Landbúnaðarráð

74. fundur 30. maí 2012 kl. 13:00 - 15:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Fjallskil og gangnadagar n.k. haust.

Málsnúmer 201205092Vakta málsnúmer

Á fundi landbúnaðarráðs í maí 2011 var ákveðið að framvegis er stefnt að því að 1. göngur verði í öllum fjallskiladeildum Dalvíkurbyggðar um aðra helgi í september ár hvert þó aldrei síðar en í 21. viku sumars og að hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 1. helgina í október.

Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 7. til 9. september og seinni göngur í Árskógsdeild viku síðar eða um helgina 14. til 16. september og í Dalvíkur- og Svarfaðardalsdeild um helgina 21. til 23. september.

Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 5. til 7.október.

2.Fyrstu göngur; ósk til landbúnaðarráðs um tímasetningu.

Málsnúmer 201205054Vakta málsnúmer

Zophonías Jónmundsson, bóndi að Hrafnsstöðum, óskar eftir leyfi landbúnaðarráðs fá að ganga fyrstu göngur 1. og 2. september.
&Landbúnaðarráð samþykkir framanghreinda beiðni.

3.Fjallgirðingar 2012

Málsnúmer 201205091Vakta málsnúmer

Viðhald á fjallgirðingum hefur verið vaxandi vandamál og er nú þannig komið að nauðsynlegt er að bregðast við þeirri viðhaldsþörf sem kominn er upp.
Formanni og sviðsstjóra er falið að kanna kostnað vegna viðhalds á girðingum sveitarfélagins.

4.Samþykkt um búfjárhald, endurskoðun 2012

Málsnúmer 201202026Vakta málsnúmer

Samþykkt um búfjárhald er til skoðunar í ráðuneyti og hjá Bændasamtökum Íslands.
Lagt fram til kynningar.

5.Tungurétt, endurgerð réttarinnar.

Málsnúmer 201205093Vakta málsnúmer

Árið 2011 var unnið við endurgerð réttarinnar sem reyndist kostnaðarsamari en reiknað var með. Nú á eftir að lagfæra dilkana og þá einnig hvernig það verður gert.
&Formanni, varaformanni og sviðstjóra er falið ræða við bændur um mögulega aðkomu þeirra að verkinu og gera kostnaðaráætlun fyrir næstu fjárhagsáætlun.

6.Refa- og minkaeyðing

Málsnúmer 201205094Vakta málsnúmer

Unnið hefur verið eftir nýju samkomulagi við þá aðila sem sjá um eyðingu minka og refa. Kynnt voru á fundinum skráningarblöð frá þeim.
Landbúnaðarráð þakkar veiðimönnum vel unnin störf.

7.Grenjavinnsla, skýrsla 2011

Málsnúmer 201205104Vakta málsnúmer

Lögð var fram á fundinum ítarleg skýrsla frá þeim Haraldi Ólafssyni, Hauki Sigfússyni og Ólafi Sigurðssyni um grenjavinnslu þeirra á Áskógsströnd og Dalvík.
Landbúnaðarráð þakkar veiðimönnum vel unnin störf.

8.Upprekstur á Þorvaldsdal

Málsnúmer 201205103Vakta málsnúmer

Umsækjandi óskar eftir því að setja allt að 7 hesta á afréttina á Þorvaldsdal.
Landbúnaðarráð samþykkir erindið og biður umsækjanda að sleppa hrossunum á áfrétt í samráði við fjallskilastjóra.

9.Hestaskjól á leiguspildu.

Málsnúmer 201205090Vakta málsnúmer

Umsækjandi óskar leyfis að gera malarplan á spilduna ( sjá viðhengi, grænn ferningur, einnig lausleg teikning )og setja á það tvo 12 metra gáma niður hlið við hlið með 4 metra millibili og set svo þak yfir þá.Þetta er þá orðið snyrtilegt hús þar sem hestarnir geta haft skjól undir þaki og er mögulegt að geyma heyrúllur inni í gámunum í stað þess að þær á séu á berangri.Umsækjandi leggur áherslu á að gera þetta snyrtileg svo ekki verði sjónmengun að þessum framkvæmdum.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

10.Upprekstur á Sveinstaðaafrétt

Málsnúmer 201205105Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 28. maí 2012 óskar Ingvi Antonsson eftir leyfi til upprekstrar á Sveinsstaðaafrétt fyrir 10 fullorðnar kindur og 8 lömb.
Landbúnaðarráð getur ekki tekið afstöðu til erindisins því umsækjandi hefur ekki búfjárleyfi og beinir því til hans að sækja sem fyrst um það.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson Sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs