Frá Knattspyrnudeild UMFS; varðar kröfu frá Hitaveitu Dalvíkur og afsláttarkjör

Málsnúmer 202307010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1078. fundur - 31.08.2023

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi gildandi samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Ungmennafélags Svarfdæla fyrir árin 2020-2023 þar sem fram kemur að styrkur til Knattspyrnudeildar UMFS (meistarflokkur)9 er kr. 1.108.568 og vegna reksturs knattspyrnuvallar kr. 11.692.179. Þarf af er heitt vatn kr. 7.102.726.
Byggðaráð getur ekki séð að styrkur vegna heita vatnsins fyrir Dalvíkurvöll sé full nýttur miðað við gildandi samning ef fjárhæðin er borin saman við útsenda reikninga. Samningar við íþróttafélögin eru lausir um næstu áramót.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu til skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 152. fundur - 03.10.2023

Lögð fram til kynningar bókun byggðaráðs
"Byggðaráð getur ekki séð að styrkur vegna heita vatnsins fyrir Dalvíkurvöll sé full nýttur miðað við gildandi samning ef fjárhæðin er borin saman við útsenda reikninga. Samningar við íþróttafélögin eru lausir um næstu áramót. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa málinu til skoðunar í íþrótta- og æskulýðsráði."

Styrkur vegna reksturs vallarins á næsta ári verður tekin í heild undir málinu Starfs- og fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027- málsnúmer-202304162.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 154. fundur - 07.11.2023

Tekið fyrir erindi frá Knattspyrnudeild UMFS, ódagsett en móttekið þann 22. ágúst sl., er varðar breytingu á afsláttarkjörum á heitu vatni, sbr. gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2023, sem hefur áhrif á kostnað vegna upphitunar á Dalvíkurvelli. Félagið óskar eftir að málið verði skoðað ofan í kjölinn. Í erindinu er farið fyrir forsögu málsins. Með fundarboði fylgdi kostnaðargreining á rekstri vallarins frá Knattspyrnudeild UMFS.
Forsvarsmenn UMFS komu á fund ráðsins í síðasta mánuði þar sem farið var yfir þetta mál. Þar kom fram að rekstur vallarins í heild er meiri en heildarstyrkur til félagsins eftir hækkun á gjaldskrá heita vatnsins. Lagt er til að þó svo að hluti sé áætlaður í heitt vatn, þá sé það sem heildar styrkur vegna reksturs vallarins. Eins og fram kemur í kostnaðaryfirliti á vellinum þá er annar kostnaður sem fellur til sem ekki er í samningi.
Íþrótta- og æskulýðsráð óskar því eftir viðauka á fjárhagsáætlun ársins 2023 að upphæð 1.150.000 til að mæta auknum kostnaði við rekstur vallarins.
Íþrótta- og æskulýðsráð beinir því til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skýra betur orðalag í næsta samningi svo það sé skýrt hvað sé verið að styrkja.