðarsvæðinu.
Lagður fram til kynningar.

3.Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Siðanefnd Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur útbúið meðfylgjandi fræðslurit um hvað sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga við gerð og endurskoðun siðareglna. Ritið ber heitið "Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar".

Reynt var að setja leiðbeiningarnar upp á einfaldan og skýran hátt og notast við dæmi til að vekja fólk til umhugsunar. Vonast siðanefndin til þess að leiðbeiningarnar veki upp jákvæða umræðu um siðamál og að hún nýtist kjörnum fulltrúum í sinni vinnu.



Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerðir Hafnasambandsins 2015

Málsnúmer 201501125Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem dagsettur er 18. febrúar 2015 barst fundargerð 372. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.Umræddur fundur var haldinn 13. febrúar sl.

Í viðhengi má einnig finna tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í henni má finna kafla sem snertir hafnirnar.
Lagt fram til kynningar.

5.Starfsleyfisskilyrði og ný fráveitusamþykkt

Málsnúmer 201502220Vakta málsnúmer

Með rafpósti frá heilbrigðisfulltrúa eru kynnt neðangreind ákvæði en þau eru fengin heilbrigðisnefnd en þau fjalla um forhreinsun iðnaðarskólps og er fyrirmyndin fengin úr innahúsvinnu hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Heilbrigðisfulltrúi bendir á að það sé um að gera að setja þessi skilyrði inn í nýja fráveitusamþykkt Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kemur inn á fundinn kl. 08:05

6.Deiliskipulag Dalvíkurhafnar, endurskoðun

Málsnúmer 201401168Vakta málsnúmer

Kynnt var á fundinum ný tillaga að fyrirkomulagi innan hafnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að senda umrædd drög að deiliskipulagi til umsagnar umhverfisráðs.
Börkur vék af fundi kl. 09:05

7.Gagnaveita Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201401123Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja samningsdrög við Tengi hf um lagningu ljósleiðara í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði samþykktur.

8.Uppsögn úr starfi hafnavarðar.

Málsnúmer 201503065Vakta málsnúmer

Mað rafpósti, sem dagsettur er 8. mars 2015, segir Óli Þór Jóhannsson hafnavörður, upp störfum hjá Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð þakkar óla Þór vel unnin störf fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og óskar honum velfarnaðar á nýjum starfsvettfangi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Pétur Sigurðsson Formaður
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Aðalmaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs