Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2015

Málsnúmer 201408049

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 59. fundur - 02.09.2014

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að gjaldskrár hækki um 3,3% með nokkrum undantekningum. Jafnframt var ákveðið að taka til nánari skoðunar útleigu á félagsheimilinu í Árskógi og tjaldsvæði yfir sumartímann.

Fræðsluráð - 184. fundur - 10.09.2014

Með fundarboði fylgdu tillögur að gjaldskrám frá 1. janúar 2015. Almennt eru gjaldskrár að hækka um 3,3-3,4% og fylgja þannig vísitölu neysluverðs.

a) Leikskólar
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir

b) Frístund
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir

c) Dalvíkurskóli
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir

d) Tónlistarskóli
Ekki eru hækkanir á gjaldskrá tónlistarskólans aðrar en tóku í gildi 1. ágúst 2014 en jafnframt er lögð fram tillaga um að kórstarf verði án endurgjalds.

Fræðsluráð samþykkir tillögur skólastjóra.

Menningarráð - 46. fundur - 16.09.2014

Undir þessum lið sat Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og hérðasskjalasafns fundinn. Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols boðaði forföll.

a) Með fundarboði fylgdi óbreytt tillaga að gjaldskrá Byggðasafnsins Hvols.

Menningarráð samþykkir óbreytta gjaldskrá.

b) Tekin var til umræðu og afgreiðslu gjaldskrá Bókasafns Dalvíkurbyggðar.

Menningarráð samþykkir óbreytta gjaldskrá.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 63. fundur - 09.12.2014

Gerðar voru athugasemdir við hækkun á gjaldskrá Víkurrastar, en í gjaldskránni var verið að leiðrétta mismun á klukkustunda leigu sem hefur orðið í gjaldskrá miðað við annað sambærilegt húsnæði.

Íþrótta- og æskulýðsráð stendur við fyrri ákvörðun og ítrekar að um leiðréttingu sé að ræða.