Málsnúmer 201205090Vakta málsnúmer
Umsækjandi óskar leyfis að gera malarplan á spilduna ( sjá viðhengi, grænn ferningur, einnig lausleg teikning )og setja á það tvo 12 metra gáma niður hlið við hlið með 4 metra millibili og set svo þak yfir þá.Þetta er þá orðið snyrtilegt hús þar sem hestarnir geta haft skjól undir þaki og er mögulegt að geyma heyrúllur inni í gámunum í stað þess að þær á séu á berangri.Umsækjandi leggur áherslu á að gera þetta snyrtileg svo ekki verði sjónmengun að þessum framkvæmdum.
Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 7. til 9. september og seinni göngur í Árskógsdeild viku síðar eða um helgina 14. til 16. september og í Dalvíkur- og Svarfaðardalsdeild um helgina 21. til 23. september.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 5. til 7.október.