Landbúnaðarráð

132. fundur 07. maí 2020 kl. 09:00 - 11:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson formaður
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
 • Óskar Snæberg Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Ingunn Magnúsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Óskar Snæberg Gunnarsson.

1.Erindi frá gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar vegna vegamála

Málsnúmer 202004002Vakta málsnúmer

Til umræðu innsent erindi dags. 30. mars 2020 frá gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar vegna vegamál frá Kóngsstöðum að Stekkjarhúsi.
Landbúnaðarráð þakkar gangnamannafélaginu innsend erindi og upplýsir að sótt hefur verið um styrk í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir umræddum lagfæringum.

2.Girðingarmál í Dalvíkurdeild

Málsnúmer 201908063Vakta málsnúmer

Til umræðu girðingarmál í Dalvíkurbyggð 2020 þar sem tekið er fyrir erindi frá landeigendum Hrafnsstaða og Hrafnsstaðakots þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að endurnýjun landamerkjagirðinga beggja vegna jarðanna.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra og formanni ráðsins að ræða við landeigendur að Hrafnsstöðum og Hrafnsstaðakoti.

3.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2020

Málsnúmer 202005016Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2020.
Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 11.-13. og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 18.-20.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holarafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 2.-3.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Leiga á beitar og slægju

Málsnúmer 201506034Vakta málsnúmer

Til umræðu leiga á beitar og slægjulöndum i eigu Dalvíkurbyggðar.
Landbúnaðarráð leggur til að klára endurskoðun leigusamninga árið 2020.

5.Endurskoðun á samþykktum um hunda og kattahald í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201902069Vakta málsnúmer

Til umræðu samþykktir um hunda- og kattahald og framfylgd þeirra.
Landbúnaðarráð felur sviðsstjóra að kanna möguleika á samstarfi við Akureyrarbæ um framfylgd samþykktanna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

6.Smitandi lifrardrep í kanínum

Málsnúmer 202003164Vakta málsnúmer

Til kynningar erindi frá MAST dags. 26. mars 2020 vegna veiru í kanínum.
Lagt fram til kynningar.

7.Refa og minkaveiðar 2020

Málsnúmer 202005040Vakta málsnúmer

Til umræðu fyrirkomulag refa og minkaveiða 2020
Landbúnaðarráð samþykkir að fela þeim Haraldi Ólafssyni og Ólafi Sigurðssyni minkaeyðingu og felur sviðsstjóra að gera við þá samning um verkið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
 • Jón Þórarinsson formaður
 • Freyr Antonsson aðalmaður
 • Guðrún Erna Rudolfsdóttir aðalmaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir aðalmaður
 • Óskar Snæberg Gunnarsson varamaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs