Frá Alþingi;100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, erindi frá afmælisnefnd.Til afgreiðslu.

Málsnúmer 201408020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 704. fundur - 21.08.2014

Tekinn fyrir rafpóstur frá framkvæmdastjóra afmælisnefndar vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, dagsettur þann 12. ágúst 2014, þar sem fram kemur að sveitarfélög, stofnanir, skólar og söfn eru hvött til að minnast 100 ára kosningaréttar kvenna á næsta ári með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár. Afmælisnefndinni þætti vænt um að heyra af því hvað Dalvíkurbyggð áformar að gera og verður það kynnt á heimasíðu afmælisnefndarinnar sem verður opnuð í haust.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til fræðslu- og menningarsviðs til umfjöllunar í fræðsluráði og menningarráði og til félagsmálasviðs; félagsmálaráðs.
Byggðarráð hvetur stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins til þátttöku.

Félagsmálaráð - 180. fundur - 09.09.2014

Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði 704 fundi dags. 21.08.2014 þar sem byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa erindi frá Alþingi, 100 ára kosningarréttur kvenna, erindi frá afmælisnefnd til félagsmálráðs ásamt öðrum ráðum. Erindi þetta barst sveitarfélaginu 12. ágúst frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttir framkvæmdastjóra 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Sveitarfélög á landsvísu eru hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár. Óskað er eftir áformum sveitarfélagsins sem yrði kynnt á heimasíðu afmælisnefndarinnar í haust.
Félagsmálaráð mun vera tilbúið til samstarfs við fræðsluráð og menningarráð. Verkefni erindis tilheyrir ekki félagsmálaráði beint.

Fræðsluráð - 184. fundur - 10.09.2014

Tekið var fyrir erindi dagsett 12. ágúst 2014 frá afmælisnefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní 2015. Í erindinu eru sveitarfélög hvött til að minnast þeirra mikilvægu réttinda sem kosningarétturinn er, með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum það ár.

Fræðsluráð óskar eftir því við upplýsingafulltrúa að hann skili til nefndarinnar upplýsingunum um hvað gert verður hjá stofnunum sveitarfélagins. Ráðið beinir því til stjórnenda að senda upplýsingafulltrúa upplýsingar um hvað stofnun þeirra ætlar að gera að þessu tilefni.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Með fundarboði fylgdi hvatning frá afmælisnefnd um kosningarétt kvenna vegna 19. júní 2014 þar sem sveitarfélög eru hvött til að standa fyrir viðburðum/verkefnum til að vekja athygli á þessu merka degi.

Menningarráð hvetur forstöðumenn safnanna til að taka þátt og beinir því til þeirra að senda upplýsingar um þátttöku til upplýsingafulltrúa sem óskað er eftir að taki saman svör frá sveitarfélaginu.

Menningarráð - 47. fundur - 11.12.2014

Undir þessum lið komu Ingibjörg Kristinsdóttir og Þóra Rósa Geirsdóttir á fundinn.
Umræða var um 100 afmæli kosningaréttar kvenna og 100 afmæli Kvenfélagsins Tilraunar.
Afmælisdagur Tilraunar er 1. apríl og ætlar félagið að halda upp á afmæli sitt að Rimum þann dag og stefnir á að rit um sögu félagsins verði tilbúið þá.

Sviðsstjóra falið að ræða við upplýsingafulltrúa um hugmynd að viðburðardagatali varðandi þennan merka atburð.

Ingibjörgu og Þóru Rósu þökkuð koman á fundinn.