Erindi vegna fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027; Golfklúbburinn Hamar

Málsnúmer 202307049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1075. fundur - 27.07.2023

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri með óskum um styrk til framkvæmda á Arnarholtsvelli á árunum 2024 - 2027.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til íþrótta- og æskulýðsráðs til skoðunar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 154. fundur - 07.11.2023

Tekið fyrir erindi frá Golfklúbbnum Hamri með óskum um styrk til framkvæmda á Arnarholtsvelli á árunum 2024 - 2027. Eins og fram kemur máli um uppbyggingu íþróttafélaga þá er stefnt að því að það verði gerður heildar pottur árið 2024 sem verður svo skipt á félögin. Þessu máli vísað til umfjöllunar aftur þegar potturinn liggur fyrir.