Refa og minkaveiðar 2020

Málsnúmer 202005040

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 132. fundur - 07.05.2020

Til umræðu fyrirkomulag refa og minkaveiða 2020
Landbúnaðarráð samþykkir að fela þeim Haraldi Ólafssyni og Ólafi Sigurðssyni minkaeyðingu og felur sviðsstjóra að gera við þá samning um verkið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 134. fundur - 20.08.2020

Til umræðu minka og refaveiðar í Dalvíkurbyggð 2020
Landbúnaðaráð Dalvíkurbyggðar leggur til að sótt verði um aukið
fjármagn til Umhverfisstofnunar vegna eyðingu minks í sveitarfélaginu
sem nú er farinn að gera allt of mikið vart við sig eftir að átaki
nokkura sveitarfélaga lauk sem miðaðist við að útrýma villimink, þessu
átaki lauk of snemma með þeim afleiðingum að minkurinn er farinn að vaða
upp á nýjan leik með tilheyrandi eyðileggingu á lífríki
sveitarfélagsins.
Landbúnaðaráð telur skipulagða útrýmingu villiminks vera eitt af stærri
umhverfismálum margra sveitarfélaga þess vegna þurfi ríkisvaldið að
bregðast við með stórauknu fjármagni í málaflokkinn.
Ráðið felur sviðsstjóra að senda inn umsókn til Umhverfisstofnunar.