Erindisbréf Fræðsluráðs

Málsnúmer 201208011

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 166. fundur - 12.09.2012

Auður Helgadóttir formaður fræðsluráðs fór yfir erindisbréf fræðsluráðs og um það urðu stuttar umræður. Engar athugasemdir. Lagt fram og kynnt.

Fræðsluráð - 183. fundur - 07.07.2014

Tekið var til endurskoðunar erindisbréf fræðsluráðs.

Fræðsluráð samþykkir með öllum greiddum atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir.

Fræðsluráð - 213. fundur - 08.02.2017

Með fundarboði fylgdi tillaga sviðsstjóra að nýju erindisbréfi fyrir fræðsluráð Dalvíkurbyggðar ásamt gildandi erindisbréfi frá 7. júlí 2014. Breytingarnar snúa að 2. og 11. grein erindisbréfsins.

Breytingar á 2. gr. fela í sér að starfsemi tónlistarskóla á vegum Dalvíkurbyggðar er ekki lengur á ábyrgð fræðsluráðs og með vísan í VII. kafla, 49. gr. samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar er gerð breyting á 11. grein á þann veg að fellt er út ákvæði um að ráðið fjalli um umsóknir og gefi rökstudda umsögn til sveitarstjórnar vegna ráðningar sviðsstjóra.
Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerðar verði eftirfarandi breytingar á 2. grein og 11. grein.

2. grein hljóðar þá svo: Ráðið starfar á fræðslu- og menningarsviði, sem er undir stjórn sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs. Eftirfarandi stofnanir og deildir starfa á verksviði ráðsins; grunnskólar, leikskólar, framhaldsskóli og framhaldsfræðsla.

11. grein hljóðar þá svo:

Ákvörðun um ráðningar stjórnenda og annarra starfsmanna innan stofnana sviðsins eru á valdi sviðsstjóra/skólastjóra en upplýsa skal fræðsluráð enda liggi fyrir samþykkt sveitarstjórnar fyrir stöðugildinu. Fræðsluráð gerir tillögur til sveitarstjórnar um ráðningu skólastjóra þeirra stofnana sem undir ráðið heyra.