Hestaskjól á leiguspildu.

Málsnúmer 201205090

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 74. fundur - 30.05.2012

Umsækjandi óskar leyfis að gera malarplan á spilduna ( sjá viðhengi, grænn ferningur, einnig lausleg teikning )og setja á það tvo 12 metra gáma niður hlið við hlið með 4 metra millibili og set svo þak yfir þá.Þetta er þá orðið snyrtilegt hús þar sem hestarnir geta haft skjól undir þaki og er mögulegt að geyma heyrúllur inni í gámunum í stað þess að þær á séu á berangri.Umsækjandi leggur áherslu á að gera þetta snyrtileg svo ekki verði sjónmengun að þessum framkvæmdum.
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

Umhverfisráð - 0. fundur - 13.06.2012

Með bréfi, sem dagsett er 15. maí 2012, sækir Elvar Reykjalín leyfis að gera hestasjól úr tveimur gámum með þaki yfir, sjá meðfylgjandi teikningu og loftmynd.
Umhverfisráð getur ekki fallist á framangreindan frágang á hestaskjóli og hafnar erindinu því samkvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir búgarðabyggð.