Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2020

Málsnúmer 202005016

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 132. fundur - 07.05.2020

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2020.
Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 11.-13. og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 18.-20.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holarafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 2.-3.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 132. fundi Landbúnaðarráðs þann 7. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2020.

Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 11.-13. og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 18.-20.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holarafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði fyrstu helgina í október sem er 2.-3.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.

Landbúnaðarráð - 134. fundur - 20.08.2020

Til umræðu leiðbeiningar vegna Covid-19
Landbúnaðarráð leggur áherslu á að framlögðum leiðbeiningum sé framfylgt að hálfu sveitarfélagsins og tryggt sé að verkefninu sé fylgt eftir.