Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Stöðumat starfs- og fjárhagsáætlunar janúar - júní 2014.

Málsnúmer 201407037

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 704. fundur - 21.08.2014

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar fyrir janúar - júní 2014 hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun.

Almennt er staðan metin í lagi. Heilt yfir þarf að taka laun og launatengd gjöld til endurskoðunar með gerð viðauka vegna nýrra kjarasamninga.

Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 59. fundur - 02.09.2014

Til kynningar stöðumat var fyrir málaflokk 06 vegna starfs- og fjárhagsáætlunar frá janúar til júní 2014 sem og stöðumat vegna tjaldsvæðis.

Lagt fram.

Atvinnumála- og kynningarráð - 2. fundur - 03.09.2014

Sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslusviðs og upplýsingafulltrúi fóru yfir stöðumat starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir janúar til júní 2014.
Lagt fram.

Fræðsluráð - 184. fundur - 10.09.2014

Sviðsstjóri og stjórnendur kynntu helstu niðurstöður stöðumats vegna starfs- og fjárhagsáætlunar janúar til júní 2014.

Helstu frávik eru í launaliðnum þar sem nýjir kjarasamningar voru gerðir á árinu. Annað sem var nefnt er aukinn kostnaður við skólaakstur og kostnaður vegna veikinda.

Til kynningar.