Fjallskil og gangnadagar n.k. haust.

Málsnúmer 201205092

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 74. fundur - 30.05.2012

Á fundi landbúnaðarráðs í maí 2011 var ákveðið að framvegis er stefnt að því að 1. göngur verði í öllum fjallskiladeildum Dalvíkurbyggðar um aðra helgi í september ár hvert þó aldrei síðar en í 21. viku sumars og að hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 1. helgina í október.

Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 7. til 9. september og seinni göngur í Árskógsdeild viku síðar eða um helgina 14. til 16. september og í Dalvíkur- og Svarfaðardalsdeild um helgina 21. til 23. september.

Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 5. til 7.október.