Tungurétt, endurgerð réttarinnar.

Málsnúmer 201205093

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 74. fundur - 30.05.2012

Árið 2011 var unnið við endurgerð réttarinnar sem reyndist kostnaðarsamari en reiknað var með. Nú á eftir að lagfæra dilkana og þá einnig hvernig það verður gert.
&Formanni, varaformanni og sviðstjóra er falið ræða við bændur um mögulega aðkomu þeirra að verkinu og gera kostnaðaráætlun fyrir næstu fjárhagsáætlun.

Landbúnaðarráð - 77. fundur - 17.10.2012

Lögð var fram teikning af Tungurétt og ræddar hugmyndir um hvernig ætti að standa að því að ljúka framkvæmdum við hana.
Landbúnaðarráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veitt verði kr. 2.000.000,- á fjárhagsáætlun 2013 til að ljúka gerð Tunguréttar. Um er að ræða fjármagn sem notað verður til efniskaupa til framkvæmdarinnar og að framangreind fjárhæð verði skuldbundin því að bændur og aðrir þeir sem réttina nota auk áhugafólks um framgangs verkefnisins leggi fram vinnu til þess að ljúka framkvæmdinni.

Landbúnaðarráð - 80. fundur - 24.04.2013

Formaður gerði grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við endurgerð Tunguréttar.
Rætt var um fyrirhugaðar framkvæmdir og tafir á þeim vegna veðurfarsins sem hefur verið sl. haust og vetur. Einnig verður mikið álag á bændur og búarliði í sumar sem ætluðu að leggja fram vinnu vegna framkvæmdarinnar.
Landbúnaðarráð leggur til að framkvæmdum sumarsins verði frestað og málið tekið upp eftir réttir í haust.

Landbúnaðarráð - 86. fundur - 11.02.2014

Til umræðu áætlun um lokaframkvæmd á endurbyggingu Tunguréttar
Framkvæmdir vegna endurbyggingar á Tungurétt ræddar og ákveðið að sviðsstjóri geri kosnaðaráætlun sem lögð verður fyrir ráðið á næta fundi. Ráðið leggur einnig til að sviðsstjóri leiti styrkja í verkefnið.

Landbúnaðarráð - 87. fundur - 18.03.2014

Til umræðu fyrirhugaðar áframhaldandi endurbætur á Tungurétt
Landbúnaðarráð leggur áherslu á að kostnaðaráætlun liggi fyrir á næsta fundi ráðsins í apríl og í framhaldi af því hafist handa við framkvæmdir. Ráðið leggur áherslu á að stefnt sé að því að verkið klárist í þessum áfanga.

Landbúnaðarráð - 88. fundur - 15.04.2014

Til kynningar kostnaðaráætlun vegna þeirra endurbóta sem eftir eru á Tungurétt.
Landbúnaðarráð leggur áherslu á að eftir hagstæðum tilboðum sé leitað og að framkvæmdir hefjist sem fyrst.

Landbúnaðarráð - 89. fundur - 06.05.2014

Til umræðu endurbygging Tunguréttar
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að yfirfara innkomin tilboð og óska eftir fjármagni til byggðarráðs svo hægt sé að ljúka verkinu.

Landbúnaðarráð - 91. fundur - 04.09.2014

Til umræðu endurbygging og vígsla á réttinni.
Lokafrágangur á endurbyggingunni klárast á næstu dögum.
Ræddar voru hugmyndir vegna vígslu réttarinnar þann 14. september. Formanni ráðsins falið að setja saman litla dagskrá.

Landbúnaðarráð - 92. fundur - 09.10.2014

Til umræðu endurbygging Tunguréttar.
Landbúnaðarráð fagnar þeim merka áfanga að tekist hafi að ljúka endurbyggingu Tunguréttar þó svo að kostnaður hafi orðið töluvert meiri en lagt var upp með í upphafi verksins.