Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202311014

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 154. fundur - 07.11.2023

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að minna íþróttafélögin á að skila inn tilnefningum vegna kjörs á íþróttamanni ársins. Skilafrestur er 1. desember.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 155. fundur - 05.12.2023

Gísli Rúnar Gylfason, fer yfir reglur varðandi kosningar á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 156. fundur - 09.01.2024

Samkvæmt reglum um kjör á íþróttamanni ársins eru það aðal- og varamenn í íþrótta- og æskulýðsráði sem kjósa til móts við kosningu íbúa.
Byrjað var á því að fara yfir og ræða allar tilnefningar. Kosning ráðsins fór fram á fundinum. Íbúakosningu er lokið.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 157. fundur - 11.01.2024

Kjör íþróttamanns Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023 fór fram í menningarhúsinu Bergi. Fundur hófst með undirbúning og athöfnin fór svo fram kl. 16:30 þar sem tilnefndum var veitt viðurkenning og íþróttamaður Dalvíkurbyggðar var tilkynntur. Einnig voru veittir styrkir úr afreks- og styrktarsjóði íþrótta- og æskulýðsráðs á athöfninni.
Írena Rut Jónsdóttir, nemandi tónlistarskólans á Tröllaskaga söng fyrir gesti og er henni þakkað fyrir það.

Það var knattspyrnumaðurinn Þröstur Mikael Jónasson sem var valinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2023.
Þröstur var fyrirliði og einn besti leikmaður Dalvíkur/Reynis sumarið 2023 þegar liðið tryggði sér óvæntan, en verðskuldaðan sigur í 2.deild karla. Þröstur átti frábært sumar, fór fyrir liði sínu með baráttu og sigurvilja, og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi félagsins annað árið í röð. Þröstur stimplaði sig inn sem einn besti varnarmaður deildarinnar og fékk verðskuldaða athygli með frammistöðu sinni í sumar.

Aðrir tilnefndir voru eftirtaldir aðilar:
-Elín Björk Unnarsdóttir Sund
-Hafsteinn Thor Guðmundsson Golf
-Lovísa Rut Aðalsteinsdóttir Blak
-Sveinbjörn Hjörleifsson Hestar
-Torfi Jóhann Sveinsson Skíði