Viðmiðunareglur varðandi leyfisveitingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201304091

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 175. fundur - 11.09.2013

Með fundarboði fylgdu  viðmiðunarreglur frá skólastjóra Dalvíkurskóla sem unnar voru á vordögum. Fræðsluráð lýsir ánægju sinni með reglurnar og að leyfisveitingar séu komnar í gagnsæan farveg.

Fræðsluráð - 181. fundur - 14.05.2014

Til upprifjunar var farið yfir viðmiðunarreglur um leyfisveitingar í Dalvíkurskóla.

Fræðsluráð óskar eftir að sjá tölulegar upplýsingar um leyfistökur í Dalvíkurskóla fyrir skólaárið 2013-2014.

Fræðsluráð - 182. fundur - 11.06.2014

Á síðasta fundi óskaði fræðsluráð eftir upplýsingum um leyfisveitingar þessa skólaárs í Dalvíkurskóla. Björn Gunnlaugsson skólastjóri fór yfir þær upplýsingar.

Heildarfjöldi leyfisdaga var á tímabilinu 235 dagar og var 21 leyfi veitt vegna persónulegra ástæðna í 3 daga samfellt eða lengur.

Fræðsluráð felur sviðsstjóra að vinna drög að endurskoðuðum reglum um leyfisveitingar samkvæmt umræðum.

Fræðsluráð - 183. fundur - 07.07.2014

Á 182. fundi fræðsluráðs fól fræðsluráð sviðsstjóra að vinna tillögu að breytingum á reglum um leyfisveitingar í grunnskólum Dalvíkurbyggðar í samræmi við umræður á fundinum.

Með fundarboði fylgdu drög að breyttum reglum.
Fræðsluráð samþykkir þær eins og þær liggja fyrir og leggur áherslu á að unnið sé eftir þeim.

Fræðsluráð - 186. fundur - 22.10.2014

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla lagði fram tillögu að nýjum reglum varðandi leyfisveitingar starfsfólks í grunnskólum Dalvíkurbyggðar. Gísli telur þessar nýju reglur auðveldari og heppilegri í framkvæmd en þær reglur sem voru í gildi síðasta vetur.

Fræðsluráð samþykkir reglurnar með lítilsháttar breytingum og leggur áherslu á að þær séu kynntar fyrir starfsmönnum.

Fræðsluráð - 188. fundur - 14.01.2015

Fræðsluráð óskaði eftir upplýsingum frá Gísla Bjarnasyni, skólastjóra Dalvíkurskóla um hvernig gengi að vinna eftir viðmiðunarreglum um leyfisveitingar í grunnskólum Dalvíkurbyggðar.

Gísli Bjarnason sagði að reglurnar hefðu verið kynntar kennurum og að unnið sé eftir þeim.

Fræðsluráð - 192. fundur - 13.05.2015

Frestað fram til næsta fundar

Fræðsluráð - 193. fundur - 03.06.2015

Gísli Bjarnason skólastjóri Dalvíkurskóla fór yfir upplýsingar í tengslum við leyfisveitingar í Dalvíkurskóla og hvernig hefði gengið að framfylgja þeim reglum sem settar hafa verið varðandi leyfi.



Fræðsluráð þakkar Gísla upplýsingarnar. Ráðið óskar eftir því að skólastjóri sendi sviðsstjóra reglulega upplýsingar um leyfisveitingar í Dalvíkurskóla á næsta skólaári.

Fræðsluráð - 200. fundur - 11.01.2016

Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, gerði grein fyrir fjölda leyfisveitinga í Dalvíkurskóla á þessu skólaári og hvernig hefur gengið að framfylgja gildandi reglum þar um.
Fræðsluráð óskar eftir nánari upplýsingar um leyfisveitingar haustsins og verður það tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Gísli og Guðríður fóru af fundi klukkan 10:15

Fræðsluráð - 202. fundur - 09.03.2016

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fræðsluráð - 207. fundur - 29.06.2016

Bókað í trúnaðarmálabók.
Gísli fór af fundi klukkan 11:40.

Fræðsluráð - 218. fundur - 05.07.2017

Bókað í trúnaðarmálabók
Gísli fór af fundi kl. 10:25.