Skóladagatöl 2014-2015

Málsnúmer 201403159

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 181. fundur - 14.05.2014

Skóladagatöl fyrir skólaárið 2014-2015 voru lögð fyrir.

Dagatölin gera ráð fyrir sameiginlegum starfsdegi fyrir allt starfsfólk Dalvíkurbyggðar eftir hádegi 2. október 2014. Sá dagur er merktur inn á skóladagatöl allra skólanna.

Fræðsluráð samþykkir skóladagatölin eins og þau liggja fyrir.

Fræðsluráð - 183. fundur - 07.07.2014

Með fundarboði fylgdi samantekt frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Birni Gunnlaugssyni, þar sem óskað er eftir minniháttar breytingum á skóladagatali en þær breytingar eiga ekki að hafa áhrif á samræmingu skóladagatala skóla sveitarfélagins.

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal Dalvíkurskóla eins og það liggur fyrir.

Fræðsluráð - 184. fundur - 10.09.2014

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar lagði fram lítillega breytt skóladagatal fyrir veturinn 2014-2015. Breytingarnar eru þær að uppskerutónleikar verða í vikunni 16.-18. febrúar 2015, Nótan í Hofi verður 28. febrúar 2015 og lokahátíð Nótunnar verður í Eldborgarsal Hörpu 15. mars 2015.

Fræðsluráð samþykkir breytingarnar.

Fræðsluráð - 189. fundur - 11.02.2015

Magnús Guðmundur Ólafsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar óskaði eftir því að breytingar yrðu gerðar á skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2014-2015. Uppskerutónleikar skólans færast frá 20. febrúar til 17. mars en þá verður Nóta Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar haldin í Bergi. Mánudagurinn 23. febrúar breytist vegna þessa úr kennsludegi í starfsdag.

Breytt skóladagatal verður sent öllum foreldrum barna í skólanum og skýringar á breytingunum.