Fræðsluráð

183. fundur 07. júlí 2014 kl. 12:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá

1.Gagnagátt - Fræðsluráð

Málsnúmer 201406065Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sátu einnig varafulltrúar í fræðsluráði þau Kristinn Ingi Valsson, Sigvaldi Gunnlaugsson og Arna Gerður Hafsteinsdóttir en Heiða Hringsdóttir varafulltrúi boðaði forföll.
Farið var yfir gögn sem eru undir gagnagáttinni, s.s. lög, gildi fræðslu- og menningarsviðs, siðareglur, reglugerðir og samþykktir, starfsáætlun og erindisbréf. Þessi gögn munu áfram vera aðgengileg kjörnum fulltrúum á gagnagáttinni.
Einnig var farið yfir ritun fundargerða, hæfi og vanhæfi, fjárhagsáætlanaferli og fleira sem snýr að störfum nefndarmanna.

2.Fundartími ráðsins

Málsnúmer 201406097Vakta málsnúmer

Ákveðið var að fræðsluráð fundi annan miðvikudag í mánuði kl. 8.15-10.15 í fundarsalnum Upsa í Ráðhúsi Dalvíkurbyggðar.

3.Erindisbréf Fræðsluráðs

Málsnúmer 201208011Vakta málsnúmer

Tekið var til endurskoðunar erindisbréf fræðsluráðs.

Fræðsluráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir.

4.Kosning ritara

Málsnúmer 201406098Vakta málsnúmer

Samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum að starfsmenn fræðsluskrifstofu, Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Helga Björt Möller kennsluráðgjafi, riti fundargerðir fræðsluráðs.

5.Skólastefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi upplýsti fundarmenn um vinnu við gerð nýrrar skólastefnu. Nú hefur vinnuhópur lagt gróf drög að stefnunni og næsta skref er því að leggja hana fyrir ýmsa rýnihópa foreldra og starfsfólks. Það verður gert í ágúst og september.

6.Jafnréttisáætlanir skóla

Málsnúmer 201406121Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu jafnréttisáætlanir leik- og grunnskóla sveitarfélagsins en í vetur hafa Árskógarskóli, Kríla- og Kátakot og Dalvíkurskóli unnið slíkar áætlanir. Fulltrúi jafnréttisstofu hefur verið ráðgefandi og lesið áætlanirnar yfir en þær uppfylla kröfur sem jafnréttislög gera til slíkra áætlana. Tillögur að úrbótum/innleiðingu fylgja áætlununum.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynnti jafnréttisáætlun Árskógarskóla og Drífa Þórarinsdóttir kynnti jafnréttisáætlun Káta- og Krílakots.

Fræðsluráð fagnar því að áætlanirnar liggi fyrir og samþykkir jafnréttisáætlanir Káta- og Krílakots og Árskógarskóla.

Jafnréttisáætlun Dalvíkurskóla verður tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.

7.Sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir skóla 2014

Málsnúmer 201405131Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu sjálfsmatsskýrslur og sjálfsmatsáætlanir Árskógarskóla, Dalvíkurskóla, Krílakots, Kátakots, og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Skýrslurnar verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.

Magnús Guðmundur Ólafsson kynnti sjálfsmatsskýrslu tónlistarskólans, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kynnti sjálfsmatsskýrslu Árskógarskóla og Drífa Þórarinsdóttir kynnti sjálfsmatsskýrslu Kátakots og Krílakots.

Fræðsluráð samþykkir skýrslur tónlistarskólans, Árskógarskóla, Kátakots og Krílakots og áætlanirnar eins og þær liggja fyrir.

Sjálfsmatsskýrsla Dalvíkurskóla verður tekin fyrir á næsta fundi fræðsluráðs.

8.Ytra mat skóla 2014

Málsnúmer 201405132Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að skýrslu um ytra mat skóla Dalvíkurbyggðar sem fræðsluskrifstofan tekur saman árlega. Drögin eru lítilega breytt frá síðasta fundi ráðsins.
Skýrslan byggir á áætlun um ytra mat skóla sem samþykkt var vorið 2013.

Fræðsluráð fagnar skýrslunni og mun ræða við stjórnendur um þá þætti skýrslunnar sem ráðið vill skoða sérstaklega.

9.Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í grunnskólum Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201304091Vakta málsnúmer

Á 182. fundi fræðsluráðs fól fræðsluráð sviðsstjóra að vinna tillögu að breytingum á reglum um leyfisveitingar í grunnskólum Dalvíkurbyggðar í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði fylgdu drög að breyttum reglum.
Fræðsluráð samþykkir þær eins og þær liggja fyrir og leggur áherslu á að unnið sé eftir þeim.

10.Skóladagatöl 2014-2015

Málsnúmer 201403159Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi samantekt frá skólastjóra Dalvíkurskóla, Birni Gunnlaugssyni, þar sem óskað er eftir minniháttar breytingum á skóladagatali en þær breytingar eiga ekki að hafa áhrif á samræmingu skóladagatala skóla sveitarfélagins.

Fræðsluráð samþykkir skóladagatal Dalvíkurskóla eins og það liggur fyrir.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Þórhalla Karlsdóttir Formaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Varaformaður
  • Auður Helgadóttir Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
  • Felix Rafn Felixson Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs