Refa- og minkaeyðing

Málsnúmer 201205094

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 74. fundur - 30.05.2012

Unnið hefur verið eftir nýju samkomulagi við þá aðila sem sjá um eyðingu minka og refa. Kynnt voru á fundinum skráningarblöð frá þeim.
Landbúnaðarráð þakkar veiðimönnum vel unnin störf.

Landbúnaðarráð - 76. fundur - 19.09.2012

Á síðustu árum hefur refum fjölgað mjög mikið og valdið sauðfjáreigendum töluverðu tjóni. Í þessu sambandi má benda til síðustu atburða er mikill fjöldi sauðfjár fennti í kaf og voru bitinn til ólífis í stórum stíl.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar beinir því til stjórnvalda að nú þegar verði sett sérstakt fjármagn til eyðingu refa.

Landbúnaðarráð - 78. fundur - 05.12.2012

Samstarf hefur verið á milli sveitarfélaga um eyðingu minka á undanförnum árum en Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur haldið utanum verkefnið. Til umræðu hefur verið að hvert sveitarfélag komi til með að sjá um "sitt" svæði en endanlega ákvöðun hefur ekki verið tekin um það. Fyrirhugað er AFE haldi sérstakan fund um þetta verkefni í byrjun næsta árs.
Með tilvísun til þess árangurs sem minkaveiðiátakið hefur sýnt þá telur landbúnaðarráð telur eðlilegt að sveitarfélög í Eyjafirði haldi áfram í samstarfi um minkaveiði og njóti handleiðslu AFE. Landbúnaðarráð telur nauðsyn að tekið verði til umræðu sambærilegt veiðiátak til eyðingu á ref.