Samþykkt um búfjárhald, endurskoðun 2012

Málsnúmer 201202026

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 72. fundur - 15.02.2012

Landbúnaðarráð hefur verið að endurskoða Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð og hefur fengið ýmsa aðila til þess að fá álit og tillögur. Það má nefna Ólaf Dýrmundsson og fjallskilastjóra í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð samþykkir að óska eftir áliti Bændsamtaka Íslands á framlagðri Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð.

Landbúnaðarráð - 73. fundur - 28.03.2012

Samþykktin um búfjárhald var sem til Ólafs Dýrmundssonar til skoðunar. Hann kom með eftirfarandi athugasemdir við tvær greinar: "1) Ákvæði um upprekstur í 4.grein. Lýsingin á upprekstralöndunum mætti vera skýrari,fáein orð til viðbótar. Koma fleiri upprekstrarlönd til greinar? 2)Í 9.gr. þyrfti að vera ákvæði þess eðlis að ekki séu fjarlægð gripahús með fénaði fyrr á vorin en hægt er að sleppa í haga,þ.e.a.s í júní.Sem sagt ekki raunhæft að vísa búfé á "Guð og gaddinn" á venjulegum hýsingartíma."
Orðalag 4 gr. samþykktarinnar var breytt lítilsháttar að öðru leyti er hún óbreytt frá samþykkt fyrri fundar.

Landbúnaðarráð samþykkir að leggja það til við bæjarstjórn að vísa framangreindri samþykkt til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis til staðfestingar.

Landbúnaðarráð - 74. fundur - 30.05.2012

Samþykkt um búfjárhald er til skoðunar í ráðuneyti og hjá Bændasamtökum Íslands.
Lagt fram til kynningar.

Bæjarstjórn - 0. fundur - 19.06.2012

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar til síðari umræðu.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 631. fundur - 28.06.2012

Á 237. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 19. júní s.l. var samþykkt um búfjárhald tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða að vísa samþykktinni til síðari umræðu.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Landbúnaðarráð - 75. fundur - 18.07.2012

Undir þessum fundarlið sátu Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri og Ólafur Vagnsson, héraðsráðunautur.
Umræður urðu um ýmsar greinar samþykktarinnar.Ólafur Vagnsson vék af fundi.
Landbúnaðarráð felur formanni og sviðstjóra að gera tillögu að breytingu á drögum að samþykktum um búfjárhald í Dalvíkurbyggð og leggja þau fyrir næsta fund ráðsins.

Landbúnaðarráð - 76. fundur - 19.09.2012

Til umræðu hefur verið breytt orðalag 6. greinar og fyrir þessum fundi liggur fyrir tillaga að eftirfarandi breytingu "Öllum umráðamönnum búfjár í sveitarfélaginu, á lögbýlum og utan þeirra er skylt að hafa það í vörslu sem hér segir:
a)
Nautgripir allt árið
b)
Hross frá þeim degi sem hrossasmölun á sér stað skv. ákvörðun bæjarstjórnar til 15 júní nema sérstaklega standi á og þá skv. ákvörðun fjallskilastjóra í umboði bæjarstjórnar.
c)
Sauðfé samkvæmt gildandi fjallskilasamþykkt.
Landbúnaðarráð samþykkir framlagða breytingu og sendir bæjarstjórn Samþykkt um búfjárhald í Dalvíkurbyggð til endanlegrar staðfestingar.

Bæjarstjórn - 240. fundur - 30.10.2012

Með fundarboði bæjarstjórnar fylgdi tillaga landbúnaðarráðs að samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar til fyrri umræðu.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Jóhann Ólafsson.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa samþykktinni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 241. fundur - 20.11.2012

Á 240. fundi bæjarstjórnar þann 30. október 2012 var samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar tekin til fyrri umræðu og samþykkti bæjarstjórn samhljóða að vísa henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

Sveitarstjórn - 247. fundur - 14.05.2013

Á 241. fundi bæjarstjórnar þann 20. nóvember 2012 var samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar tekin til síðari umræðu og hún samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

Á 80. fundi landbúnaðarráðs þann 24. apríl 2013 voru teknar fyrir athugasemdir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu við ofangreinda samþykkt.

Landbúnaðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykktin verði samþykkt með áorðnum breytingum og send til ráðuneytisins til staðfestingar.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi samþykkt um búfjárhald í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundi landbúnaðarráðs.

Til máls tók:
Svanfríður Inga Jónasdóttir.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum samþykktina eins og hún liggur fyrir með áorðnum breytingum og vísar henni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis  til staðfestingar.